Fréttablaðið - 16.07.2016, Síða 26

Fréttablaðið - 16.07.2016, Síða 26
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Umsjónarmenn efnis: Sólveig gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, Vera einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447, Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Thora Karlsdóttir listakona sýnir skúlptúra á opnunar- hátíð Listasumars. Guðrún Þórsdóttir að störfum við undirbúning setningarhátíðar Listasumars. Hér er verið að hengja upp verk Thomas Aber cromby í Listagilinu. Listasumar verður sett í Listagilinu á Akur­ eyri kl. 14 í dag, laug­ ardag. Alls munu 25 listamenn frá fimm þjóðlöndum leggja hönd á plóginn með alls kyns uppákom­ um. Gjörningar ramma inn setning­ arhátíðina og veisl­ unni lýkur með há­ klassískum flutningi á þremur sónötum eftir J.S. Bach sem verður einnig eins konar gjörningur í samhengi við aðrar uppákomur í Gilinu. Listasumarið verður að þessu sinni styttra og kraftmeira en oft áður. Að sögn Guðrúnar Þórs­ dóttur, verkefnastjóra Listasum­ ars og Akureyrarvöku, er hug­ myndin að með því að láta hátíðina ná yfir styttra tímabil verði hún snarpari og kraftmeiri með skýr­ ari áherslum. „Hugmyndin er að skerpa fókusinn á þá viðburði sem hæst ber á þessum sex vikum en Listasumri lýkur með Akureyrar­ vöku síðustu helgina í ágúst. Ak­ ureyrarvaka verður þar með há­ punktur og eins konar uppskeru­ hátíð Listasumars.“ Setningarhátíð hefst klukkan tvö og lofar Guðrún því að Listagil­ ið fái þá sannkallað karnivalyfir­ bragð. „Kvennasveitin Herðubreið hefur leikinn og á sama tíma verð­ ur opnuð sýning á verkum Söndru Rebekku í Mjólkurbúðinni.“ Síðan fara gjörningarnir af stað einn af öðrum. Thora Karlsdóttir sýnir gjörninginn „Saman saumaður“ fyrir utan vinnustofu sína, kín­ verska listakonan Bobby Pui frem­ ur matargjörning í Deiglunni, Jón­ ína Björg Helgadóttir gengur um bæinn, dregur með sér vagn og spjallar um listir við fólk, skoski listamaðurinn Thomas Aber­ cromby sýnir risastórt myndverk sem strengt er á milli Listasafnsins og Ketilhússins og Viktoría Blöndal og Atli Sigþórsson hefja Ritlista­ smiðju sína í sal Myndlistarfélags­ ins fyrir unga jafnt sem aldna, svo fátt eitt sé nefnt. Um kvöldið held­ ur Sniglabandið síðan tónleika á Græna hattinum. „Á Listasumar eiga allir listvið­ burðir erindi og allar listgreinar. Við viljum endilega að þeir sem standa fyrir viðburðum af ein­ hverju tagi á Akureyri á þessu tímabili skrái sig hjá okkur svo áhugasamir geti fundið allar upp­ lýsingar á einum stað. Við verðum svo virk á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Instagram,“ segir Guðrún og bendir á síðuna lista­ sumar.is til skráningar og upplýs­ inga. Guðrún er sjálf aðfluttur Akur­ eyringur sem hefur búið og starf­ að í bænum í tólf ár. „Það var ástin sem dró mig til Akureyrar og ég náði svo líka að verða ástfangin af Akureyri. Það er svo stutt í allt að tíminn nýtist fjölskyldunni miklu betur til samvista. Svo tekur mjög stuttan tíma að komast upp á fjöll eða út í náttúruna. Hér er mjög mikið næði sem ég kann vel að meta. Og svo náttúrlega lista­ og menningarlífið.“ Allar nánari upplýsingar má finna á listasumar.is og á Face book og Instagram undir Listasumar á Akur eyri. Stutt og kröFtugt liStaSumar Karnivalstemming verður allsráðandi í Listagilinu á Akureyri en Listasumar verður sett í dag og stendur fram á Akureyrarvöku. Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind – Levi ś Glerártorgi ÚTSALA - ÚTSALA 50% 1 6 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R2 F ó l k ∙ k y n n i n G A R b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n i n G A R b l A ð ∙ h e l G i n 1 6 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :3 8 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 0 4 -F A 1 0 1 A 0 4 -F 8 D 4 1 A 0 4 -F 7 9 8 1 A 0 4 -F 6 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.