Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.07.2016, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 16.07.2016, Qupperneq 10
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Það eru engar varnir til sem geta komið í veg fyrir að sturlaður maður á 25 tonna trukki vinni grimmdarverk eins og það sem átti sér stað í Nice á Bastilludaginn. Það gefur bara falskar vonir að reyna að draga upp þá mynd að nokkur mann- legur máttur geti hindrað verknað af þessu tagi. Þetta var hörmulegur atburður og íbúar Nice, sem blásaklausir fögnuðu þjóðhátíð sinni á götum úti undir kjörorðunum frelsi, jafnrétti og bræðralag þegar brjálæðinginn bar að, eiga skilið allan þann stuðning sem umheimurinn getur veitt. En fátt virðist til ráða annað en samúðin. Það er þyngra en tárum taki að tugir saklausra borgara og meira að segja börn liggi í valnum eftir svona trylling. Þrátt fyrir góðan vilja og hástemmdar yfirlýsingar leiðtoga heimsins um að grípa til þeirra varna sem duga eru svona voðaverk unnin. Viðbrögð ráða- manna í okkar heimshluta, sem helsjúkir ofbeldis- seggir með ranghugmyndir telja táknmynd hins illa, gætu kynt undir brjálæðinu. Hollande, forseti Frakklands, hefur bætt þremur mánuðum við yfirlýst neyðarástand, sem kynnt var í framhaldi af Charlie Hebdo morðunum í janúar í fyrra og voðaverkunum í París í nóvember. Hann hefur enn og aftur lýst yfir einhvers konar stríði við ógn frá íslam. Brjálæðingunum, sem málið snýst um, er gert alltof hátt undir höfði. Það er tvíeggjað sverð. Ráðgert er að bæta tíu þúsund hermönnum í herinn. Boðaðar eru hertar aðgerðir í Írak og Sýr- landi. Í London og Washington hafa stofnanir sem vinna gegn hryðjuverkum hækkað viðbúnaðar- stig og Obama, forseti Bandaríkjanna, ráðfærir sig við þjóðaröryggissveitir. Það er erfitt að sjá hverju svona viðbrögð þjóna. Ofbeldismenn hafa alltaf misnotað tól og tæki. Bílasprengjur sprungu í Wall Street fyrir hundrað árum og mótorhjól voru notuð til að ráðast á fólk á götum úti seint á nítjándu öld. Ekki er hægt að banna stóra trukka af því að vitstola fólk getur breytt þeim í manndrápstæki. Við verðum að lifa með hættunum sem eru í umhverfinu. Við þurfum að horfast í augu við það. Kannski ætti Hollande frekar að verja þeim fjár- munum sem fara í að bæta 10.000 varaliðsmönnum í herinn í að leita leiða til að uppræta hatrið sem fest hefur rætur í ógæfufólki í hans samfélagi. Hugsanlega væri heillavænlegra fyrir hann að draga úr afskiptum af hildarleiknum sem á sér stað í Sýr- landi og Írak. Þau afskipti eru átyllur brjálæðing- anna sem drepa saklaust fólk í Frakklandi. Að trúa því að stjórnmálamenn á æðstu stöðum geti komið í veg fyrir svona ódæði með auknum vígbúnaði er óraunsæi, sem kemur í veg fyrir að málin séu reifuð af nauðsynlegri yfirvegun. Nær væri að fjárfesta í nýjum aðferðum í löggæslu – eða leita leiða til að hjálpa afvegaleiddum ungmennum, sem bera haturshug til samborgara sinna, leiða þeim fyrir sjónir að hatrið muni ekki sigra. Sturlun í Nice Brjálæðing­ unum, sem málið snýst um, er gert alltof hátt undir höfði. Það er tví­ eggjað sverð. Mín skoðun Þorbjörg Gunnlaugs Það ríkir samstaða í mjólkur- og ostakælinum þessa dagana. Við göngum þögul fram hjá vörum Mjólkursamsölunnar eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta fyrirtækið um 480 milljón krónur fyrir alvarleg samkeppnislaga- brot. Menn nikka hver til annars um leið og þeir raða vörum samkeppnisaðilanna í körfuna. Afhjúp- andi viðbrögð forstjóra MS í kjölfarið hjálpuðu ekki heldur. Það var auðvitað alveg rétt hjá honum að fyrirtækið ætlaði sér nefnilega að velta öllum kostnaðinum af sektinni beint yfir á neytendur. Það voru sennilega alls engin mismæli. Það er þess vegna sem samstaðan er svo sterk í mjólkurkælinum núna. Samstaðan