Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 29
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ 1985 þyrftu að komast strax á njúkrunardeild. Annar starfshópur sér um heima- hjúkrunina í Grindavík undir stjórn hjúkrunar- fræðings. Þessi 10 gamalmenni sem nefnd eru, eru of lasburða til að geta vistast á öldrun- ardeild, hvað |)á í heima- húsum, oft hja öldruðum maka sem oft er alls ófær sökum elli að veita aðstoð þurfandi maka sínum. Við sem vinnum við þetta erum oft ráðþrota, því oft er erfitt að koma pessu fólki inn á spítala, til dæmis til að hvíla aðstandendur um tíma. Legupláss hér eru óvenjufá fyrir svona stórt byggðarlap, versni líðan þessara sjuklinga þurfa þeir oft að biða dögum saman, jafnvel vikum, eftir sjúkra- húsvist. Þá reynir verulega á þolrif heimahjúkrunar- innar, hvað þá aðstand- enda. I sumum tilvikum verður þá að leggja þetta fólk inn bráðainnlögn á sjúkrahús í Reykjavík um tíma. Sjúkrahúsið hér er allt of lítið og yfirleitt yfirfullt. A sjúkrahúsinu dvelja að jafnaði 18-20 hjúkrunar- og langlegu- sjúklingar en það eru legu- pláss fyrir 26 á almennu deildinni og 8 á fæðingar- deild. A sjúkrahúsinu eru jafnframt reknar umfangs- miklar handlækningar. Við stækkun og breytingar á skurðstofu fækkaði legu- plássum um 5. Handlæknar verða auðvitað að halda einhverjum rúmum lausum til að geta tekið inn fólk til aðgerðar. Opnun hjúkrunardeildar við Garðvang hefurbættúr brýnni neyð, en þörfin er miklu meiri. A Garðvangi og Hlé- vangi dvelja nú um 54-55 vistmenn. Þar af er leyfi fyrir vistun 20 hjúkrunar- sjúklinga, en það eru samt í dag 26 sjúklin^ar sem þyrfti að vista á Hjúkrunardeild. Ekki verður hægt að hafa þunga hjúkrunarsjúklinga á Garðvangi vegna skorts á faglærðu fólki enda ekki gert ráð fyrir því í upphafi. Meðalaldur vistmanna á Garðvangi er 83-84 ár og ákveðinn kjarni hefur verið ar frá upphafi. Nokkur ópur hefur þurft að flytj- ast á hjúkrunardeildina við opnun hennar vegna hrak- andi heilsu og hjúkrunar- þarfar. Það opnaði síðan möguleika að taka inn nýja vistmenn á öldrunardeild- ina. Biðlisti fyrir hjúkr- unar- og langlegusjúklinga á sjúkrahúsið telur að jafn- aði 10-15. Biðlisti fyrir Garðvang og Hlévang telur 37. Nokkur nöfn eru þau sömu á báðum listunum. Það skal þó tekið fram að fólk á J>essum listum er flest þegar í miklum vandræðum og er í mikilli þörf fyrir skjóta úrlausn. Fáir sýna fyrirhyggju og sækja um vist á dvalarheimili löngu áður en vistunar er þörf. Það getur talist æskilegt að aðstandendur annist sjúkt gamalmenni lengi heima, þrátt fyrir ýmsa aðstoð. Það hefur auk þess sýnt sig að fólk sem þetta gerir á það á hættu að ein- angrast félagslega enda tekur umönnunin mikið af andlegum og líkamlegum þrótti fólks. Félagsmálastjóri Kefla- víkur hefur nokkuð stóran hóp á sinni könnu sem er á mörkum að geta verið heima. Sumt af þessu fólki hefur elliglöp, orðið gleym- ið. Sveitarfélögin hafa komið til móts við svona fólk og margt annað með replubundinni heimilis- hjalp auk heimahjúkrunar og í dag fá t.d. 24 einstak- lingar eina heita máltíð á dag heimsenda í Keflavík og 2 í Njarðvík. Eg veit ekki nákvæmlega hvernig þessu er háttað hjá hinum sveitarfélögunum. Allt þetta er í anda laganna og stuðlar að því að fólk geti dvalið lengur á heimilum sínum. Athvarf fyrir aldraða hefur verið starfrækt í Keflavík um nokkurt skeið og gefist vel. Fólk þarf að vera rólfært til að geta sótt athvarfið en gerður hefur