Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Side 36

Víkurfréttir - 19.12.1985, Side 36
JÓLABLAÐ 1985 VÍKUR-fréttir mjög á lofti að við erum úr Keflavík og það er farið að fara í taugarnar á sumum Við spilum fótbolta innan- húss við annan félagsskap sem kallar sig „Forstjóra- félagið“. Þeir eru fyrir löngu orðnir leiðir á að heyra okkur tala um hvað Keflavík sé nú góður bær o.s.frv. Svo var það einu sinni að við spiluðum kveðjuleik, því einn af þeim var að hætta. Maðurinn var náttúrlega leystur út með gjöfum og þar á meðal var gjafakort, stílað á SBK, þar sem sagði að hann fengi ótakmarkaðar rútuferðir fríar til Keflavíkur. Ég held að hann hafi ekkert verið ánægður með það. Þessi félagsskapur hittist ekki reglulega, en er þó mjög samstilltur. Ég held ég mep segja að enginn af okkurseí öðru félagi en Átthagafé- laginu, - enginn í Rotary, Lion eða slíkum félögum". Ert þú í einhverju átt- hagafélagi, Sóley? og starfsfólk sendir öllum Suðurnesjamönnum bestu óskir um GLEÐILEG JÓL, GOTT OG FARSÆLT KOMANDI ÁR. Þökkum samskiptin á árinu sem er að liða. VERKTAKAR senda starfsmönnum sínum, viðskiptamönnum og öðrum Suðurnesjamönnum bestu óskir um gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár, með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. „Nei, nei, en ég held þó sambandi við gömlu vin- konurnar heima. Það sam- band er nú ekki mikið, en þó eitthvað“. Eruð þið samrýmd systkini? „Já, það erum við. Við erum mjög góðir vinir, hugsum mjög líkt og höfúm nákvæmlega sama húmor. Það hefur komið fyrir að við höfum verið innan um fleira fólk og svo allt í einu skeður eitthvað eða einhver segir eitthvað, og þá höfum við farið að skellihlæja. Enginn annar hlær, bara við tvö. Ég kynntist Helga varla neitt fyrr en ég kom heim aftur 1980. Hann var aldrei heima hér áður fyrr, en nú þekkjumst við vel og erum mjög samrýmd". Helgi, finnur þú fyrii því að vera Keflvíkingur í starfi þínu sem forstjóri Samvinnuferða? „Ég get ekki sagt að ég finni fyrir því í þeirri merk- ingu að það sé neikvætt. En sumir heima halda að nú þegar maður er fluttur í bæ- inn vilji maður helst afneita því að maður sé Keflvík- ingur. Það er af og frá. Eins og komið hefur fram hér á undan er ég mjög stoltur af því og við félagarnir allir. Það kom stundum fyrir að við heyrðum menn ljúga því að þeir væru úr Kefla- vík hér í þá daga sem Hljómar voru upp á sitt besta. Þá þótti töfr að vera úr Keflavík og allir vildu geta sagt að þeir væru Kefl- víkingar. Ef við heyrðum einhvern ljúga því, var hann tekinn í gegn og lýðnum gert ljóst að viðkomandi væri að segja ósatt. En ég finn það glögglega að hing- að til mín kemur mikið af fólki og auðvitað margt úr Keflavik. Þar er fólk semég þekki ekki neitt, en það segir kannski: „Sæll, Helgi minn, manstu ekki eftir mér?“. Þetta fylgir þessu bara“. Eru einhverjir heima- menn þér eftirminnilegri en aðrir? „Það væru þá helst menn eins og Þórður á Dorró og Kalli á Isbarnum. Kalli kenndi mér fyrstu brögðin í viðskiptum. Ef þú komst inn með kók sem þú hafðir keypt annars staðar og ætl- fékkstu ekki afgreiðslu. Þetta voru viðskiptahættir sem mér líkaði. Einhvern tíma var það sem einn af viðskiptavinum Kalla fór óánægður út. Hann gekk á bak við skúrinn, lamdi svo fast í trévegginn að utan- verðu, að það hrundi allt úr hillunum. Hugsaðu þér lætin, maður“, segir Helgi og hlær. „Helgi S. var líka merki- legur maður. Annars held ég að Ingólfur Halldórs- son sé sá sem ég stend í mestri þakkarskuld við. Hann reyndist mér mjög vel þegar ég var að kenna í Fjölbraut. Hann hvatti mann alltaf, sama á hverju gekk“. Eitthvað að lokum, Sóley? „Ég vil bara þakka Helga bróður fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig. Hann rekur mig áfram og sér til þess að ég komi einhverju í verk. Hann rak mig út í dansnám, studdi mig meðan á því stóð, hjálpaði mér að koma upp dansskól- anum o.s.frv“. „Ég var bara að fjár- festa“, segir Helgi að lok- um“. - kmár. Systkinin samrýmdu fyrir utan skrifstofu Helga í Austurstræti.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.