Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Qupperneq 39

Víkurfréttir - 19.12.1985, Qupperneq 39
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ 1985 getur tekið 3 klst. Ég kýs frekar lestina og sef í klukkutíma.“ Hvað ertu ráðinn lengi hjá S.Þ.? „Ég er fastráðinn starfs- maður S.Þ. og verði ég hér í sjö ár enn þá kemst ég á eftirlaun, þá sextíu ára.“ Og þú stefnir á það? „Ef heilsan leyfir næ ég vonandi að verða út tím- _ „ „ íí ann. Getum við ekki notað þig á Islandi? Nú hlýturðu að vera kominn með tals- verða starfsreynslu sem enginn Islendingur hefur? ,,Geir Hallgrimsson sagði við mig þegar hann kom hér um daginn að <sl- endingar þyrftu á svona manni að halda heima eins og mér, með þessa starfs- reynslu. Geir kom hingað í haust og hélt alveg glimr- andi ræðu. Já, og Stein- grímur litlu seinna.“ En ætliði að koma heim að loknum þessum sjö ár- um? „Já, ég býst við því.“ Þú starfaðir sem lög- regluþjónn á Keflavíkur- flugvelli áður en þú fórst. „Ég starfaði þar í 15 ár. Ég kom til Keflavíkur árið 1954 og kynntist fljótlega konunni minni, Eygló Jens- dóttur.“ Þú varst sundkappi mikill. „Ég hafði æft sund í Ægi, hætti um tíma er ég fiutti til Keflavíkur en hitti fljótlega Guðmund Ingólfsson, sem hafði búið við hliðina á mér í bænum og hann fékk mig til að halda áfram sundinu. Þá var hann sundþjálfari í Keflavík, mjög góður. Eftir þetta var ég í sundlauginni öllum tímum, þrisvar a dag og með Hafsteini vini mín- um Guðmundssyni.“ Svo varðstu sundkóngur Islands? „Sundkóngur Kefla- víkur var það alla vega. A landsmóti UMFÍ árið 1961 á Laugum varð ég svo stiga- hæsti einstaklingur móts- ins.“ Syndirðu mikið ennþá? „Já, ég hef gert mikið af )ví. Ég synti 4-5 mílur á dag )ar til fyrir um 4 mánuðum síðan er ég fékk ofnæmi fyr- ir klórnum. En ég held mér við með leikfimisæfingum o^ lyftingum og er um 100 kiló, það er ágætt.“ Og tæpir tveir metrar á hæð. Fullvaxinn karl- maður sem sagt? „Ha, ha, ég er 191 sm., jú, fullvaxinn.“ Þú hefur því fengið fljót- lej»a inn í lögguna, svona stor...? „Ég fór snemma í lög- regluna, var ekki nema 19 ára og þurfti til undanþágu frá dómsmálaráðherra. Þá var Björn Ingvarsson lög- reglustjóri á Keflavíkur- flugvelli.“ Varstu þar sleitulaust þangað til þú fluttir út? „Já, ég hætti 1974.“ Líkaði þér vel í löggunni? „Mér líkaði alveg prýði- lega á flugvellinum. Þetta var gott lögreglulið, ungir menn. En það hefur orðið mikil breyting á þessu. Allt orðið miklu rólegra á vell- inum núna. Orðið svo formfast, sem beturfer. Nú orðið senda Bandaríkja- menn miklu meira fjöl- skyldur en áður. Þegar landherinn var hér þá var stöðugt húllumhæ hjá kan- anum, 24 klst. á sólar- hring.“ Meiri hasar sem sagt? „Já, það var oft mikill hasar og oft mikið slegist." Var landinn að æsa kan- ann upp? „Landinn gerði það nú ekki, nei, nei. Þetta var aðallega innbyrðis hjá varn- arliðsmönnunum sjálfum. Það hefur orðið breyting á undanförnum árum eftir því er best ég veit, að varn- arliðið hefur orðið meiri umsjón með sínum málum sjálft. Á þessum árum var þetta meira í höndum Islendinganna.“ Úr einu í annað Guð- mundur. Varstu ekki eitthvað í pólitík? „Það var nú ekki mikið. Mest var ég í íþróttamál- um. Við stofnuðum IK, Iþróttafélag Keflavíkur, þrír saman, ég, Brynleifur klæðskeri og Helgi Hólm. Nú, svo eftir að ép hætti að keppa í sundi þjalfaði ég í mörg ár hjá IBK. En ég hef alla tíð verið ungmenna- félagsmaður.“ Þú þjálfaðir upp annan sundkóng í Keflavík, ekki satt? „Það má segja það jú, Davíð Valgarðsson. Ég sá hann sem strákling, 6-7 ára gamlan, þegar hann kom heim frá Bandaríkjunum. Við Hafsteinn Guðmunds- son sáum strax mikið efni í stráknum. Strákurinn kunni fyrst lítið að synda en hafði óhemju sterkar hend- ur og fætur. Hann varð síð- an Norðurlandameistari í sínum aldursflokki nokkr- um árum síðar í 1500 m. skriðsundi og ísl.meistari í 50 m. flugsundi drengja. En svo hætti hann er hann fór á sjóinn. Hann varmjöggóð- ur.