í mjólkurkælinum Í þessu máli er Samkeppniseftirlitið vinur almenn- ings, enda eru samkeppnislagabrot brot gegn almenningi. Almenningur er hins vegar í óþarflega erfiðri stöðu þegar kemur að því að sýna hug sinn til MS í verki. Það eru of fáir aðilar á markaði til að beina viðskiptunum til. Í nokkur ár hafa mjólkur- vörurnar frá Örnu verið á borðum á mínu heimili, bæði vegna þess að þær eru mjög góðar en ekki síður vegna þess að fyrirtæki eins og Arna er nauð- synlegt mótvægi við risa á markaði. Þegar samkeppnisreglur komu fyrst fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum árið 1890 var til- gangurinn með setningu laganna sagður sá að vernda neytendur gegn háu verði og takmörkuðu framboði. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sagt samkeppnislög jafnmikilvæg fyrir efnahagslegt frelsi og stjórnarskráin er um vernd mannréttinda. Í ljósi þess hvað virk samkeppni á markaði er mikil- væg almenningi er ótrúlegt hvað stjórnvöld hafa lítið gert til að liðsinna almenningi um fleiri val- kosti og meiri samkeppni á þessum markaði. Úrval af erlendum landbúnaðarvörum gæti auðveldlega verið meira sem hefði jákvæð áhrif á samkeppni og verðlag og síðast en ekki síst: myndi gleðja þau okkar óskaplega sem höfum gaman af því að borða góðan mat. Matarkarfan er nefnilega stór hluti af lífi okkar allra, bæði hvað varðar útgjöld og hvers- dagshamingju. frjálst flæði fíkniefna? Innflutningur á landbúnaðarvörum hefur verið háður kvótum sem seldir hafa verið á háu verði á uppboði. Þessar leikreglur hafa tryggt að samkeppni frá erlendum vörum er ekki raunveruleg. Stefnan í landbúnaðarmálum er að sumu leyti refsistefna gegn almenningi, sem býr við hærra matarverð og skert vöruúrval vegna þessarar stefnu. Það er erfitt að átta sig á því hvort ræður meiru um þessa hug- myndafræði, hræðslan við eðlilega samkeppni eða hræðslan við erlendar landbúnaðarvörur. Landbún- aðurinn virðist í öllu falli vera erfiðasta vígi frjáls- lyndis. Á vettvangi stjórnmálanna virðist meira að segja auðveldara að ná í gegn með hugmyndina um frjálst flæði fíkniefna en að ætla að leyfa innflutning á erlendum landbúnaðarvörum. Á sama tíma og stjórnvöld eru einörð í afstöðu sinni í stríðinu gegn erlendu ostunum vex stuðningur við að endurskoða refsistefnuna í fíkniefnamálum og stuðningur við að afglæpavæða neyslu og vörslu á vægari ákveðnum fíkniefnum. afglæpavæðing ostanna Auðvitað er það að bera saman epli og appelsínur, að ræða um vörslu fíkniefna og vörslu á erlendum ostum. Staðreyndin er hins vegar sú að við leyfum ekki frjálsa neyslu erlendra osta. Hinn útlenski geitaostur er enn glæpavæddur. Það segir ákveðna sögu af pólitískum veruleika landbúnaðarins að það er líklegra að Alþingi geti samþykkt að afglæpavæða fíkniefni en að samþykkja óheftan innflutning á osti. Hún er augljóslega ekki lítil hættan sem menn telja að fylgi innflutningi á geitaosti. Stríðið gegn geitaostinum Meðferð við háræðasliti - Tilboð Ármúla 21, 2. hæð • S. 893 0098 • snyrtistofanhafblik@gmail.com Snyrtistofan Hafblik 10% afsláttur af 2 × 30 mín.meðferð 15% afsláttur af 3 x 30 mín.meðferð 20% afsláttur af 4 x 30 mín.meðferð Miðast við samfelldan meðferðartíma. Hljóðbylgjumeðferð Fjarlægir háræðaslit í andliti, háræða stjörnur, blóðblöðrur og skemmdir í húð eftir rósroða. Hversu margar meðferðir þarf? Algengt er 2-4 skipti, en misjafnt er hversu margar meðferðir þarf til að fjarlægja háræðaslit endanlega. 1 6 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R10 s k o ð U n ∙ F R É T T A B l A ð i ð SKOÐUN 1 6 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :3 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 0 5 -0 3 F 0 1 A 0 5 -0 2 B 4 1 A 0 5 -0 1 7 8 1 A 0 5 -0 0 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.