Fréttablaðið - 16.07.2016, Side 58

Fréttablaðið - 16.07.2016, Side 58
Lestrarhestur vikunnar Ólafur Kári Bjarnason Að venju efna Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið til sumarlesturs á meðal barna. Fyrir hverja lesna bók skrá lesendur nafn sitt og titil bókarinnar á þar til gerða miða og setja í pott sem dregið er úr vikulega. Lestrarhestur vikunnar hlýtur bók að launum. Hvað er skemmtilegast við bækur? Mér finnst svo skemmti- legt að lesa! Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Síðast las ég bók í seríunni Óvættaför. Hún er um strák sem heitir Tom og er að reyna að sigra óvættina sex og er vinkona hans Elena að hjálpa honum. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Hún heitir Dregið að landi eftir Árna Árnason og er um tvær stelpur sem voru svo matvandar og þurfti pabbi þeirra að draga þær að landi og borða matinn þeirra og varð rosalega feitur. Hvers lags bækur þykir þér skemmtilegastar? Mér finnst svona spennusögur og fantasíur skemmtilegastar eins og Óvætta- för. Í hvaða skóla gengur þú? Ég er í Hlíðaskóla. Ferðu oft á bókasafnið? Ég fer í Sólheimasafn og í Hlíðaskóla er bókasafn og ég fer mikið þangað og svo fer ég líka í Bókabílinn. Hver eru þín helstu áhugamál? Helstu áhugamál mín eru fótbolti og lestur. Ef þú skrifaðir bók, um hvað væri hún og hvað ætti hún að heita? Bókin væri annaðhvort um fótbolta eða eitthvað í stíl við Óvættaför. Þegar ég væri búinn að skrifa bókina myndi ég finna titil á hana. Ólafi Kára finnst spennusögur og fantasíur skemmtilegastar. Bragi Halldórsson 208 svar: A Getur þú hjálpað Konráði? Veist þú hvað þetta blóm heitir? Er þetta: A. Hvítsmári B. Smjörblóm D. Vallhumall Á grasflöt sem þau félagarnir gengu fram á voru víða hvítar breiður af einhverjum litlum blómum. „Forvitnilegt væri að vita hvaða blóm þetta er,“ sagði Konráð. „Til hvers?“ spurði bara vera þarna?“ Kata var bersýnilega ekki í sínu besta skapi í dag. „Ég er kannski bara svona fróðleiksfús,“ sagði Konráð. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Kárs- nesskóla í Kópavogi. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst skemmtileg- ast að leika mér með stóra Star Wars karla og setja þá saman. Hvað ætlar þú að gera í sumar­ fríinu? Ég er búinn að fara á skáknámskeið, hjólabrettanám- skeið og á tennis- og leikjanám- skeið. Núna er ég í heimsókn hjá ömmu minni í húsinu hennar á Hofsósi. Svo fer ég til Svíþjóðar og Noregs. Hver eru áhugamál þín? Áhuga- mál mitt eru tölvuleikir. Hvað er uppáhaldsdýrið þitt? Uppáhaldsdýrið mitt eru kettir, sérstaklega Kári, kötturinn minn og Stella, kisan hennar Kötlu systur minnar. Ertu að æfa eitthvað? Já, ég er að æfa karate eins og pabbi minn og er kominn með gult og hvítt belti. Með gula og hvíta beltið Ívar Kolbeinsson er sjö ára gamall og býr í Kópavogi. Hann æfir karate eins og pabbi hans. Uppáhaldsdýrin hans eru kettirnir Kári og Stella. Ívar dýrkar kettina Kára og Stellu. Fréttablaðið/Úr EinKaSaFni Allir leiðast í hring og standa kyrrir nema einn sem er utan við hringinn og stillir sér upp á bak við einn (hér Siggu). Þegar komið er að „Inn og út um gluggann“ í vísunni leggur Sigga af stað inn í hringinn, gengur til vinstri og fer undir armana á krökkunum í hringnum sem nú halda höndunum uppi, en leiðast áfram og fara undir hendurnar á þeim sem standa í hringnum. Þegar komið er að þeim síðasta tekur sá næsti við: lagið sem sungið er með: Nem ég staðar bak við hana Siggu, nem ég staðar bak við hana Siggu. Nem ég staðar bak við hana Siggu svo fer hún sína leið: Inn og út um gluggann, inn og út um gluggann, inn og út um gluggann og alltaf sömu leið. (fengið af leikjavefurinn.is) Leikur vikunnar Inn og út um gluggan ALLAR HELGAR 365.is Sími 1817 Afinn sem allir elska og fjörugu vinkonurnar Skoppa og Skrítla skemmta börnum og foreldrum á laugardags- og sunnudagsmorgnum á Stöð 2. HELGARFJÖR FYRIR FLOTTASTA FÓLKIÐ 1 6 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R30 h e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 1 6 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :3 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 0 4 -D C 7 0 1 A 0 4 -D B 3 4 1 A 0 4 -D 9 F 8 1 A 0 4 -D 8 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.