Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2016, Qupperneq 77

Fréttablaðið - 29.10.2016, Qupperneq 77
Landmótun er teiknistofa lands- lagsarkitekta stofnuð 1994 og veit- ir alhliða ráðgjöf á skipulags- og hönnunarsviði. Á stofunni eru í augnablikinu 14 starfsmenn, lands- lagsarkitektar, skipulagsfræðing- ar, land- og stjórnsýslufræðing- ur og borgarhönnuður. Landmót- un er með aðsetur í Kópavogi en einnig er starfsmaður staðsettur á Akureyri. Lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð og umhverfisstefnu í anda sjálfbærrar þróunar og fylgir stofan vottaðri umhverfis- stefnu. Framkvæmd umhverfis- stefnunnar er liður í daglegu starfi fyrirtækisins til að draga úr álagi á náttúru og vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Grænt umhverfi hefur jákvæð áhrif „Hér á Landmótun er unnið nokk- uð jafnt á tveimur sviðum; skipu- lagi og hönnun, auk þess sem stof- an hefur tekið þátt í fjölmörgum samkeppnum og margoft unnið til verðlauna. Verkefnin eru gjarnan þess eðlis að unnið er í þverfagleg- um teymum og leggur stofan metn- að í gott samstarf við aðra sér- fræðinga, hagsmunaaðila og verk- kaupa,“ segir Margrét Ólafsdóttir, land- og stjórnsýslufræðingur hjá Landmótun. Þórhildur Þórhalls- dóttir landslagsarkitekt bætir því við að þannig fáist ólík sjónarmið inn í hönnunarferlið sem skili sér í lausnum sem eru til hagsbóta fyrir umhverfið og fólkið sem lifir í því. „Grænt umhverfi hefur já- kvæð áhrif á andlega líðan fólks og hversdagsumhverfi okkar er að meira eða minna leyti mótað, þótt við gefum því kannski ekki gaum dags daglega. Við lítum á það sem forréttindi að fá að vera með í að móta umhverfið okkar allra, gera það betra, vistlegra og fallegra og þar með stuðla að bættum lífsgæð- um og betri lýðheilsu.“ Fjölbreytt verkefni Starfsfólk Landmótunar vinnur verkefni um allt land en dæmi um verkefni sem eru á stofunni um þessar mundir eru aðalskipu- lag Garðabæjar, hverfaskipulag Breiðholts, deiliskipulag íbúða- byggðar og varnarmannvirkja í Vesturbyggð, mótvægisaðgerð- ir vegna sjónrænna áhrifa virkj- ana og aðlögun ofanflóðafram- kvæmda eins og snjóflóðagarða. Einnig endurbætur á götum í miðborg Reykjavíkur, uppbygg- ing hjólastíga, hönnun á vinsæl- um útivistar svæðum, endurbætur á lóðum leik- og grunnskóla víða um landið ásamt uppbyggingu nýs skóla og menningarmiðstöðvar í Úlfarsárdal. „Undanfarin ár hafa verið að koma inn til okkar verkefni tengd uppbyggingu ferðamannastaða. Við erum meðal annars að vinna verkefni við Geysi, Brimketil á Reykjanesi, Látrabjarg, Kerið, Landmannalaugar og innan Vatna- jökulsþjóðgarðs. Á ferðamanna- stöðum er oft bæði unnið að deili- skipulagi fyrir svæðin og síðar hönnun á einstökum mannvirkj- um,“ útskýrir Margrét. Með fjölgun ferðamanna á land- inu, bæði að sumri til en nú einn- ig að vetrarlagi, eru margir staðir farnir að láta á sjá að sögn Þórhild- ar. „Ferðamannastaðir eru oftast einstakir hvað varðar náttúru eða sögu og geta því verið viðkvæm- ir fyrir uppbyggingu. Heildstætt skipulag er því mikilvægt til að dreifa álagi á fjölsóttum stöðum, skapa tækifæri fyrir nýja áning- arstaði og gefa kost á nýrri upplif- un, að móta og þannig auka upp- lifun af svæðinu.