Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Síða 19

Víkurfréttir - 19.12.1985, Síða 19
VÍKUR-fréttir JÖLABLAÐ 1985 veg stó>-kostlegt að geta bara stundað áhugamál sitt og fá borgað fyrir pað. Yfir- leitt eru allir sem fara í atvinnumennskuna líkam- lega undir það búnir og eru góðir, og hafa allt að bera til að geta orðið góðir, þá er það ANDLEGA hliðin, sem þarf að vera mjög sterk“. Hvað þótti þér erfiðast að sætta pig við í atvinnu- mennskunni? ,,Það sem fór mest í taug- arnar á mér var þegar maður var að meiða sig og komst ekki í lið. Þú ert bara í þessu, æfir og æfir, en kemst ekki í lið. Þar að auki erþað tekjumissir að meiða sig“. Þú missir þá laun við það að komast ekki í lið? „Nei, ekki nema það, að maður missir bónus ef maður kemst ekki í 16 manna hópinn“. Hvað er til í því að þú sért á leið í atvinnu- mennskuna á nýjan leik? ,,Ja, þetta er svona í und- irbúningi. Eg hef áhuga á að breyta til og jafnlramt að gera eitthvað fyrir sjálfan mig. Þar að auki verð ég að sanna fyrir sjálfum mér að ég geti þetta“. Og hvaða lið er það sem þú hefur í huga? „Nú, ég fór út til Brondby í Kaupmannahöfn, sem eru Danmerkurmeistarar. Eins og staðan er í dag þá er ekk- ert komið á hreint, hvort ég fer til Brondby, eitthvað annað í atvinnumennskuna eða hvort ég verð bara heima í Keflavík". Hafa einhver fleiri lið en Brondby sýnt þér áhuga? ,,Já, það eru nokkur ónefnd lið og möguleikar sem athuga þarf betur. Nú, síðan ætla ég mér, ef af þessu verður, að fara jafn- vel op klára það sem ég á eftir i skóla. Einnig hef ég áhuga á að taka einhverja þjálfara-,,kúrsa“. Þú hefur sem sagt á- huga á að verða þjálfari í framtíðinni? „Eg hef áhuga á því, já, en ekki á meðan ég tel mig geta orðið betri í markinu". Þannig að atvinnu- mennskan á að vera eins konar lyftistöng fyrir þig sjálfan? „Já, þetta er það. Núna er maður aðeins að hugsa um sjálfan sig, ekki um fé- lagana hérna heima. Enda er til nóg af frambærilegum markmönnum hérna heima“. Þú varst kjöri nn „Knattspyrnumaður IBK árið 1985“. Hverju viltu þakka þann árangur? „Mér finnst að í hóp- íþróttum eigi ekki að vera hægt að taka einn mann út úr og segja „hann skóp ár- angur liðsins“. Það er að mínu mati liðsheildin sem skapar árangur. IBK-liðið stóð sig að mörgu leyti vel í sumar. En oft vill það verða þannig, að þegar mikil pressa er á liði, þá er mark- maðurinn oft mjög mikið í sviðsljósinu. Staðreyndin er sú, að markmaðurinn þarf góða hjálp frá vörninni til þess að hann geti staðið sig“. Eitthvað að lokum, sem þú vilt segja við unga íþróttamenn? „Ég vil bara benda þeim á að það nær enginn árangri í íþróttum, sem ekki stundar 3ær af lífi og sál. Til þess að 3að sé hægt þá verða menn að láta ýmsa hluti, sem ekki fara með íþróttum, alger- lega vera“. - gjó. Áttu í vandræðum með að finna vandaða gjöf? Ef svo er, ættir þú að líta inn hjá okkur. Pú getur valið úr vönduðum gjafavörum og búsáhöldum frá WMF í V-Þýskalandi - sannkölluðum gæðavörum sem standast ströngustu kröfur þínar um endingu og fallegt útlit. Lindau hnífapör - falleg og stílhrein hnífapör úr krómhúðuðu stáli. í þessari tegund eigum við einnig forréttahnífapör, áleggsgaffla, ausur, tertuspaða o.fl. Verð: Hnífur, gaffall og skeið kr. 896,- og teskeið kr. 159,- Kaffimæliskeið úr gæðastáli - ein- föld, formfögur og sérlega ódýr. Verð aðeins kr. 295,- 4- - -> ifqiv Bolero - sterkt og vandað pottasett sem fellur að smekk unga fólksins. Þrír pottar í settinu. Litur: emalerað hvítt með rauðum röndum. Verð aðeins kr. 3.950,- Mozart kristalskál falleg og stíl - hrein skál ástofuborðið. Ekta kristall - og verðið aðeins kr. 1.140,- La Paloma ostabakkar - Fallegir glerbakkar í mörgum stærðum og gerðum undir osta, ávexti og annað meðlæti. Verð frá kr. 600,- I l'' x—---------------— ^4* ◄ Monique - fínleg glerskál með loki, hæfilega stór fyrir sælgæti eða smákökur. Verð kr. 990,- Hringahaldari úr kristal. Falleg og skemmtileg nýjung sem gerir svo sannarlega sitt gagn - loksins eru hringarnir á vísum stað! Verð kr. 595,- Glerkertastjakar 2 stykki. Setja svip á veisluborðið. Víður glerkraginn kemur i veg fyrir að vax renni niður á dúkinn. Verð kr. 595,- InnRömmun Supunnesjn Valnsnesvegl 12 - Sfmi 359B - Næg bílastæði - Mikið gjafaúrval - Pægilegra getur það varla verið!

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.