Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Side 38

Víkurfréttir - 19.12.1985, Side 38
JÓLABLAÐ 1985 VÍKUR-fréttir þá göngum við úr skugga með allt 3-4 klst. áður en þjóðhöfðingjarnir koma. Allt er skoðað hátt og lágt í húsinu, öll herbergi, stólar og annað. Svo má til gam- ans geta að gluggarnir á húsinu eru allir þannig úr garði gerðir að það er ekki hægt að hafa samtal í gegn- um þá. Fyllsta öryggis er gaett, sama hvað er.“ Hvað geturðu sagt okkur frá núverandi fram- kvæmdastjóra S.Þ.? „Þetta er mjög geðugur maður og heitir Javier Perez de Cuilar og er frá Perú. Hann er þriðji fram- kvæmdastjóri S.Þ. sem ég vinn fyrir. Sá fyrsti var U. Thant frá Burma og annar dr. Kurt Waldheim frá Austurríki og væntanlega næsti forseti þess lands.“ I hverju er starf þitt fólg- ið? „Eg fylgist með öllum þeirn sem koma í heim- sóknir og fæ að vita hverjir eru væntanlegir með viku fyrirvara. I flestum tilfell- um er þetta konur hinna ýmsu höfðingja sem heim- sækja eiginkonu fram- kvæmdastjórans þegar hann er í vinnunni. Þetta starf er mjög margþætt og erfitt frá því að skýra og einnig ýmislegt sem ekki má segja frá.“ En þú hlýtur því óhjá- kvæmilega að umgangast framkvæmdastjórann all mikið. Hefurðu kynnst þessum mönnum eitt- nvað náið í gegnum starf- ið? „Já, ég umgengst hann mjög mikið og ég hef kynnst þeim öllum vel, sem ég hef starfað hjá. Þó mest Kurt Waldheim sem varð mjög góður vinur minn. Hann er alveg dásamlegur maður, þau hjónin bæði. Það myndaðist mikil vin- átta með okkur og við höldum sambandi ennþá og skrifumst á. Svo kom hann hingað í heimsókn um dag- inn. Austurríkismenn verða ekki sviknir af þess- um manni sem forseta.“ Eru einhverjir gestir eftirminnilegir? „Þeir eru nokkrir sem ég hef hitt og kynnst lítillega. Gromyko, fyrrum utanrík- isráðherra __ Sovétríkjanna, til dæmis. Ég hef hitt hann sjö sinnum og hann ávarpar mig alltaf með mínu seinna nafni, mjög glöggur maður þó hann færi hægt, og við- kunnanlegur. Nú, og svo hef ég m.a. hitt forsetafrú Bandaríkjanna, Nancy Reagan. Hún kom hingað í heimsókn til eiginkonu framkvæmdastjórans, þeg- ar Reagan forseti var að halda ræðu á þingi S.Þ. í haust.“ Hvað eru þetta margir lífverðir hjá fram- kvæmdastjóranum? „Þetta eru alls 20 lífverð- ir og þar af samtals 12 ein- ungis við húsið. Hinir fylgja honum á ferðalögum og svo fleira." En gæslan, eru ekki not- aðar sjónvarpsvélar? „Jú, þetta er mjög ,,elektrónískt“, margar sjónvarpsupptökuvélar og ýmislegt fleira.“ Og aliir lífverðir vopn- aðir? „Við erum vel vopnaðir, jú.“ Hafið þið þurft að grípa til þeirra? „Nei, og ég þakka Guði fyrir það, að þess hefurekki þurft. Ef eitthvað kemur upp þá reynum við að tala okkur í gegn.“ Þarftu að fylgja fram- kvæmdastjóranum eitt- hvað? „Um hátíðir hef ég farið með honum út á austureyj- una hérna sem kölluð er „Southhamtons" í hvíldar- frí en á þessari eyju býr mik- ið af ríka fólkinu hérna.“ Hvað með þetta hús hans. Er þetta ekki rammgerð bygging? „Jú, þetta er stórt og mikið hús á fjórum hæðum og 40 herbergjum, með veislusölum og tilheyrandi, hann býr á 3ju hæð. Húsið er á 57. götu, á bakka aust- urárinnar. Þetta er snobb- hverfi og í því býr eitt rík- asta fólk Bandarikjanna má segja. Meðal annars Kenn- edyarnir, gamla konan, Rose Kennedy býr skammt frá húsi Cuiler.“ Snúum okkur frá þessu í bili. Hvenær fórst þú fyrst til New York? „Ég fór fyrst árið 1969 ásamt fjölskyldu og var þá í tvö ár.“ Svo fórstu aftur stuttu seinna og ert fyrsti ísl. lögreglumaðurinn sem ráðinn er aftur til S.Þ. „Já, við vorum heima í 3 ár, fórum út aftur 1974 og erum búin að vera síðan.“ Og líkar vel? Þetta er mjög gott en er þó svipað með Islandi á einn hátt, það er að lifi- brauðið byggist hér upp á aukavinnu. Hér er mikil spenna í kaupmætti, dýrt að búa og húsakostur einn- ig dýr.“ En laun í svona starfi, eru þau ekki góð? „Jú, þau eru góð.“ Hvað er starfsdagurinn langur? „Hann er yfirleitt frá 8- 16 frá mánudegi til föstu- dags en síðan 19. sept. hef ég verið 12 tíma á dag, sjö daga vikunnar. Þannig verður þetta til 21. des. Eft- ir það bara venjulegur starfsdagur, 8-16.“ Ertu lengi á leið í vinn- una, heiman frá? „Ég legg af stað kl. 5 á morgnana, þá hef ég tíma fyrir mig frá kl. 6-7.30 og nýti hann í líkamsrækt. Svo fæ ég tvo tíma í hádegismat og fer þá aftur í líkamsrækt. Fer ekkert í mat. Maður verður að halda sér vel við starfsins vegna.“ Hvernig ferðu á milli? „Fyrst fór ég alltaf á bíln- um. Þetta eru um 40 km., umferðin geysilega þung og ég gafst upp í haust að aka í vinnuna, nota nú lestina. Akstur heim eftir vinnu Hér er Guðmundur með Kurt Waldheim, fyrrum framkvæmdastjóra S.Þ. Á milli þeirra er eigin- kona Waldheims, Elísbet. Vistmenn á Garðvangi og Hlévangi senda öllum þeim sem sýnt hafa þeim uinarhug og giatt með heimsóknum. gleðilegra jóla og farsœldar á nýju ári. - Guð blessi ykkur öli. yistfólkið Garðvangi og Hlévangi Sendum öllum íbúum Vatnsleysustrandar- hrepps, suo og öðrum Suðurnesjamönnum bestu jóls- og nýársóskir Sueitarstjórn Vatnsleysustrandarhrepps

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.