Fréttablaðið - 16.07.2016, Side 39

Fréttablaðið - 16.07.2016, Side 39
| AtvinnA | LAUGARDAGUR 16. júlí 2016 11 Ritari óskast 1/2 daginn Rótgróin fasteignamiðlun leitar að ritara til starfa frá kl. 13-17 virka daga. Starfið felst í afgreiðslu viðskiptavina, símsvörun, skjalavinnslu og almennum ritarastörfum. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður í vinnubrögðum, hafa góða þjónustulund, vera stundvís og geta hafið störf sem fyrst. Söluhæfileikar er kostur. Áhugasamir sendið inn svar á box@frett.is merkt ,,Ritari-1106“ Prentmet er framsækin prentsmiðja með höfuðstöðvar að Lynghálsi 1 í Reykjavík og útibú á Akranesi og Selfossi Vélamaður á límingarvél í Prentmet Reykjavík Starfið er aðallega fólkið í innstillingu og keyrslu á límingarvél. Leitað er eftir duglegum, áræðanlegum, nákvæmum og handlögnum einstaklingi. Þjálfun í boði fyrir réttan aðila. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri mannauðsmála, ingasteina@prentmet.is, s. 856 0601. Atvinnuumsókn er á prentmet.is/um-okkur/atvinnuumsokn Umsóknarfrestur er til 27. júlí n.k Prentmet er framsækið fyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir og hágæða prentun þar sem hraði, gæði og persónuleg þjónusta fara vel saman í framleiðslunni. Lögð er rík áhersla á að starfsfólki líði vel á vinnustað. StaRfSmaðuR óSk a St - - heildarlausnir í prentun Spennandi starf á Suðurlandi Atvinnutækifæri hjá Lyfju í Laugarási í Bláskógabyggð Lyfja hf. leitar að metnaðarfullum og sjálfstæðum lyfjatækni, eða starfsmanni með mikla reynslu af apóteks- eða verslunarstörfum, til afleysingar fyrir umsjónarmann í útibúi okkar í Laugarási. Ráðið er til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Vinnutími er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00–16:30 og föstudaga frá kl. 10:00–13:00. Starfs- og ábyrgðarsvið: Starfsmaður annast umsýslu lyfseðla auk þess að veita viðskiptavinum ráðgjöf um val á lausasölulyfjum og vörum. Um er að ræða spennandi starf og tækifæri fyrir metnaðarfullan aðila. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf þann 1. september nk. en það er umsemjanlegt. Hæfniskröfur: • Lyfjatæknimenntun eða mikil reynsla úr apóteki eða verslun. • Stjórnunarhæfileikar, rík þjónustulund og samskiptahæfni. • Áreiðanleiki, metnaður og skipulögð vinnubrögð. Möguleiki er á leigu á húsnæði nálægt útibúinu. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. og tekið er við umsóknum á vefslóðinni www.lyfja.is Í samræmi við jafnréttisáætlun Lyfju hf. eru karlar jafnt sem konur hvattir til þess að sækja um stöðu hjá fyrirtækinu. Nánari upplýsingar veitir Vilborg Halldórsdóttir, lyfsali Lyfju á Selfossi, sími 482 3000, vilborg@lyfja.is eða Hallur Guðjónsson, starfsmannastjóri Lyfju, sími 530 3800. Vinnumálastofnun Deildarstjóri tölvudeildar Verkefni og ábyrgð: • Dagleg stjórnun tölvudeildar • Þarfagreining vegna viðhalds og framþróunar tölvukerfa stofnunarinnar • Verkefnastýring og eftirlit með aðkeyptri forritunarvinnu • Rekstur tölvukerfa • Notendaþjónusta Menntunarkröfur: Tölvunarfræði eða önnur sambærileg menntun. Hæfni- og færnikröfur: • Góða þekkingu á uppsetningu og viðhaldi SQL gagnagrunna • Þekking á HTML, Lotus Notes og Navision. • Starfsreynsla á sviði tölvumála. • Góð þekking á Office vöndlinum. • Þekking á uppsetningu stýrikerfa (Vista, Win7). • Góð íslenskukunnátta, einkum ritmál. • Góð enskukunnátta. • Stjórnunarreynsla. • Mikil samskipta- og samningahæfni. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- ráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sækja skal um starfið á Starfatorgi: www.starfatorg.is starfið er með númerið 201607/967 Umsóknarfrestur er til og með 2. ágúst 2016. Nánari upplýsingar um starfið veita Margrét Gunnarsdóttir sviðsstjóri (margret.gunnarsdottir @vmst.is) og Vilmar Pétursson (vilmar.petursson @vmst.is) mannauðsstjóri í síma 515-4800 . Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða deildarstjóra tölvudeildar. Tölvudeildin er staðsett í Kringlunni 1, 103 Reykjavík og þjónustar allar starfsstöðvar stofnunarinnar. Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri upplýsingatækni og rannsóknasviðs. Vinnumálastofnun Kringlunni 1, 103 Reykjavík Sími 515 4800 www.vmst.is Fyrirmyndarþjónusta Virðing Áreiðanleiki Lögfræðingur Óbyggðanefnd auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings á skrifstofu nefndarinnar. Um er að ræða fullt starf. Óbyggðanefnd er úrskurðarnefnd á stjórnsýslustigi, skipuð af forsætisráðherra, og hefur það hlutverk að skera úr um eignarréttarlega stöðu lands á grundvelli laga nr. 58/1998. Menntunar- og hæfniskröfur: • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði. • Færni til að geta unnið sjálfstætt á skipulagðan og agaðan hátt. • Mjög gott vald á rituðu máli. • Færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót. • Hæfileikar til að vinna að fjölbreyttum verkefnum í krefjandi starfsumhverfi. • Æskilegt er að viðkomandi búi yfir sérhæfingu á svæði eignarréttar og hafi reynslu af sambærilegum störfum. Á það sérstaklega við um sérhæfingu á sviði þjóðlendu- mála. Helstu verkefni munu felast í undirbúningi að úrskurðum óbyggðanefndar auk annarra tilfallandi verkefna. Ráðningartími er frá 1. september 2016. Um launakjör fer eftir kjarasamningi fjármála- og efna- hagsráðherra og Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu sendar óbyggðanefnd, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík, eða á netfangið: postur@obyggdanefnd.is. Umsóknarfrestur er til 2. ágúst 2016. Umsóknir gilda í sex mánuði frá birtingu þessarar auglýs- ingar. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri, í síma 563 7000 eða 862 2847. 1 6 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :3 8 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 0 4 -E 1 6 0 1 A 0 4 -E 0 2 4 1 A 0 4 -D E E 8 1 A 0 4 -D D A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.