Fréttablaðið - 16.07.2016, Side 28

Fréttablaðið - 16.07.2016, Side 28
Gústaf Jarl Viðarsson, skógarvörður í Heiðmörk, lofar góðri skemmtun í dag en Skógarleikarnir 2016 hefjast klukkan 14. mynd/Eyþór Hindberjastykki með Höfrum 1 msk. kókosolía, bráðin ½ bolli eplamauk, ósætt 1/3 bolli léttmjólk 1 msk. hunang 1 msk. kanill 2 ½ bolli grófir hafrar 1 bolli hindber Hitið ofninn í 180 gráð- ur og smyrjið ofn- skúffu. Hrærið saman olíu og eplamauki þar til mjúkt. Bætið mjólk, hunangi og kanil út í og blandið vel saman. Hrærið hafrana út í blönduna og passið að velta þeim vel um. Bland- ið berjunum varlega saman við. Pressið blönduna ofan í ofnskúff- una og bakið í 16 til 19 mínútur. Látið kólna áður en kakan er skorin í stykki í þægilegri stærð. Vefjið hvert stykki í plast og geymið í kæli. amyshealthybak- ing.com Seig og sæt hindberjastykki með í gönguferðina  „Okkur hafði langað til að halda skógarhátíð um nokkurn tíma þegar við létum loks verða af því á síðasta ári. Leikarnir í fyrra heppnuðust mjög vel og voru bæði fjölmennir og skemmtilegir. Ætl- unin er að Skógarleikarnir verði árlegur viðburður hér í Heið- mörk,“ segir Gústaf Jarl Viðars- son, skógarvörður og stjórnandi Skógarleikanna 2016, en Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur blæs til leikanna í dag í Heiðmörk, milli klukkan 14 og 17. Grill oG ketilkaffi Gústaf lofar gestum góðri skemmtun í Furulundi. Gestir geti fengið sýnikennslu í tálgun og þá verður eldsmiður að störf- um í skóginum og sýnir gamal- gróin handtök. Borðtennisborð og ýmis skógarleiktæki verða einn- ig í lundinum og þá verður öllum boðið í grillveislu. Skógarbrauð verður grillað yfir varðeldi og boðið upp á rjúkandi ketilkaffi. Gústaf segir leikana haldna að baltneskri og bandarískri fyrir- mynd og munu skógarhöggsmenn af Suður- og Vesturlandi keppa sín á milli í skógarhöggsgreinum. axarkast oG stauraklifur „Það hafa átta skógarhöggsmenn skráð sig til leiks. Þeir keppa í nokkrum greinum svo sem að höggva boli í stundur með öxi og í að afkvista boli. Keppt verð- ur í axarkasti og einnig í staura- klifri og að rúlla bolum með prik- um. Það er misjafnt milli greina hversu margir keppa, menn hafa sínar sérgreinar. Í flestum þeirra snýst þetta um að vera sem fljót- astur,“ útskýrir Gústaf. Dómari fylgist með keppend- um og dæmir eftir hraða en einn- ig vinnubrögðum. „Það má ekki skilja eftir stubba í kvistunum,“ segir Gústaf og ítrekar: „Það þarf að kunna dálítið fyrir sér í axar- beitingu svo engin hætta sé á ferð- um. Það mega aðeins skógarhöggs- menn keppa í þessum greinum en gestir fá svo að spreyta sig í axar- kastinu. Það er ekkert hættulegt en í það eru notaðar sérstakar kastaxir.“ köflótt stemminG Gústaf segir skógarhögg á Íslandi enn sem komið er hálfgert karla- sport og að einungis karlar séu skráðir til leiks á Skógarleikun- um í ár. „Þetta eru allt karlar sem keppa í ár, því miður. Það hafa komið kvenkyns skógarhöggsmenn til okkar frá Danmörku en þær komast ekki í ár,“ segir Gústaf. Hann reiknar með að draga fram einkennisbúning skógarhöggs- mannsins í tilefni dagsins, köfl- ótta skyrtu, en vill þó ekki eigna íslenskum skógarhöggsmönnum hið vinsæla tískutrend, „lumber- jack“ þó að það hafi ekki farið fram hjá þeim. „Jú, maður hefur tekið eftir þessari tísku, hipsterar og forrit- arar sem vilja líta út eins og skóg- arhöggsmenn,“ segir hann hlæj- andi. „Það er bara skemmtilegt ef fólk horfir til náttúrunnar varð- andi tísku og finnst skógarmenn- ingin flott,“ bætir hann við og kannast einnig við vinsældir raun- veruleikaþátta á sjónvarpsstöðv- unum Discovery og History chann- el, þar sem skógarhöggsmenn eru í aðalhlutverki. „Okkur finnst nú ekki leiðinlegt að horfa á þessa þætti og bröllum meira að segja ýmislegt sjálfir. Það stendur jafnvel til að byggja bjálkakofa frá grunni hér í Heið- mörk einhvern daginn en það er vel hægt að byggja bjálkakofa úr íslenskum trjám.“ Skógarleikarnir hefjast í Furu- lundi í Heiðmörk í dag klukkan 14. heida@365.is axarkast oG stauraklifur í Heiðmörk Skógarleikarnir 2016 fara fram í Heiðmörk í dag. Þetta er annað árið í röð sem Skógræktarfélag Reykjavíkur efnir til leikanna. Nokkrir af færustu skógarhöggsmönnum landsins munu leiða saman hesta sína í hefðbundnum skógarhöggsgreinum og verður gestum boðið til veislu. Hollt og orkumikið nesti er gott að græja fyrir helgina. nordicpHotoS/GEtty Gleraugnaverslunin Eyesland 5. hæð Glæsibæ www.eyesland.is S: 577-1015 Létt og þægileg í veiðina Veiðigleraugu með og án styrktarglugga Kíktu við og mátaðu! Skógarleikarnir hefjast í Furulundi í Heiðmörk í dag klukkan 14. 1 6 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R4 F ó l k ∙ k y n n i n G A R b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n i n G A R b l A ð ∙ h e l G i n 1 6 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :3 8 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 0 5 -0 D D 0 1 A 0 5 -0 C 9 4 1 A 0 5 -0 B 5 8 1 A 0 5 -0 A 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.