Víkurfréttir - 19.12.1985, Side 9
VÍKUR-fréttir
JÓLABLAÐ 1985
ísstöðin hf. í Garði:
Tæki seld úr húsinu
án heimildar veðhafa
Mjög fátítt, að sögn sýslumanns.
Málið verður trúlega kært
Á miðvikudag í síðustu
viku fór fram nauðungar-
uppboð á fasteigninni
Hraðfrystihús Gerðabát-
anna í Garði, sem var í eigu
Isstöðvarinnar hf.
Að sögn sýslumannsins í
Gullbringusýslu, Jóns Ey-
steinssonar, var hér um
fyrri sölu að ræða, en
ákveðið var að halda annað
og síðara uppboð þann 26.
febrúar n.k. Til mála-
mynda bauð Fiskveiðasjóð-
ur 4 milljónir í húsið.
Þegar fulltrúar kröfu-
hafa og sýslumanns mættu
á staðinn, urðu þeir hins
vegar varir við það að búið
var að selja mikið af vélum
úr húsinu, án heimildar
veðhafa, s.s. Fiskveiða-
sjóðs. Lét lögfræðingur
sjóðsins því bóka við upp-
boðið, athugasemd um að
veðin hafi verið rýrð án
heimildar, en þeir töldu að
tækin ættu að fylgja veð-
inu.
Að sögn Jóns Eysteins-
sonar vissi hann ekki um
önnur fordæmi fyrir því, að
tæki hefðu verið fjarlægð
frá veði áður en til uppboðs
kæmi, nema þá samkvæmt
heimild veðhafa.
Er blaðið fór í prentun
var talið trúlegt að kæra
yrði lögð fram af hálfu ein-
hvers kröfuhafanna, þar
sem vanti mikið upp á að
eignir séu fyrir öllum skuld-
um.
Varðandi það, hvort
krafist verði gjalþrots fyrir-
tækisins, vegna árangurs-
lauss fjárnáms, sem sagt
var frá í síðasta blaði, þá
hafði enn ekki verið tekin
ákvörðun í því máli þegar
þetta blað fór í prentun nú
eftir síðustu helgi. - epj.
v.
Nýr félags-
málaf ulltrúi
í Njarðvík
1. des. sl. tók Hjördís
Árnadóttir við starfi félags-
málafulltrúa hjá Njarðvík-
urbæ, af séra Þorvaldi Karli
Helgasyni.
Hjördís starfaði áður
sem rekstrarstjóri Þroska-
hjálpar á Suðurnesjum.
15 árekstrar í síðustu viku
í síðustu viku fékk lög-
reglan í Keflavík, Njarðvík
og Gullbringusýslu til-
kynningu um alls 15 um-
ferðaróhöpp í umdæmi
sínu. Aðallega var um
eignatjón að ræða en engin
alvarleg slys á fólki í þess-
um óhöppum.
Á sama tíma tók lögregl-
an þrjá ökumenn grunaða
um ölvun við akstur. - epj.
Suðurnesjamenn!
Verlsum heima.
VÍKUR-fréttir
MYNDAVÉLAR
Canon og Pentax
Verð frá kr. 3.511. -
Ein úr alvöruflokknum - System 670. Meiri háttarsam-
stæða.
Verð aöeins kr. 43.890.
Frábært sett. Hljómtækjasett system 300 hefur alla
hluti aðskilda: piötuspilara, magnara, útvarp, segul-
band. Einnig fáanleg með tvöföldu segulbandi -7000
kr. út, rest á 6 mán. Verð: 31.900.
Ef þú ert'«
n f*,\ oVVcar.
«•**’- . i \utu »nn •*'
VHSVIDEO
SJÓNVARPSBÚÐIN KEFLAVÍK
Hafnargötu 54-sími 3634