Víkurfréttir - 19.12.1985, Side 20
JÓLABLAÐ 1985
VÍKUR-fréttir
Keflvíkingar -
Suðurnesjamenn
og aðrir landsmenn
Sendum ykkur öllum
bestu jóla- og nýárskveöjur
frá „Landinu helga“.
Kór Keflavíkurkirkju, sóknarprestur
og ferðafélagar
Viðskiptavinir, ath.
Öli þjónusta á sama stað
varðandi neðangreint:
Raflagnaviðgerðir
Nýlagnir alls konar
Heimilistækjaviðgerðir
Frysti- og kælitækjaviðgerðir, þ.á.m.
kæli- og frystiskápar, frystikistur,
ölkælar o.fl.
Eins árs ábyrgð áefni og vinnu við umskipti
á pressum í öllum tækjum.
Fast verð eða tímavinna. - Reynið viðskiptin.
RAFTAK og KÆLITÆKI SF.
Borgarvegi 24 - Njarðvík - Sími 1854
Geymið auglýsinguna.
Hlutavelta til styrktar öldruðum á Suðurnesjum
Um miðjan nóvember stóðu nemendur 4. og 5. bekkja Myllubakkaskóla fyrir hlutaveltu til styrktar
Styrktarfélagi aldraðra á Suðurnesjum. Söfnun og undirbúningur gekk mjög vel og var hlutaveltan
haldin laugardaginn 16. nóvember. Fór hún fram á göngum skólans og gekk í allastaði mjög vel. Þegar
upp var staðið höfðu komið inn kr. 51.150. Formanni Styrktarfélagsins, Guðrúnu Sigurbergsdóttur,
var síðan boðið á „diskótek“ í Myllubakkaskóla, þar sem fulltrúi nemenda afhenti henni peningana.
Ekki er hægt að segja annað en að krakkarnir, sem unnu að hlutaveltunni, hafi staðið sig vel og eiga þeir
hrós skilið fyrir frammistöðuna.
EIGINMENN - UNNUSTAR
Hjá okkur fáið þið jólagjöfina
handa elskunni ykkar,
s.s. velour-galla, sloppa, náttkjóla,
náttför og margt fleira.
Mikið úrval af brjóstahöldum og nærbuxum,
bæði stífum, sioggi og abecita.
Magabelti, margar gerðir,
og korsilett.
Sokkabuxur í úrvali.
Verslunin
Hafnargötu 24
sími 3255
Þakkir til
kennara og
nemenda
Myllubakka-
skóla
Styrktarfélag aldraðra á
Suðurnesjum hefur óskað
eftir því að koma á fram-
færi hugljúfum ástarkveðj-
um til krakkanna í Myllu-
bakkaskóla í Keflavík og
kennaranna Gunnars Þórs
Jónssonar og Ingólfs Matt-
híassonar, fyrir þá miklu
hugulsemi sem var á bak
við hlutaveltu þá sem getið
er um hér að ofan, og gaf í
hlut rúmar 50 þús. kr.
epj-
Arni Samúeisson bauð
10 milljónir
Á miðvikudag í síðustu
viku fór fram fyrra uppboð
á húseigninni Hafnargötu
21-23 í Keflavík, sem þing-
lesin er eign Guðjóns Om-
ars Haukssonar. En í húsi
essu var m.a. Víkurbær til
úsa.
Fjöldi lögmanna voru
viðstaddir ásamt fulltrúa
fógeta og skiptaráðandan-
um í Keflavík. Eitt tilboð
kom fram, frá lögmanni
Árna Samúelssonar og
bauð hann kr. tíu milljónir.
Ákveðið var að hafa ann-
að og síðara uppboð á eign-
inni þriðjudaginn 21. jan.
n.k. kl. 11. En þann 16.
sama mánaðar verður hald-
inn skiptafundur í þrotabúi
Víkurbæjar og Guðjóns
Ómars Haukssonar.
epj.