Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ 1985 Votiorðslaus jðlatré Er Rainbow Hope kom til Njarðvíkur í síðustu viku stöðvaði Tollgæslan á Suðurnes|um einn gám úr skipinu. Astæðan var sú að í gámi þessum voru jólatré ætluð tii skreytinga uppi á flugvelli, en trjánum fylgdu engin heilbrigðisvottorð. Oll jólatré sem flutt eru inn í landið þarf áður að sprauta með sóttvarnarefni og koma vottorð með þeim um að slíkt hafi átt sér stað og síðan gefur landbúnað- arráðuneytið heimild til innflutnings ef allir pappír- ar eru í lagi. Þegar ljóst var að vott- orðin voru ekki í lagi var þeirra aflað og gaf ráðu- neytið síðan grænt ljós á innflutninginn og heimilaði tollgæslan þá innflutning á þeim upp á flugvöll, eftir að trén höfðu verið í gámum á hafnarbakkanum í Njarð- vík í rúman sólarhring. epj. Flugeldasala Stakks Enn er liðið heilt ár og stundum vitum við ekki hvað orðið hefur um allan þennan tíma. Við erum þó flest nokkuð ánægð með þetta tímabil hverju sinni. Og hefur það verið venja okkar að koma saman með vinum og ættingjum og gera okkur glaðan dag. Há- punktur þessa hátíðahalda er gamlárskvöld og eins og venjulega höfum við versl- að eitthvað smávegis af flugeldum og blysum til að kveðja gamla árið. Eins og venjulega býður Björgunarsveitin Stakkur bæjarbúum flugelda til sölu. Sveitin notar hagnað af flugeldasölu til að fjár- magna starfsemi sína og hefur sú fjármögnun gengið mjög vel, og eiga bæjarbúar svo sannarlega þakkir skilið fyrir sitt jákvæða hugarfar í garð sveitarinn- ar. Sveitin hefur staðið í stórræðum að undanfömu og stendur í raun enn. Fyrirhugað er að taka nýja húsnæðið í notkun í endað- an febrúar n.k. og verður húsið þá fullbúið. Flugelda-útsölustaðir verða eins og hér segir: Eins og venjulega í skúr við gömlu Fiskiðjuna, í miðbænum og svo heljar- mikill markaður í nýja húsinu við Iðavelli gegnt Bifreiðaeftirlitinu. Stakksfélagar bjóða alla Suðurnesjamenn hjartan- lega velkomna, og biðja um leið fólk að lesa leiðarvís- ana sem fylgja flugeldum og blysum og fylgja þeim út í æsar. Þannig getum við átt gleðilegt áramót og allra fyrst slysalaus. Þar að auki mun sveitin starfrækja heimsendingar- þjónustu alla dagana milli jóla og nýárs og verður þá hægt að fá tvenns konar fjölskyldupoka senda heim. Síminn er 1916 og er honum svarað frá 10 á morgnana til kl. 22. Félagar i Björgunarsveit- inni Stakk óska Suður- nesjamönnum öllum nesjamönnum öllum gleði- legrar hátíðar og þakka hjartanlega fyrir samstarf- ið á árinu sem er að líða. Þ.M. Gneistar til grips - Ný Ijóðabók eftir Kristin Reyr Út er komin hjá bókaút- gáfunni Letri í Kópavogi ný ljóðabók: GNEISTAR TIL GRIPS eftir Kristin Reyr. Hann er löngu þjóð- kunnur fyrir ljóð sín, leik- rit og sönglög. Hafa nú komið út eftir hann ellefu ljóðabækur, átta leikrit og fimm sönglagahefti. Enn- fremur ritsafn og úrval Suðurnesjaljóða á snældu. Kristinn Reyr á sér fjöl- breytta strengi á hörpu og hefur frá fyrstu tíð verið í hópi þeirra, sem yrkja jöfn- um höndum háttbundið og í því frjálsa formi, er reynd- ist vaxtarbroddur íslenskri ljóðagerð undanfarna ára- tugi. I verkum Kristins er per- sónulegur tónn og hefur hann eignast fastan les- endahóp gegnum tíðina. Ljóðabókin Gneistar til grips er 80 blaðsíður og hef- ur að geyma 42 ljóð. Höf- undur hannaði útlit og kápu. Setningu annaðist Acta hf. Hafnarfirði og Letur hf. Kópavogi fjölrit- aði. Útgefandi ATVINNA Beitningamenn vantar á m.b. Albert Ólafs- son KE 39. Upplýsingar í símum 2304 og 1333 eftir kl. 17. HATIÐAR- DAGSKRÁ: Af -^atseðnT Vili~IKfi y&Dað lAMb AlÆRi ,raer>rn hú Ssiris 695 Ljúffengur matseðill helgarinnar framreiddur föstudag, laugardag og sunnudag frá kl. 18. Opið yfir hátíðarnar sem hér segir Þorláksmessa: Opið kl. 10-23.30. Aðfangadagur: Lokað. Jóladagur: Lokað. 2. í jólum: Opið kl. 11-22. - Barinn opinn Gamlársdagur: Lokað. Nýársdagur: Lokað. Barinn opinn. Suðurnesjamenn - Verslum heima. VÍK UR-fréttir Því miður verðum við að tilkynna það, að nýi pítu-, pizzu- og hamborgarastaðurinn okkar opnar ekki fyrr en á nýju ári. En, viðskiptavinir góðir, - biðin er þess virði. Veitingahúsið GLÚÐIN og VEISLUÞJÚNUSTAN hafnargötu 62: ^Kaupmenri^ Verslunarfóik Athugiö aö panta SNITTURNAR og BRAUÐTERTURNAR i timanlega fyrir iól. i Sendum viðskiptavinum okkar og öðrum Suðurnesjamönnum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár, með þökk fyrir stuðning við uppbyggingu fyrirtækja okkar. Verið ávallt velkomin til viðskipta. F.h. Glóðarinnar og Veisluþjónustunnar. AXELJÓNSSON OPNUM NÝJA STAÐINN A NÝJU ARI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.