Fréttablaðið - 29.10.2016, Qupperneq 95
Mér hefur alltaf
fundist sérstak-
lega gaMan að Mála Með
vatnslituM
www.forlagid.i s | Bókabúð Forlagsins | F isk islóð 39
FURÐUR
OG ÓGN
Sölvi Björn Sigurðsson
er tvímælalaust einn af
beittustu pennum sinnar
kynslóðar og tekst hér á við
samtímann í metnaðarfullu
skáldverki sem er í senn
breið raunsæissaga og fullt
af furðum og ógn.
„Frábærlega
vel skrifuð bók;
meinfyndin,
tregafull og
undurfalleg.“
BERGSTEINN SIGURÐSSON
FRÉTTABLAÐIÐ
(um Síðustu daga móður minnar)
Listmálarinn Hafsteinn Austmann
opnaði sýningu með verkum sínum
í Smiðjunni listhúsi að Ármúla 36 í
gær, föstudag. Þar eru sýndar vatns-
litamyndir eftir Hafstein, en hann er
með þekktustu myndlistarmönnum
landsins.
,,Þetta eru verk frá ýmsum tímum,
allt frá 1957-2012 og spanna því
hálfa öld, og því fjölbreytt flóra.
Mér hefur alltaf fundist sérstaklega
gaman að mála með vatnslitum,“
segir listamaðurinn, sem er rúmlega
áttræður að aldri.
Til þessa hefur Hafsteinn haldið
rúmlega 30 einkasýningar og tekið
þátt í miklum fjölda samsýninga
víða um heim. Sömuleiðis eru verk
Hafsteins að finna í öllum helstu
listasöfnum Norðurlanda og í Nor-
ræna fjárfestingarbankanum. Verk
hans hafa enn fremur hlotið ýmsar
viðurkenningar, meðal annars
alþjóðlegu Windsor & Newton-
verðlaunin fyrir vatnslitamyndir.
Hafsteinn hefur einnig hlotið
tvenn verðlaun fyrir útilistaverk
og gert keramikmynd fyrir Borgar-
spítalann.
„Hafsteinn Austmann er einn
af bestu listmálurum sinnar kyn-
slóðar. Verk eftir hann vekja ávallt
mikla athygli og þykja mjög eftir-
sótt,“ segir Bjarni Sigurðsson, eig-
andi Smiðjunnar listhúss. Sýningin
er opin til 10. nóvember næstkom-
andi. – mg
Fjölbreytt verk sem spanna hálfa öld
Ein af myndum Hafsteins á sýningunni í Smiðjunni.
Mikið verður um dýrðir í Hall-
grímskirkju í næstu viku þegar 30
ára vígsluafmælis Hallgrímskirkju
verður minnst með margvíslegum
hætti.
Meðal annarra viðburða verður
tímamótanna minnst með stór-
glæsilegum tónleikum í dag kl.
19 og á morgun kl. 17. Hátíðlegur
lúðraþytur og pákuslög ásamt glæsi-
legum söng og hljóðfæraslætti fylla
hvelfingar Hallgrímskirkju þegar
Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt
Alþjóðlegu barokksveitinni í Hall-
grímskirkju (áður Den Haag) flytja
glæsilegu hátíðarverkin Fanfare og
Te Deum eftir Charpentier og Messu
nr. 1 í F-dúr eftir J.S. Bach á hátíðar-
tónleikum í tilefni af 30 ára vígsluaf-
mæli Hallgrímskirkju, en kirkjan
var vígð 26. október 1986.
Hljóðfæraleikararnir koma sér-
staklega til landsins til að leika á
þessum tónleikum og koma þeir
m.a. frá París, Madrid, Lissabon,
Sidney, Chicago, New York, Lond-
on, München, Basel, Amsterdam
og Kaupmannahöfn auk þess sem
nokkrir Íslendingar sem hafa sér-
hæft sig í flutningi barokktónlistar
leika með barokksveitinni.
Mótettukór Hallgrímskirkju
hefur lengi verið meðal fremstu
kóra Íslands. Verkefnalisti kórsins
er langur og fjölskrúðugur. Þar má
finna fjölmargar óratóríur, passíur
og sálumessur en líka kórverk án
undirleiks frá ýmsum tímum, auk
þess sem kórinn hefur frumflutt
fjölda íslenskra tónverka. Mót-
ettukórinn hefur farið í margar
tónleikaferðir og sungið í helstu
dómkirkjum Evrópu og tekið þátt
í listahátíðum hér á landi sem
erlendis.
Einsöngvararnir hafa allir tengst
listastarfi Hallgrímskirkju um ára-
bil og eru þrír þeirra m.a. meðlimir
í Schola cantorum. En einsöngvarar
á tónleikunum verða þau Sigríður
Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran,
Auður Guðjohnsen alt, Oddur A.
Jónsson bassi, Thelma Sigurdórs-
dóttir sópran og Guðmundur Vignir
Karlsson tenór og stjórnandi er
Hörður Áskelsson. Það verður því
sannkölluð hátíðarstemning í Hall-
grímskirkju um kosningahelgina.
– mg
Hátíðartónleikar
á vígsluafmæli
Mótettukór Hallgrímskirkju hefur lengi
verið í fremstu röð kóra á Íslandi.
M e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 51L A U g A R D A g U R 2 9 . o k T ó B e R 2 0 1 6
2
9
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:3
9
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
1
C
-2
D
5
0
1
B
1
C
-2
C
1
4
1
B
1
C
-2
A
D
8
1
B
1
C
-2
9
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
1
2
s
_
2
8
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K