“ Margrét tekur undir þetta og segir helstu mark- miðin í skipulagsvinnu og hönnun ferðamannastaða vera að draga úr álagi af völdum ferðamanna en um leið að bæta þjónustu við ferða- menn og tryggja öryggi þeirra ásamt því að styrkja ímynd stað- anna sem oft eru stórbrotin nátt- úrusvæði. „Það er til dæmis gert með því að færa mannvirki frá við- kvæmum stöðum, stýra betur um- ferð bíla og gangandi vegfarenda og útbúa áningarstaði.“ Spennandi frumkvöðlastarf Í Landmannalaugum er Land- mótun að vinna deiliskipulag sem unnið er á grundvelli vinnings- tillögu hugmyndasamkeppi þar sem Landmótun ásamt fleirum vann til fyrstu verðlauna. Í því ferli var skipaður samráðshóp- ur sem saman stendur af fulltrú- um frá Rangárþingi ytra, Samtök- um ferðaþjónustunnar, Umhverfis- stofnun, Ferðafélagi Íslands, forsætisráðuneytinu og ráðgjöf- um. „Hópurinn hefur hist reglu- lega og rætt málið þar til sátt var í hópnum um niðurstöðuna. Það er áhugavert að fá svona marga hagsmunaaðila að borðinu strax í upphafi skipulagsvinnu og er það von okkar að það skili sér í betra skipulagi og góðum grunni fyrir hönnun síðar meir,“ lýsir Margrét. Vönduð hönnun mannvirkja er mikilvægur þáttur í sjálfbærri ferðaþjónustu að sögn Þórhild- ar. Hún segir mannvirki þurfa að skapa viðeigandi aðstöðu án þess að skerða gæði staðanna. „Útsýnis pallar eru í eðli sínu inn- grip í náttúruleg svæði og þar af leiðandi er hönnun þeirra vand- meðfarin. Sem dæmi má taka út- sýnispalla við Svartafoss og Detti- foss fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Markmiðið er að stýra umferð um svæðið og stuðla að minni ágangi á umhverfið en einnig að bæta upp- lifun gesta og gera veru þeirra á staðnum þægilegri. Áhersla er lögð á að nota vönduð og endingar- góð efni og eru pallarnir að hluta til klæddir með lerki úr íslensk- um skógum. Okkur á Landmótun þykir spennandi að taka þátt í þeirri frumkvöðlavinnu sem á sér stað í uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi. Við erum bjartsýn á að uppbygging og náttúrvernd geti farið saman ef unnið er heildar- skipulag í samráði við hluteigandi aðila.“ Vönduð hönnun mannvirkja er þáttur í sjálfbærri ferðaþjónustu Hjá Landmótun er lögð áhersla á vönduð og fagleg vinnubrögð og fylgir stofan vottaðri umhverfisstefnu. Undanfarið hefur starfsfólk Landmótunar unnið að mörgum verkefnum tengdum uppbyggingu ferðamannastaða. Margrét Ólafsdóttir, land- og stjórnsýslufræðingur, og Þórhildur Þórhallsdóttir landslagsarkitekt segja að starfsfólki Landmótunar þyki spennandi að taka þátt í þeirri frumkvöðlavinnu sem á sér stað í uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi. MYND/ERNIR Landmótun sér um lóðarhönnun við nýja miðstöð skóla, menningar og íþrótta í Úlfarsárdal í Reykjavík. Fyrsti áfangi opnaði haust 2016. MYND/LANDMÓTUN Landmótun hefur komið að hönnun smábátahafna fyrir Fjarðabyggð. Þar hefur áhersla verið lögð á að gera vistlegt umhverfi fyrir þá sem nota hafnirnar sem vinnusvæði en einnig betra aðgengi og dvalarmöguleika fyrir almenning. Mynd tekin á Fáskrúðsfirði. MYND/LANDMÓTUN Útsýnispallur við Svartafoss í Skaftafelli. Pallurinn er innan í stuðlabergsskálinni, rétt við fossinn. Aðgengi fyrir vélar að fossinum er erfitt og var pallurinn smíðaður á verkstæði og fluttur með þyrlu á endanlegan stað. MYND/GUÐRÚN RAGNA Kynningarblað VERKFRæÐI oG ARKITEKTÚR 29. október 2016 7 2 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 9 F B 1 1 2 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 C -8 6 3 0 1 B 1 C -8 4 F 4 1 B 1 C -8 3 B 8 1 B 1 C -8 2 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.