Fréttablaðið - 29.10.2016, Page 80
2 9 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r36 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Góður
bara
ekki
Daniel Sturridge, framherji Liverpool, skoraði tvö mörk gegn Tottenham í deilda-bikarnum í vikunni. Hann setti þar með mikla pressu á Jürgen Klopp, knattspyrnu-
stjóra félagsins, að velja hann í byrjunarliðið
enda búinn að skora fjögur mörk í tveimur
deildabikarleikjum. Ef leikurinn er hins vegar
skoðaður nánar sést eiginlega af hverju Klopp
velur hann ekki í byrjunarliðið en Sturridge
hefur aðeins byrjað fjóra leiki í deildinni.
Þó að Sturridge hafi vissulega skorað tvö
mörk þá klúðraði hann á ævintýralegan máta
og átti eitt versta skot í sögu deildabikarsins.
Þó að Klopp hafi hrósað honum eftir leikinn
þá er alveg ljóst að hann er ekki hrifinn af
vinnuframlagi hans. Og ef Liverpool-ferill
Sturridge fer í vaskinn hvert fer hann þá?
Ef hann er ekki nógu góður fyrir Liverpool
þá er hann ekki nógu góður fyrir hin topp-
liðin. „Það er hægt að sjá af hverju hann er
varamaður í liði Klopps,“ sagði Graeme Sou-
ness, goðsögn í sögu Liverpool. „Þegar ég horfi
á Sturridge tekur maður
eftir tækninni hjá
honum en maður
mun seint kalla
hann mara-
þonhlaupara.
Hann hefur
e i n s t a k a
h æ f i l e i k a
en á meðan
hann er ekki
að hugsa um
liðið þá verð-
ur hann ekki
í byrjunarliðinu á Anfield,“ sagði Souness sem
vann fimm deildartitla og þrjá Evrópubikara
með Liverpool.
Fiskaði Jón Guðna út af
Daniel Sturridge fæddist 1989 í Birmingham.
Hann var í unglingaakademíu Aston Villa og
Coventry áður en Manchester City fékk hann
til sín 2003. Það varð snemma ljóst að þarna var
frábær framherji á ferð. Hann var valinn efni-
legasti leikmaður liðsins árið 2009 en skömmu
síðar var hann kominn til Chelsea sem borgaði
3,5 milljónir fyrir hann en félagaskiptin fóru
fyrir dómstóla. Eins og með marga unga menn
þá átti Sturridge eftir að komast að því að það
er ekkert grín að komast í byrjunarlið Chelsea
og var hann töluvert á bekknum og spilaði vara-
liðsleiki.
Í einum slíkum fiskaði hann Jón Guðna Fjóluson
af velli sem þá var að leika með varaliði Bayern
München. Stakk sér til sunds er Jón Guðni var að
ná honum. Emre Can, núverandi samherji Sturr-
idge hjá Liverpool, stappaði stálinu í Jón Guðna
eftir að dómarinn rak hann í bað.
Sturridge fór á lán til Bolton árið 2011 þar sem
hann sýndi mögnuð tilþrif og skoraði átta mörk
í 12 leikjum. André Villas-Boas gaf honum tæki-
færi og Sturridge nýtti það vel á undirbúnings-
tímabilinu. En þá kom smá babb í bátinn.
Sturridge hafði fengið rautt spjald gegn Man.
City í lokaumferðinni tímabilið áður með Bol-
ton og byrjaði í þriggja leikja banni. Þrátt fyrir
að Sturridge missti af leikjunum missti Villas-
Boas ekki trúna á hann og hann var kominn með
9 mörk áður en árið var úti. En Chelsea gekk ekki
vel og Villas-Boas var látinn fara og Roberto Di
Matteo tók við. Sá hafði ekki sömu trú á Sturr-
idge og hann var ónotaður varamaður þegar
Chelsea vann sinn stærsta sigur, sjálfa Meistara-
deildina árið 2012.