“ Sundið hefur því fært þér margar ánægjustundir í gegnum árin? „Já, margar. Krakkarnir voru svo alltaf með mér, Sólveig Helga, Sonja og Gummi og komu alltaf með mér á æfingar. 1974, skömmu eftir að við komum út keppti Helga t.d. hér á Long Island og varð sjöunda í 200 m. bringusundi." Hvenær kynntistu Eygló? „Evgló? Bíddu við, nítjánhundruðfimmtíu... og sex minnir mig ... fimm- tíu og fjögur segir Eygló. Ja, það skiptirekki máli, of snemma hvort sem er“ seg- ir Guðmundur og hlær og heldur svo áfram: „Ég held að það hafi ekkert verið of vel séð af innanbæjarmönn- um. Þeir höfðu nokkrir ver- ið að keppast um hana en é$» var frekastur. Annars ma maður ekki segja svona í viðtali, er það?“ Ég væri nú ekkert á móti því. ■ Meiri hlátur... „Jæja, þú ræður.“ Innanað? Ég hélt þú værir ekta Suðurnesjamaður! „Ég er og verð ekkert annað en Suðurnesjamaður þó ég hafi búið mín fyrstu ár í bænum. Svo eru afi og amma úr Garðinum, amma fædd þar og upp alin.“ „Eru einhverjir íslend- ingar þarna hjá Samein- uðu Þjóðunum núna og þá kannski einhverjir Suðurnesjamenn? „Ekki núna. Það voru tveir Suðurnesjamenn hér um hríð, Guðmundur Ei- ríksson, sonur séra Eiríks á Útskálum og Björn Helga- son. Guðmundur starfar núna hjá^ utanríkisráðu- neytinu á Islandi og Björn er lögregluþjónn í Reykja- vík.“ Áfram með þjóðarremb- inginn. Er litið á þig sem Islending og þú þekktur sem slikur? „Ég er alltaf titlaður sem Islendingur hérna og er mjög stoltur af því.“ Og sem Suðurnesjamaður þá auðvitað líka? (Enn meiri rembingur). „Já, ef ég er spurður hvaðan ég er, flagga ég því. Segist vera frá Keflavík. Margir Bandaríkjamenn þekkja Keflavík betur en annað á Islandi^ vegna her- stöðvarinnar. Ég nef hitt nokkra sem voru í land- gönguliðinu á Islandi á sín- um tíma, sem gengu síðan í lögregluna hér úti.“ Hvað eigiði mörg börn? „Við eigum fimm börn, Sólveigu 26 ára, gift Tóm- asi Knútssyni, Helgu 24 ára, gift Eyjólfi Sverrissyni op þau búa öll í Keflavík. Siðan kemur Sonja 22ja ára og hún er ^ift Bandaríkja- manni og byr hér úti á Long Island, Guðmundur 20 ára og er giftur íslenskri stúlku, Hugrúnu Ragnarsdóttur og búa þau^ á Manhattan. Yngstur er Ásgeir Freyr 10 ára gamall og er auðvitað hjá okkur. Hann hefur gert það gott hér í knattspyrn- unni og er í liði sem hefur staðið sig mjög vel op ekki tapað leik á £>essu ári og varð meistari í fyrra.“ Ég þykist vita hvaðan hann fær knattspyrnu- hæfileikana. „Nei, ég spilaði nú ekki mikið knattspyrnu en ég kallaði mikið á leikjum." Já, en við getum þá sagt að íslenskt knattspyrnu- blóð sé í drengnum. Ekki hafa Bandaríkjamenn verið þekktir fyrir mikla snilli á því sviði? „Við getum sagt það, já, annars er verið að bypgja knattspyrnuna upp herna og er mjög vinsæl í yngri flokkunum. Ég er meira að segja einn af þremur þjálf- urum liðsins sem Ásgeir leikur með og hef mjög gaman af þessu.“ Fáiði stundum heimþrá? „Mig dreymir oft um að ég sé heima á Islandi. Jú, ég fæ oft heimþrá. Sakna oft föðurlandsins, sérstaklega um hátíðar. Við ætlum að reyna að koma heim um þessi jól.“ Að lokum Guðmundur. Dætur þinar sögðu mér nýlega að þið hjón hefðuð verið í veislu hjá Silvester Stallone, einum af þekkt- ari kvikmyndaleikurum Bandaríkjanna í dag, í til- efni af frumsýningu nýj- ustu myndar hans, Rocky 4. Þú lætur þér ekki duga stórhöfðingja. „Ha, ha, við fengum boðsmiða í þetta boð og við hittum hann aðeins, svona rétt til að heilsa honum. Þetta er pínulítill náungi þó hann virðist stór í myndun- um en mjög þrekinn. Týp- ískur ítali.“ Hann hefur þá ekki verið borubrattur við hliðina á þér? „(Meiri hlátur) Jú, jú, þetta er myndarlegur mað- ur“. - pket. ATH: Viðtal við Eygló, eijþn- konu Guðmundar, á næstu siðu. Senóum öllum íbúum Hafnohrepps suo og öðrum Suðurnesjamönnum bestu jóla- og nýársóskir. Hreppsnefnd Hafnahrepps

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.