Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Síða 35

Víkurfréttir - 19.12.1985, Síða 35
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ 1985 Helgi og Sóley Jóhanns í jólaviðtali: 55 Við erum mjög samrýmd systkini44 Systkinin Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnuferða-Landsýn, og Sóley Jóhannsdóttir, danskennari, eru Keflvíkingar í húð og hár. Þau eru bæði búsett í Reykjavík og eru að gera það gott, eins og maður segir. Þegar blm. hafði samband við þau og óskaði viðtals, urðu viðbrögð þeirra skemmtileg: „Það hefur alltaf verið minn æðsti draumur að komast annað hvort í Víkur- fréttir eða Faxa“, sagði Helgi í léttum tón. Nú, svo var tíminn ákveðinn og þegar sá dagur rann upp hittumst við á skrifstofu Helga í Austurstræti. Helgi þurfti að tala í sím- ann, svo við Sóley tókum tal saman og talið barst að danskennslu (en ekki hverju?) og leikfiminni eins og hún var kennd í „gamla daga“ hér í Keflavík. Helgi lauk síðan samtali sínu og tók nú þátt í okkar sam- ræðum. „Þetta var fínt. Ef maður hélt kjafti í 2 mánuði fékk maður frjálsan tíma eða Tarzan-leik. Aginn var mikill og gerði okkur gott. Þetta er aflt öðru vísi núna. Núna fara krakkarnir bara í fótbolta eða handbolta. Gömlu góðu hringæfing- arnar dottnar upp fyrir“ sagði Helgi. Varst þú mikið í íþróttum, Helgi? „Já, já, mikil ósköp. Ég þótti mjög liðtækur bæði í rótbolta og handbolta o^ var fyrirliði árum saman a unglingsárunum. Þetta þýddi það að maður hafði mikil völd innan þess hóps sem stundaði íþróttirnar og það kom sér oft vel. Ég reddaði vinum mínum, sem lítið gátu í íþróttum, í lið, t.d. Valda Harðar, og bý að því nú. Núna er Valdi orðinn heimsfrægur arkitekt og ég get þá alla vega sagt að é^ hafi nú redd- að honum í lið hérna í gamla daga heima í Kefla- vík“, sagi/ Helgi og hlær mikið. „Ég ólst eiginlega upp á „Jónsmiðum“, sem var fótboltavöllur og stóð þar sem Asgarður og Bald- ursgarður eru nú heima í Keflavík. Það var eitt sem fór ofsalega í taugarnaq á mér á þessum árum. Ég náði aldrei að komast í embætti hjá Barnastúk- unni. Hugsaðu þér, hvað það var mikill hnekkir", segir Helgi og brosir. „Það þóttu aðal-stöðurnar í þá daga, að fá að vera með em- bættismerki stúkunnar um axlirnar og vera í miðasöl- unni á stúkuböllunum. En ég var ekki innundir hjá Framnessystrum, svo það jýddi ekkert að hugsa um 3að“, segir Helgi og er nú tugsi á svipinn. Hvað með þig, Sóley, náðir þú í embætti hjá stúkunni? „Nei, og ég sóttist aldrei eftir því. Ég var í stúkunni um tima og þá bara til þess að fá að dansa í þrettánda- gleðinni og taka þátt í álfa- dansinum. Ég sótti aldrei fundi eða neitt slíkt“. Hvað varstu gömul þegar þetta var? „Ætli ég hafi ekki verið 12-13 ára. Ég stundaði dansinn þá þegar af miklu kappi og það var fátt annað sem komst að“. Varst þú í svona klíku- „bisness“ eins og Helgi bróðir? „Nei, biddu fyrir þér, (>að var aldrei neitt svo- eiðis hjá okkur“ sepir Sóley og brosir sínu blið- asta. Sóley, var Helgi klár í viðskiptum í æsku? „Ja, hann vissi alla vega hvað hann var að gera. hann öllu sem Græddi