verið samningur um flutn- ing á fólkinu til og frá heim: ilum með leigubílum. I athvarfinu er möguleiki á ýmsu til dægrastyttingar. Að lokum í þessari upp- talningu er vert að minna á Styrktarfélag aldraðra sem er með ýmiskonar starf- semi fyrir eldra fólk. Framtíðarsýn í málefn- um aldraðra. Mjög fjárfrekar fram- kvæmair eru brýnar í heil- brigðismálum Suðurnesja- búa og alls ekki dugir að sofna á verðinum. Fagna ber því sem þegar hefur áunnist. Bæta þarf úr skorti á sjúkrarúmum á Suðurnesj- um og það verður best gert með stækkun sjúkrahúss- ins. Talað hefur verið um 100 rúma spítala og þá 60 rúm fyrir lyflækninga- og langlegusjúklinga. Verður þá nér um að ræða deildar- skiptan spítala og rekstur allur hagkvæmari en nú er. Hægt væri að annast flesta sjúka, unga sem gaml- a, á heimaslóðum auk þess sem aðstandendur ættu auðveldara að vera nálægt sínum nánustu þegar veik- indi ber að höndum. Stórt sjúkrahús skapar ný at- vinnutækifæri og dregur að sér meira sérhæft fólk. Eg tel að finna verði stað fyrir SKIPTING SAMKVÆMT HAGSTOFU ÍSLANDS 1.1 2. 1 983: F. 1888-’99 F. 1900-’19 Alls Keflavík: Karlar 14 208 222 Konur 22 253 275 Grindavík: Karlar 6 52 58 Konur 6 53 59 Njarðvík: Karlar 6 44 50 Konur 13 47 60 Hafnir: Karlar 1 10 11 Konur 2 5 7 Miðneshreppur: Karlar 5 45 50 Konur 2 39 41 Gerðahreppur: Karlar 4 39 43 Konur 4 41 45 Vatnsleysustrandarhreppur: Karlar 1 13 14 Konur 2 5 7 Konur 494 = 88 854 942 Karlar 448. Elstu einstaklingar 95 ára. Yngstu einstaklingar 64 ára. nýtt dvalarheimili á Kefla- víkur-Njarðvíkur svæðinu og hefjast handa sem fyrst. 'Hugsa mætti sér að byggja slíka byggingu í áföngum eftir þörfinni. I slíkri bygg- ingu kæmi til greina að hafa einstaklingsherbergi og hjónaherbergi með eldhús- krók auk sameiginlegra vistarvera. Hlévangur er í óhentugu húsnæði og jyrfti starfsemin að flytjast jaðan þegar nýtt dvalar- íeimili verður byg^t. Mikill hugur er í Grind- víkingum að byggja upp að- stöðu fyrir aldraða og hefur þegar verið hafist handa við að byggja þjónustustaði fyrir aldraða. Fyrirhugað er að byggja heilsugæslustöð í tengslum við þessa bygg- ingu, að ég best veit. Það er ekkert annað en gott um það að segja að sveitarfélögin byggi hent- ugar íbúðir fyrir aldrað fólk og stuðli þannig að því að gamalt fólk geti haldið neimili lengur e.t.v. með einhverri hjálp. Oldruðu folki kemur til með að fjölga hratt hér til aldamóta og hugsanlega hraðar en annarsstaðar á landinu. Skv. tölum Hag- stofu Islands árið 1983 voru 494 konur á aldrinum 64-95 ára en 448 karlar. (Sjá töflu hér að neðan t.v.) Að lokum: látum Jjað ekki sannast að erfitt se að vera gamall. Gerum allt til að tryggja gömlum áhyggjulaust ævikvöld og búum þannig í haginn fyrir okkur sjálf. Gleðileg jól Farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu. Bifreiðaverkstxðið Berg hf. Gleðileg jól Farsœlt komandi ár Þökkum samstarfið á árinu. S tarfsmannafélag Keflavíkurbxjar Gleðileg jól Farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu. Ljósboginn Gleðileg jól Farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu. Fiskanes hf, Grindavík Gleðileg jól Farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu. Aðalstöðin hf Sendum storfsmönn- um okkar, suo og öörum Suðurnesjomönnum bestu óskir um gleðileg jól, gott og forsælt komondi ár. Þökkum somstorfið á árinu sem er oð líða. DVERGHAMRAR KEFLAVÍKURFLUGVELLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.