Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 34

Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 34
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ 1985 inu og sjónvarpinu, en þar vildi ég helst hafa alla mína aukavinnu, en ekki af aug- lýsingum." Heldur þú að þú eigir eftir að fara meira t.d. inn á kvik- myndasviðið í framtíðinni? „Já, kvikmyndasviðið á eftir að aukast og ég vil mjög gjarnan taka þátt í þeirri þróun.“ Að lokum sagði Hanna Maria að það væri gaman að sjá hvað Suðurnesja- menn hafa mikinn áhuga fyrir leikhúsinu, en að hennar sögn er algengt að hún sjái kunnug andlit héð- an að sunnan úti í sal. Sem dæmi um áhuga Suður- nesjamanna nefndi hún að það hafi ekki brugðist á einni einustu sýningu í fyrra á leikritinu Gísl, sem alltaf var sýnt fyrir fullu húsi, að hún sæi andlit frá Suðurnesjum í salnum. Væri þetta mjög ánægju- legt. Við þökkum Hönnu Maríu Karlsdóttur leikara úr Keflavík fyrir þetta ágæta viðtal sem tekið vará heimili hennar við Bárugöt- una í Reykjavík. Og eitt er víst að Suðurnesjamenn munu taka meira eftir henni á fjölunum á næst- unni. epj. Hanna SÁL-skólanum var metið inn í Leiklistarskóla Islands. Síðan gekk ég í Alþýðu- leikhúsið, en þar var ægi- lega gaman, enda blómlegt starf, og þar fékk ég mitt fyrsta hlutverk; var það í barnaleikriti eftir Herdísi Þorvaldsdóttur og hét ,,Vatnsberarnir“, þá lék ég hjá þeim í „Við borgum ekki“. Þar næst fór ég upp í Þjóðleikhús í eitt verkefni og síðan var ég ráðin til starfa í Iðnó og þar hef ég yerið síðan. Fyrstu tvö árin var ég lausráðin en nú stendur yfir fjórða árið sem ég er fastráðinn þar.“ Hvernig lcikari ertu, gamanlcikari eða alvöru- Ieikari? „Ég er bara svo blessun- arlega heppin að Leikfélag- ið hefur hlúð að mér sem leikara og hafa þeir gefið mér kost á báða bóga og hefur mér því tekist ennþá að halda í hvort tveggja.“ Nú leikur þú einnig í sjón- varpi, jafnvel í kvikmyndum og lest upp í útvarpinu; er þetta hluti af starfinu í leik- húsinu? „Nei, þetta er allt auka- vinna.“ En leikarastarfíð, er það nema eitt og eitt kvöld í viku eða hvað? „Nei, nei, elskan mín. Þetta eru þrotlausar æfing- ar og í Iðnó er æft frá kl. 10- 3 sd. 5 daga vikunnar, standa æfingar á hverju leikriti þetta frá sex vikum og upp í tvo mánuði og jafnvel lengur, ef um er að ræða stór og mikil stykki. Við fáum frí frá kl. 15 til svona 18.30-19, en þá mæt- ir maður ofan í leikhús í förðun og hárgreiðslu, leik- ur síðan sína sýningu og skrúbbar síðan af sér gervið og fer heim. Þetta er því geysimikil vinna og því hlæ ég alltaf þegar fólk spyr mig: „Ég veit að þú leikur á kvöldin, en hvað gerir þú á daginn?" En hvað um kvikmyndaleik? María og Jón Sigurbjörnsson í „Gísl“. „Ég er meira fyrir sviðs- leik, því þar setur maður sig betur inn í þá persónu sem maður er að leika, en í kvik- myndunum eru teknir upp stuttir bútar, yfirleitt ekki í tímaröð, þannig að fyrst er ef til vill tekinn upp endir- inn eða inni í miðju o.s.frv. og síðan er öllu raðað sam- an á klippiborðinu. Þá er oft löng bið eftir tækni- mönnum, því fellur mér það ver.“ Nú eru leiknar auglýsingar orðnar allsráðandi t.d. í sjónvarpi og Rás2. Hefurþú áhuga fyrir slíku eða Iætur þú hitt duga, til að hafa af lífsafkomu? „Það er ekki hægt að lifa af þeim launum sem leik- húsin borga, því neyðast leikarar til að fara út í aug- lýsingar. Ég hef ekki gert það ennþá og ætlaði mér aldrei að gera það, en eins og málin eru núna, þá neyð- ist ég kannski til þess, þó ég sé mótfallin því innst inni. Þetta er allt í lagi af og til, en þegar fólk er farið að benda á leikara á leiksýn- ingu og segja „nei sjáðu, þarna er karlinn í kaffiaug- lýsingunni" og viðkomandi verður aldrei þekktur fyrir annað, er þetta orðið fárán- legt. En auglýsingar eru vel borgaðar miðað við okkar stöðu í leikhúsunum, þann- ig að þetta er af illri nauð- syn í flestum tilfellum, sem fólk fer út í þetta, vegna þess að maður fær ekki næga aukavinnu í útvarp- Heimsóknartímar um jól og áramót Aðfangadagur ....... kl. 18-21 Jóladagur .......... kl. 14-16 og kl. 18.30-19.30 Gamlársdagur ....... kl. 18-21 Nýársdagur ......... kl. 14-16 og kl. 18.30-19.30 Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs Frá Sérleyfisbif- reiðum Keflavíkur Yfir hátíðisdagana verður ferðum hagað þannig: Aðfangadagur jóla: Síðasta ferð frá Keflavík kl. 15.30 Síðasta ferð frá Reykjavík kl. 15.30 Jóladagur: Engar ferðir. Annar i jólum Fyrsta ferð frá Keflavík kl. 9.00 Fyrsta ferð frá Reykjavík |<|. 11.30 Gamlársdagur: Síðasta ferð frá Keflavík kl. 15.30 Síðasta ferð frá Reykjavík kl. 15.30 Nýársdagur: Fyrsta ferð frá Keflavík kl. 12.00 Fyrsta ferð frá Reykjavík kl. 13.30 Að öðru leyti ekið samkvæmt áætlun. Gleöileg Farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.