Sturridge missti af undirbúningstímabilinu
með Chelsea það ár vegna þátttöku á Ólympíu-
leikunum í London. Meiðsli voru farin að hrjá
hann og hann missti af mörgum leikjum. Aftur
gekk Chelsea illa og þegar Rafa Benitez tók við
Chelsea var Sturridge aftarlega í goggunar-
röðinni. Hann samdi við Liverpool í janúar árið
2013. Talið var að Liverpool hefði borgað 12
milljónir punda fyrir piltinn.
Markaskórnir með rembihnút
Liverpool-ferill hans byrjaði með látum.
Hann skoraði eftir aðeins sjö mínútur í fyrsta
leik sínum í FA-bikarnum og einnig í fyrsta
leik sínum í deildinni þegar hann kom inn
á gegn Manchester United. Hann byrjaði
næsta leik og viti menn. Hann var búinn að
reima á sig markaskóna og skoraði. Fyrsta
þrennan hans kom í maí gegn Fulham.
Fyrsta heila tímabilið hans byrjaði einnig með
ofboðslegum látum og hann var valinn leik-
maður ágústmánaðar 2013. Aftur var hann
valinn leikmaður mánaðarins í febrúar og var
einn af sex leikmönnum sem voru tilnefndir sem
leikmenn ársins. Hann endaði með 21 mark, var
valinn í lið ársins og hreppti silfurskóinn. Aðeins
Luis Suarez skoraði fleiri mörk.
En meiðslalukkan var nú tæmd og tíma-
bilið 2014-2015 var Sturridge töluvert frá vegna
meiðsla. Hann meiddist í landsleik og var frá í
þrjár vikur. En á æfingu meiddist hann aftur og
aftur var hann frá í þrjár vikur. Þegar það var
að lagast meiddist hann enn á ný og var frá í sex
vikur. Heilt yfir var hann frá í fimm mánuði og
þegar hann var að komast í form meiddist hann
enn á ný og þurfti að fara í aðgerð. Hann spilaði
aðeins 19 leiki þetta tímabili.
Síðan þá hefur hann varla borið sitt barr.
Tímabilið eftir skoraði hann vissulega mörk en
fréttir um meiðslavandræði hans voru meira
fréttaefni en markaskorun. Það sem af er þessu
tímabili hefur hann verið varaskeifa og spurning
hvort hann yfirgefi Liverpool í janúar, þremur
árum eftir að hann kom og lofaði að vera lengi
á Anfield. En hlutirnir eru fljótir að breytast í
fótbolta.
Á leikvanginum
nógu
Tölur Sturridge
Lið Leikir Mörk
Manchester City 21 5
Chelsea 63 13
Bolton 12 8
Liverpool 76 43
NafN: Daniel
Andre Sturridge
félag: Liverpool
TreyjuNúmer: 15
aldur: 27 ára
01-09-1989
Hæð: 188 cm
fæddiST í: Birmingham
Ég var ekki að
skrifa undir hÉrna
tiL að vera í tvö ár
og fara svo annað.
Daniel Sturridge
góður
Benedikt Bóas
Hinriksson
benediktboas@frettabladid.is
daniel sturridge sýndi bæði góða og
slæma takta gegn Tottenham. Hann er
orðinn varaskeifa í Liverpool og spurning
hvort hann færi sig um set í janúar.
danieL sturridge
er frábær Leik-
Maður seM hjáLpar
Liðinu.
Luis Suarez
Þetta voru kannski
ekki góð viðskipti
fyrir CheLsea.
Þetta Lítur iLLa út
Þegar Maður horfir
tiL baka.
Frank
Lampard
Sturridge ge
fur mikið a
f sér til
aðdáenda L
iverpool-lið
sins.
Íslenska lan
dsliðið átti
ekki í
erfiðleikum
með Sturrid
ge.
Klopp hefur
reynt mikið
að koma si
nni að-
ferðarfræði
í kollinn á S
turridge.
Sturridge he
fur aðeins b
yrjað fjóra
deildarleiki
það sem af
er tímabili.
2
9
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:3
9
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
1
C
-6
D
8
0
1
B
1
C
-6
C
4
4
1
B
1
C
-6
B
0
8
1
B
1
C
-6
9
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
1
2
s
_
2
8
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K