gerði“. „Þetta er nú ekki rétt“, skýtur Helgi inn í. Heldur þú, Sóley, að Helgi Jóhannsson hann hafi kannski selt Valda Harðar aðgang að íþróttunum í gamla daga? „Nei, bíddu nú hægur“, skýtur Helgi inn í. „Honum væri trúandi til þess, en ég held að Valdi hefði aldrei borgað honum fyrir jafn lítinn hlut, svo það kemur varla til greina“ segir Sóley, og nú hlæjum við öll. Þú fórst snemma í dansnám erlendis? „Já, He gi kvatti mig óspart til þess og studdi mig vel og dyggilega. Hann var líka duglegur að heim- sækja litlu systur þegar hann var á ferðinni erlend- is. Þá kom hann alltaf til mín, fór með mig fint út að borða og reyndist mér vel í alla staði“. Svo komst þú heim og byrjaðir að kenna í Kefla- vxk? „Já, ég kenndi í eitt ár í Keflavík við lélegar aðstæð- ur og gafst fljótt upp á því. Ég flutti síðan til Reykja- víkur og við systkinin, ég, Helgi og Pétur, settum á stofn fyrirtækið sem heitirí dag Dansstúdíó Sóleyjar". Hefur þú ekki hugleitt að opna utibú í Keflavík? „Jú, ég hef hugleitt það, en eins og staðan er í dag er það ekki hægt, vegna þess að mig vantar svo tilfinn- anlega fleiri kennara“. Er skortur á danskenn- urum á Islandi? „Ja, kannski geri ég svo miklar körfur, að það eru fáir sem ég er ánægð með. Núna er starfandi hjá mér kennari frá Bandaríkjunum og ég á von á öðrum eftir áramótin. Svo er Ástrós Gunnarsdóttir að kenna hjá mér og hún er mjög góð. Hún hyggur á frekara dans- nám erlendis, svo hún mun ekki verða lengi hér hjá okkur. Jenný Þorsteins- dóttir úr Keflavík kenndi hjá mér, en nú er hún orðin flugfreyja, svo það gengur ekki. Þær Jenny og Astrós eru báðar sérlega góðir kennarar“. Dansskólinn gengur sem sagt mjöp vel. Éru einhverjar nýjungar á döfinni? Nú horfast systkinin í augu og hlæja. „Já, við vorum að fá lóð beint á móti Hótel Esju og ætlum við að byggja undir starfsemi skólans og fleiri íþróttagreinar. Þetta er alveg nýtilkomið. Og heldurðu að Valdi Harðar hafi ekki verið svo heppinn að fá að teikna húsið, - skemmtileg tilviljun“ segir Helgi. „Þaðhefurkomið til þar hus Sóley Jóhannsdóttir umræðu að reisa eitthvert minnismerki fyrir utan hús- ið til að sýna að þarna fara Keflvíkingar, okkur datt meira að segja í hug að byggja húsið í laginu eins og K“. Ég heyri á öllu að Valdi skipar stóran sess hjá ykkur? „Við erum góðir vinir. Við höfum þekkst frá æsku og_ erum í felagi sem heitir ,,Atthagafélagið“ ásamt fleiri góðum Keflvíkingum. Þessi rélgsskapur á það sam- eiginlegt að vera fyrrum Keflvíkinpr og við höld- um því hatt á lofti. I þess- um nópi eru menn af öllum gerðum og sumir nafntog- aðir einstaklingar sem allt- af eru öðru hvoru í fjöl- miðlum. Þar er því haldið Járniðnaðarmenn Viljum ráða nokkra járniðnaðarmenn og rafsuðumenn. - Upplýsingarhjáverkstjóra. Á mwmwMwi Fitjabraut 3-6 - Njarðvík - Simar 3630, 3601 Verkalýðs- og sjomannafelag Keflavíkur og nágr. sendir félagsmönnum sínum m og öðrum Suðurnesjabúum bestu óskir um gleðileg jói, gott og farsœlt komandi ár, og þakkar samstarfið á árinu sem er að iíða.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.