Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Page 4

Víkurfréttir - 19.12.1985, Page 4
JÓLABLAÐ 1985 VÍKUR-fréttir Jólamatseðillim BÁKAÐIR FERSKIR SVEPPIR fylltir með hvítlaukssmjöri 0 , LETTREYKTAR FYLLTAR 1S GRÍSARIFJUR „ T i 1< ' i BAKAÐAR PERUR „Amaretto“ Bakaðir, ferskir sveppir fylltir með hvítlaukssmjöri 6 stk. pr. mann. Þvoið sveppina vel úr köldu vatni og þerrið. Losið stöngulinn úr. Fyllið holuna með hvítlauks- smjöri. Smjörið: 250 gr. smjör (lint) Fínt saxaðir sveppastönglar 3 rif hvítlaukur - pressaður /i tsk. jurtakraftur (Picanta) 1 búnt söxuð steinselja /i tsk. paprikuduft 1 msk Worchestersósa Hrærið vel saman. Gott er að láta smjörið standa um tíma eftir að búið er að hræra það. Leggið þar næst i eldfast form og bakið uns smjörið fer að krauma. Borið fram með grófu snittubrauði og dýftð í bráðið smjörið. Léttreyktar fylltar grísarifjur Skerið í rifjurnar með beittum hníf, í breiðari end- ann, sem næst miðju. Passið að skera ekki út úr. Fyllið í gatið með mauki úr ca. Vi ananas, bita af Brieosti, Dijon sinnepi, örlitlu karrý og timian. Lokið með tré- pinna eða saumið fyrir. Veltið þar næst upp úr rúgmjöli krydduðu með salti og pipar eftir smekk. (Þeytið saman 2 egg, 4-5 msk rjóma og 1 tsk timian. Dugir fyrir 6). Steikið úr vel heitu smjöri í 3-5 mín. á hvorri hlið, en passið ykkur á að brenna ekki hjúpinn. Leggið í ofnskúffu og bakið í ofni í 3á-1 klst. Hell- ið rauðvínsglasi yfir og látið krauma í því, við 150-200°. Lagið sósu úr soðinu úr skúffunni, 1 söxuðum lauk, /i Brieosti, !4 1 rjóma og e.t.v. glasi af rauðvíni og 1 tsk rifsberjasultu. Kryddið með kjötkrafti og timian. Bakaðar perur „Amaretto“ Afhýðið perurnar, skipt- ið eftir endilöngu og fjar- lægið kjarnhúsið. Leggið í eldfast fat. Hellið yfir Amaretto líkjör (möndlulíkjör) ca. 1- 2 glösum. Bakið í vel heitum ofni uns perurnar eru orðnar meyrar (ljós- brúnar). Upplagt er að láta þær malla í ofninum meðan rifjurnar eru snæddar. Takið þar næst pönnu, bræðið 2 msk smjör, 6-8 msk sykur - brúnið. Leggið perurnar á pönnuna og veltið upp úr sykrinum. Hellið því næst safanum úr fatinu ásamt Vi glasi af líkjör og kveikið í. Borið fram með þeyttum rjóma eða ís. Verði ykkur að góðu. Ögmundur Rúnar Marvinsson, yfirkokkur á Búðum, Snæfellsnesi JÓLAFÖNDUR í MYLLUBAKKASKÓLA Jólaföndur var í Myllubakkaskóla í keflavík um næst síðustu helgi. Þátttaka var að venju mjög góð, enda föndurdagarnir skemmtileg tilbreyting fyrir foreldra og börn þeirra frá hinu hefðbundna daglega amstri. Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri - pket. Ungir sem eldri föndra af kostgæfni.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.