Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.07.2016, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 16.07.2016, Qupperneq 4
Tölur vikunnar 10.07.2016-16.07.2016 8.340 íslensk vegabréf voru gefin út í maí. Útgefnum vega- bréfum fjölgaði um 10,4 prósent milli ára. 74% hækkun hefur orðið á meðalkaupverði sumarhúsa á Vesturlandi frá 2008 til 2015. 22. sæti skipar íslenska karlalandsliðið á nýjasta styrkleikalista Alþjóða- knattspyrnusambandsins. 42.000 tonn var fiskafli íslenskra skipa í júní. Er það 43% minni afli en í júní í fyrra. Á 12 mánaða tímabili hefur heildarafli dregist saman um 262 þúsund tonn á milli ára. króna fær Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, í mánaðarlaun eftir að kjararáð hækk- aði laun hennar um 29 prósent. 1,3 milljónir 560.000 nýja flugmenn þarf í heiminum á næstu 16 árum, þar af 95.000 í Evrópu. Sema Erla Serdar formaður Sam- fylkingarinnar í Kópavogi kveðst ekki vita hvernig stúlka fædd og uppalin á Íslandi varð hold- gervingur íslamstrúar á landinu. Sema hefur í langan tíma setið undir grófu persónuníði vegna uppruna síns en hún er hálfur Tyrki. Hún segist vera fædd inn í þjóðkirkjuna, skírð og fermd. Hún fylgi hins vegar engri trú, ekki frekar en nokkur í hennar fjölskyldu hér heima eða úti. Nú hefur Sema látið lögregluna vita af níðinu. Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra efast um að Mjólkur- samsalan hafi brotið gegn sam- keppnislögum, eins og úrskurður Samkeppnis- eftirlitsins kveður á um. Mikilvægt sé að halda í það kerfi sem er við lýði fyrir umsýslu mjólkur vegna smæðar landsins og þess hve bændur eru dreifðir. MS ber að greiða 480 millj- óna króna stjórnvaldssekt vegna alvarlegra brota á samkeppnis- lögum. Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB segir tuga prósenta launahækkanir kjararáðs til for- stöðumanna ríkisstofnana í ósamræmi við SALEK-samkomu- lagið sem tryggja eigi að einstaka hópar hækki ekki umfram aðra en það kalli alltaf á kröfu um leiðrétt- ingar. Elín Björg segir hækkunina auka á ójöfnuð í samfélaginu og ekki hægt að sætta sig við hana. Þrjú í fréttum Rasismi, mjólk og launahækkanir fasTeignir Grunnur að 159 fermetra sumarhúsi á besta stað við vatnið í Þingvallaþjóðgarði er nú til sölu hjá Fasteignamarkaðnum. Það eru hjónin Sólveig Lára Magn- úsdóttir og Bogi Pálsson, oft kenndur við Toyota, sem eru að selja. Eignin er við Valhallarstíg nyrðri á bakka Þing- vallavatns og stendur á þrjú þúsund fermetra leigulóð í eigu ríkisins. „Gert er ráð fyrir um 80 fermetra verönd vatnsmegin við húsið og frá henni og stofum má njóta einstaks útsýnis yfir Þingvallavatn og fjalla- hringinn,“ er myndin sem dregin er upp af aðstæðum í sölulýsingu Fast- eignamarkaðarins. Óskað er tilboða en Guðmundur Th. Jónsson fasteignasali segir verð- hugmynd fyrir grunninn vera í kringum 85 milljónir. Fram kemur í auglýsingunni að efri hæð hússins verði 134 fermetrar og byggð úr timbri. „Er gert ráð fyrir forstofu, holi, svefngangi, barnaherbergi, hjóna- herbergi og öðru baðherbergi auk stórra stofa og eldhúss. Fyrirliggjandi teikningar gera ráð fyrir að húsið verði klætt að utan með varanlegri og vandaðri klæðningu, svo sem með kopar. Gert er ráð fyrir allt að 5,0 metra lofthæð í hluta efri hæðar húss- ins,“ er fyrirhugðu húsi nánar lýst. Sérinngangur er í kjallara þar sem vera á tæknirými og geymsla auk þess sem Fasteignamarkaðurinn segir að mögulegt væri að innrétta hluta kjallarans. Grunnur sumarhússins stendur á lóðinni þar sem áður stóð sumar- hús í eigu athafnakonunnar Sonju Zorilla sem síðar seldi eignina Vig- dísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Ástríður, dóttir Vig- dísar, eignaðist húsið í nóvember Grunnur að bústað í þjóðgarði Þingvalla er falur á 85 milljónir Óskað er tilboða í grunn að 159 fm sumarhúsi við Þingvallavatn skammt frá Valhallarreitnum. Seljendur hófu byggingu hússins á leigulóð ríkisins en lítið hefur verið um framkvæmdir síðan fyrir bankahrunið. Bústaðurinn verður engin smásmíði eins og dæma má af grunninum og kjallaranum sem bíður steyptur nýs eiganda. Mynd/FasteignaMarkaðurinn Þessi hlið mun snúa að Þingvallavatni. Mynd/tekton 2006 og seldi það eftir þrjá daga til hjónanna Aðalsteins Egils Jónas- sonar og Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ. Bogi og Sólveig keyptu síðan eignina í mars 2006. Strangar reglur gilda um stærð húsa innan þjóðgarðsins. Þó er heim- ilt að reisa hús á eldri lóðum jafnstór þeim sem fyrir voru. Bogi og Sól- veig létu rífa húsakostinn og fengu samþykktar teikningar að nýrri 159 fermetra byggingu. Á meðan á upp- steypu grunnsins og kjallarans stóð í aðdraganda bankahrunsins 2008 vakti athygli að notast var við þyrlur til að koma steypunni á staðinn líkt og átti við um framkvæmdir við nýtt hús Bakka vararbróðurins Ágústs Guðmundssonar þar rétt hjá. Enginn akvegur er að þessum lóðum. Ólíkt því sem á við um hús Ágústs Guðmundssonar, sem lokið var við nokkrum árum eftir hrunið, hefur lítið verið aðhafst í húsi Boga og Sól- veigar. Meðal annarra eigenda nærliggj- andi húsa á Valhallarstíg nyrðri má nefnda hjónin Birgi Þór Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttur, hjónin Eyþór Arnalds og Dagmar Unu Ólafs- dóttur, hjónin Þorbjörgu Helgu Vig- fúsdóttur og Friðrik Hallbjörn Karls- son og hjónin Vilhjálm Egilsson og Ragnhildi Pálu Ófeigsdóttur. fanney@frettabladid.is Vigdís Finnbogadóttir Ásdís Halla Bragadóttir Bogi Pálssonsonja Zorilla Fyrrverandi og núverandi eigendur á Valhallarstíg nyrðri 7 Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Dalbraut 1 • Hringbraut 35 • Fálkagötu 18 • Lönguhlíð PREN TU N .IS NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... 1 6 . j ú l í 2 0 1 6 l a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 1 6 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :3 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 0 4 -C 8 B 0 1 A 0 4 -C 7 7 4 1 A 0 4 -C 6 3 8 1 A 0 4 -C 4 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.