Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Page 17

Víkurfréttir - 19.12.1985, Page 17
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ 1985 „Það gengur vel, en vantar að skora“ - segir Ragnar Margeirsson, atvinnumaður í knattspyrnu Eins og flestum íþróttaunnendum er kunnugt, er sterkasti knattspyrnu- maður á Suðurnesjum, Ragnar Margeirsson, atvinnumaður í Belgíu, nánar tiltekið hjá 1. deildarliðinu Waterschei. Ragnar býr í 40.000 manna borg sem heitir Genk og hefur það að eigin sögn bara gott. Við slógum á þráðinn til Ragga, svona rétt til að heyra í honum hljóðið fyrir hátíðarnar: Gleðileg jól Farsælt komandi árt Þökkum viöskiptin á árinu sem er aö liöa. B.G. Bilasprautun, Grófin 7 Njarðvíkingar Jólatrésskemmtun Kvenfélagsins og Ung- mennafélagsins verður haldin föstudaginn 27. des. kl. 3-6 í Stapa. - Hljómsveit - Jóla- sveinar. - Sælgætispokar - Veitingar. Nefndin „Það hefur bara gengið ágætlega, svona knatt- spyrnulega séð, en það hefur aftur á móti ekkert gengið að skora. Eg hef fengið aragrúa af færum og ætti að vera búinn að gera a.m.k. 6-7 mörk, en það hefur aðeins verið eitt hingað til. Við erum í fall- hættu, og þess vegna myndi maður alveg þiggja að þetta færi að ganga Betur. Við erum með góðan hóp, en höfum verið alveg hrika- lega óheppnir til þessa. Þjálfarinn er ágætis maður, en hann hefur bara ekki náð tilskildum árangri. Eg býst fastlega við að hann fari eftir þetta keppnis- tímabil. Fólkið hérna er alveg frá- bært, það gerist ekki betra. Það vill allt fyrir mann gera og okkur hefur verið mjög vel tekið. Mórallinn í lið- inu er góður og reyndar mesta fúrða, miðað við hvað við stöndum illa. Það er fyrir öllu að hann haldist, og þá er ég viss um að við höldum okkar sæti. Við erum með alltof gott lið til að falla“. En, Ra^nar, nú segir Ólafur Robertsson í við- tali við okkur, að þú sért einn léttasti mótherji sem hann hafði í sumar. Hvað vilt þú segja um það? „Ja, ég myndi nú alveg þiggja það að varnir liðanna hérna úti væru með ein- Innri-Njarðvík: Aætlunarferðir utan skðlatíma Ákveðið hefur verið að hafa áætlunarferðir milli Innri- og Ytri-Njarðvíkur í vetur utan skólatíma á mánudögum, fimmtudög- um og laugardögum. Að sögn Alberts Karls Sand- ers, bæjarstjóra í Njarðvík, er byggt á reynslu af slík- um ferðum í fyrra. En ástæðan fyrir þeim er sú, að gefa unglingum í Innra hverfinu kost á að taka þátt í félagsstarfi utan skólatíma. Er því um að ræða aukaferðir á þeim tíma sem skólinn starfar. epj. tóma Óla. Þá myndi mér örugglega ganga betur að skora en hingað til. Nógu oft fór maður fram hjá Óla í sumar og skoraði“, sagði Ragnar og hló. En þú hefur ekki leymt skotskónum eima? ,,Nei, ég vona ekki. Eg heíd að þetta sé frekar hálf- gert stress hjámanni heldur en hitt. En þetta á þó von- andi eftir að lagast“. - gæi Frá bikarúrslitaleiknum í sumar. Fimmtudagur: Opið kl. 21.30-01. Föstudags- og laugardagskvöld: Hljómsveitin UPPLYFTING leikur fyrir dansi frá kl. 22 - 03. SNYRTILEGUR ALDURSTAKMARK KLÆÐNAÐUR 20 ÁRA JÓLAGJAFIRNAR fást hjá okkur. ÚRVAL af leikföngum TREFLAR OG VETTLINGAR ILMVÖTN OG RAKSPÍRAR QUEEN ANNE SILFURPLETT ARCOROC glervörur EANÐIÞÐ fatnaður á alla fjölskylduna. KULDASKÓR í jólapakkann. VERÐ VIÐ ALLRA HÆFI Sandgeröi Sími 7415

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.