Fréttablaðið - 29.10.2016, Side 77
Landmótun er teiknistofa lands-
lagsarkitekta stofnuð 1994 og veit-
ir alhliða ráðgjöf á skipulags- og
hönnunarsviði. Á stofunni eru í
augnablikinu 14 starfsmenn, lands-
lagsarkitektar, skipulagsfræðing-
ar, land- og stjórnsýslufræðing-
ur og borgarhönnuður. Landmót-
un er með aðsetur í Kópavogi en
einnig er starfsmaður staðsettur á
Akureyri. Lögð er áhersla á fagleg
vinnubrögð og umhverfisstefnu
í anda sjálfbærrar þróunar og
fylgir stofan vottaðri umhverfis-
stefnu. Framkvæmd umhverfis-
stefnunnar er liður í daglegu starfi
fyrirtækisins til að draga úr álagi
á náttúru og vera til fyrirmyndar
í umhverfismálum.
Grænt umhverfi hefur jákvæð áhrif
„Hér á Landmótun er unnið nokk-
uð jafnt á tveimur sviðum; skipu-
lagi og hönnun, auk þess sem stof-
an hefur tekið þátt í fjölmörgum
samkeppnum og margoft unnið til
verðlauna. Verkefnin eru gjarnan
þess eðlis að unnið er í þverfagleg-
um teymum og leggur stofan metn-
að í gott samstarf við aðra sér-
fræðinga, hagsmunaaðila og verk-
kaupa,“ segir Margrét Ólafsdóttir,
land- og stjórnsýslufræðingur hjá
Landmótun. Þórhildur Þórhalls-
dóttir landslagsarkitekt bætir því
við að þannig fáist ólík sjónarmið
inn í hönnunarferlið sem skili sér
í lausnum sem eru til hagsbóta
fyrir umhverfið og fólkið sem lifir
í því. „Grænt umhverfi hefur já-
kvæð áhrif á andlega líðan fólks
og hversdagsumhverfi okkar er að
meira eða minna leyti mótað, þótt
við gefum því kannski ekki gaum
dags daglega. Við lítum á það sem
forréttindi að fá að vera með í að
móta umhverfið okkar allra, gera
það betra, vistlegra og fallegra og
þar með stuðla að bættum lífsgæð-
um og betri lýðheilsu.“
Fjölbreytt verkefni
Starfsfólk Landmótunar vinnur
verkefni um allt land en dæmi
um verkefni sem eru á stofunni
um þessar mundir eru aðalskipu-
lag Garðabæjar, hverfaskipulag
Breiðholts, deiliskipulag íbúða-
byggðar og varnarmannvirkja í
Vesturbyggð, mótvægisaðgerð-
ir vegna sjónrænna áhrifa virkj-
ana og aðlögun ofanflóðafram-
kvæmda eins og snjóflóðagarða.
Einnig endurbætur á götum í
miðborg Reykjavíkur, uppbygg-
ing hjólastíga, hönnun á vinsæl-
um útivistar svæðum, endurbætur
á lóðum leik- og grunnskóla víða
um landið ásamt uppbyggingu nýs
skóla og menningarmiðstöðvar í
Úlfarsárdal.
„Undanfarin ár hafa verið að
koma inn til okkar verkefni tengd
uppbyggingu ferðamannastaða.
Við erum meðal annars að vinna
verkefni við Geysi, Brimketil á
Reykjanesi, Látrabjarg, Kerið,
Landmannalaugar og innan Vatna-
jökulsþjóðgarðs. Á ferðamanna-
stöðum er oft bæði unnið að deili-
skipulagi fyrir svæðin og síðar
hönnun á einstökum mannvirkj-
um,“ útskýrir Margrét.
