Víkurfréttir - 19.12.1985, Page 23
VÍKUR-fréttir
JÓLABLAÐ 1985
„Hagstætt fyrir ungt fólk Ug
að kaupa íbúðir í dag“
- segir Sigurður Ragnarsson, fasteignasali, sem nú
hefur tekið við rekstri Eignamiðlunar Suðurnesja
7. desember s.l. urðu eig-
endaskipti hjá Eignamiðlun
Suðurnesja í Keflavík. Sig-
urður Ragnarsson sem ver-
ið hefur sölustjóri fyrirtæk-
isins síðan 2. sept. 1981
Nóg framboð skrifstofu-
húsnæðis
Utlit er fyrir að á næstu
misserum verði nægjanlegt
framboð af skrifstofuhús-
næði í miðbæ Keflavíkur.
Onotað skrifstofurými er á
tveimur efstu hæðum
Víkurbæjarhússins, efstu
hæðinni í húsinu sem
Gunnarsbakarí er í og sama
er á efstu hæð Bústoðar-
hússins. Þá mun á næstunni
losna um helming skrif-
stofuhúsnæðis í Stapafells-
húsinu að Hafnargötu 32.
Þaðan flytja Impex og
Víkur-fréttir á næstu mán-
uðum og innan fárra miss-
era flytur bærinn nteð mest
alla efstu hæðina í nýju
hótelbygginguna. Þá er hús
Sparisjóðsins laust innan
langs tíma, eða þegar þeir
flytja í nýbyggingu sína. I
nýja skóbúðarhúsinu er
laust pláss og ef til vill
víðar.
Árni Sam í blaðaútgáfu
Ný stjórn hefur verið
kjörin hjá Goðgá, sem er
útgáfufyrirtæki Helgar-
hefur nú keypt fyrirtækið
af bróður sínum Hannesi
Ragnarssyni. Af þessu til-
efni tóku Víkur-fréttir Sig-
urð í smá spjall um ástand
fasteignaviðskipta í dag.
póstsins. Meðal þeirra sem
kjörnir hafa verið í stjórn
fyrirtækisins er Árni Sam-
úelsson eigandi Bíóhallar-
innar í Reykjavík og Nýja
bíós í Keflavík.
Þorláksbúð í hópinn?
Líkur eru taldar á því að
enn ein matvörubúðin á
Suðurnesjum bætist í hóp
þeirra sem hætt hafa rekstri
vegna rekstrarörðugleika
nú síðustu mánuðina. Er
hér um að ræða Þorláksbúð
í Garði en skv. heimildum
Mola hefur starfsfólki bor-
ist uppsagnarbréf og er
talið að búðin muni loka
um áramótin. Verður hún
því sú 8. í röðinni sem það
gerir.
Kaupir Hekla hf.
Björn út?
Molum hefur borist
til eyrna að Hekla hf. sé
um þessar mundir að
kaupa hlut Björns Olafs-
'sonar í Stokkavör hf. Á
Björn 75% hlutafjár í
fyrirtækinu. Með þessu
yrðu aðaleigendur fyrir-
tækisins Hekla hf. og Ei-
ríkur Hjartarson, eða
Stefnir hf., eins og fyrir-
tæki þeirra heitir.
TEPPAHREINSUN
SUÐURNESJA
Við hreinsum
teppi og húsgögn
Við erum með
hreingerningaþjónustu
Við leigjum út vélar
Teppahreinsun Suðurnesja
Holtsgötu 31, Njarðvík.
C
Símar - 4402 - 3952
Fyrsta spurningin sem lögð
var fyrir hann var hvernig
honum litist á útlitið?
„Maður sér ekki frarn á
neinar stórbreytingar, því
bankamálin og ástand þjóð-
félagsins haldast í hendur.
Samt myndi ég telja að það
væri hagkvæmt að kaupa
íbúðir í dag, en verðið á
þeim hefur langt frá því
fylgt almennu verðlagi í
landinu. Er því mjög hag-
stætt fyrir ungt fólk að
kaupa íbúðir í dag og alls
ekki erfitt.
Þá talar maður nú ekki
um að skammtímalánin
sem verið hafa þrándur í
götu fólks, munu á næst-
unni taka breytingum sem
ég tel að séu til bóta.“
En er nægjanlegt frarn-
boð af húsnæði á rnarkað-
inum?
„Það er nokkuð skrítið
að framboðið er rnikið á 2-3
herbergja íbúðum, en lítið á
stærri íbúðum. Hefurþetta
snúist við, frá því sem var
fyrir svona 4 árurn síðan. Er
eftirspurnin því í stærri
íbúðir og einbýlishús. Er
það nokkuð skrítið að eftir-
spurnin í dýrari íbúðir hef-
ur verið rneiri en í hinar og
trúlega eru orsakirnar þær
að framboð og framleiðsla á
nýjum 2-3 herbergja íbúð-
Sigurður Ragnarsson, hinn nýi eigandi Eignamiðlunar
Suðurnesja.
um hefur verið mikil frá
tveimur stórfyrirtækjum,
Húsagerðinni og Húsanesi,
en þau hafa trúlega selt 200
íbúðir s.l. 4-5 ár.“
Verða einhverjar breyt-
ingar á rekstri Eigna-
miðlunarinnar með til-
koniu nýs eiganda?
„Ég hef lítinn hug á
breytingum, mun heldur
kappkosta að halda uppi
merki fyrirtækisins eins og
gert hefur verið og mun því
bjóða eins góða þjónustu
og mér er frekast unnt“
sagði Sigurður Ragnarsson,
fasteignasali, að lokum.
epj.
Raflagnavinnustofa
Sigurðar Ingvarssonar
Garði - Sími 7103, 7143
Raflagnir - Rafvörur
SIEMENS raftæki
Aðventuljós, frá kr. 935.
Jólaseríur frá kr. 590
Litaðar Ijósaperur á 44 kr.
Vasadiskó á kr. 1.650 og
útvarpsklukkur frá kr. 2.150
Loftljós - Kúplar - Sparnaðarljós.
GÆÐAVARA Á GÓÐU VERÐI.
Garðbúar
Suðurnesjamenn
Flugeldasala Kiwanisklúbbsins HOFS
er í Barnaskólanum í Garði alla daga
milli jóla og nýárs:
Föstudag frá kl. 17-22.
Laugardag, sunnudag og mánudag kl. 13-22.
Gamlársdag kl. 10-16.
Aldrei meira úrval.
'V
h
: a
**•-. - y' fcApk'.;'
I !
/ 1
Á 1 'V ' 'l 'í
4\AVá:'
v,'ÁVl,4 / '
Óskum Suðurnesjamörmum gleðilegra jóla /y '• -‘1
og nýárs, með þökk fyrir stuðninginn
á árinu sem er að liða.
\'
i • v. i
'
'/jr.
KIWANISKLÚBBURINN
HOF, GARÐI