Með fjölgun ferðamanna á land-
inu, bæði að sumri til en nú einn-
ig að vetrarlagi, eru margir staðir
farnir að láta á sjá að sögn Þórhild-
ar. „Ferðamannastaðir eru oftast
einstakir hvað varðar náttúru eða
sögu og geta því verið viðkvæm-
ir fyrir uppbyggingu. Heildstætt
skipulag er því mikilvægt til að
dreifa álagi á fjölsóttum stöðum,
skapa tækifæri fyrir nýja áning-
arstaði og gefa kost á nýrri upplif-
un, að móta og þannig auka upp-
lifun af svæðinu.“ Margrét tekur
undir þetta og segir helstu mark-
miðin í skipulagsvinnu og hönnun
ferðamannastaða vera að draga
úr álagi af völdum ferðamanna en
um leið að bæta þjónustu við ferða-
menn og tryggja öryggi þeirra
ásamt því að styrkja ímynd stað-
anna sem oft eru stórbrotin nátt-
úrusvæði. „Það er til dæmis gert
með því að færa mannvirki frá við-
kvæmum stöðum, stýra betur um-
ferð bíla og gangandi vegfarenda
og útbúa áningarstaði.“
Spennandi frumkvöðlastarf
Í Landmannalaugum er Land-
mótun að vinna deiliskipulag sem
unnið er á grundvelli vinnings-
tillögu hugmyndasamkeppi þar
sem Landmótun ásamt fleirum
vann til fyrstu verðlauna. Í því
ferli var skipaður samráðshóp-
ur sem saman stendur af fulltrú-
um frá Rangárþingi ytra, Samtök-
um ferðaþjónustunnar, Umhverfis-
stofnun, Ferðafélagi Íslands,
forsætisráðuneytinu og ráðgjöf-
um. „Hópurinn hefur hist reglu-
lega og rætt málið þar til sátt var
í hópnum um niðurstöðuna. Það
er áhugavert að fá svona marga
hagsmunaaðila að borðinu strax í
upphafi skipulagsvinnu og er það
von okkar að það skili sér í betra
skipulagi og góðum grunni fyrir
hönnun síðar meir,“ lýsir Margrét.
Vönduð hönnun mannvirkja er
mikilvægur þáttur í sjálfbærri
ferðaþjónustu að sögn Þórhild-
ar. Hún segir mannvirki þurfa
að skapa viðeigandi aðstöðu án
þess að skerða gæði staðanna.
„Útsýnis pallar eru í eðli sínu inn-
grip í náttúruleg svæði og þar af
leiðandi er hönnun þeirra vand-
meðfarin. Sem dæmi má taka út-
sýnispalla við Svartafoss og Detti-
foss fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.
Markmiðið er að stýra umferð um
svæðið og stuðla að minni ágangi á
umhverfið en einnig að bæta upp-
lifun gesta og gera veru þeirra
á staðnum þægilegri. Áhersla er
lögð á að nota vönduð og endingar-
góð efni og eru pallarnir að hluta
til klæddir með lerki úr íslensk-
um skógum.
Okkur á Landmótun þykir
spennandi að taka þátt í þeirri
frumkvöðlavinnu sem á sér stað
í uppbyggingu ferðamannastaða
á Íslandi. Við erum bjartsýn á að
uppbygging og náttúrvernd geti
farið saman ef unnið er heildar-
skipulag í samráði við hluteigandi
aðila.“
Vönduð hönnun mannvirkja er
þáttur í sjálfbærri ferðaþjónustu
Hjá Landmótun er lögð áhersla á vönduð og fagleg vinnubrögð og fylgir stofan vottaðri umhverfisstefnu.
Undanfarið hefur starfsfólk Landmótunar unnið að mörgum verkefnum tengdum uppbyggingu ferðamannastaða.
Margrét Ólafsdóttir, land- og stjórnsýslufræðingur, og Þórhildur Þórhallsdóttir
landslagsarkitekt segja að starfsfólki Landmótunar þyki spennandi að taka þátt í
þeirri frumkvöðlavinnu sem á sér stað í uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi.
MYND/ERNIR
Landmótun sér um lóðarhönnun við nýja miðstöð skóla, menningar og íþrótta í
Úlfarsárdal í Reykjavík. Fyrsti áfangi opnaði haust 2016. MYND/LANDMÓTUN
Landmótun hefur komið að hönnun smábátahafna fyrir Fjarðabyggð. Þar hefur áhersla verið lögð á að gera vistlegt umhverfi
fyrir þá sem nota hafnirnar sem vinnusvæði en einnig betra aðgengi og dvalarmöguleika fyrir almenning. Mynd tekin á
Fáskrúðsfirði. MYND/LANDMÓTUN
Útsýnispallur við Svartafoss í Skaftafelli. Pallurinn er innan í stuðlabergsskálinni,
rétt við fossinn. Aðgengi fyrir vélar að fossinum er erfitt og var pallurinn smíðaður
á verkstæði og fluttur með þyrlu á endanlegan stað. MYND/GUÐRÚN RAGNA
Kynningarblað VERKFRæÐI oG ARKITEKTÚR
29. október 2016 7
2
9
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:3
9
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
1
C
-8
6
3
0
1
B
1
C
-8
4
F
4
1
B
1
C
-8
3
B
8
1
B
1
C
-8
2
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
1
2
s
_
2
8
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K