Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Page 43

Víkurfréttir - 19.12.1985, Page 43
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ 1985 urnesjamenn hingað, og sumir aftur og aftur“. Eg hef talað við nokkra sem eru mjög hrifnir af staðnum? „Það er gott. Annars erum við að endurbyggja húsið. Það er orðið gamalt, byggt á árunum 1930-40. Eins og málin standa í dag erum við að bíða eftir fjár- magni til að endurbyggja húsið og þá getum við verið þarna yfir veturinn. Ekki fyrr, svo fólkið deyji ekki úr kulda“. En hvernig hefur rekst- urinn svo gengið? „Hann hefur gengið nokkuð vel, en ekkert öðru vísi en góð fyrirtæki ganga. Það þarf að hafa fyrir hlut- unum og getur oft verið erfitt. Það gengur ekkert í da^ nema maður hafi fyrir þvi sjálfur. Þrjú fyrstu sumrin voru erfiðust en svo eftir að við urðum fræg fór þetta virkilega í gang“. Gerði Jónas ykkur fræg? „Blaðaskrif hafa oft mikið að segja og sannaðist vel í þessu tilviki er Jónas skrifaði um Búðir. Að vísu hafði annar ritstjóri komið þarna áður, Gísli Sigurðs- son, sem er með Lesbók Morgunblaðsins. Hann kom fyrsta sumarið og borðaði fisk hjá okkur, og hann var svo ánægður að hann fórnaði heilli opnu í kynningu á staðnum. Þá foru hlutirnir að ske. Við höfum nefnilega sjaldan auglýst, og sjálfur er ég á móti öllu auglýsingakjaft- æði. Allt sem er gott, aug- lýsir sig sjálft“. En hvað hefurðu verið að gera yfir vetrartímann undanfarin ár? „Ég hef verið kokkur á hinum ýmsu stöðum. Hef meðal annars starfað á Naustinu, Rán og Skrín- unni, en lengst af á Horn- inu, alls þrjá vetur. Ég hef ekki verið í vandræðum með að fá atvinnu yfir vet- urinn sl. ár, hef getað valið úr plássum. Fram að því þurfti ég að banka upp á og biðja um vinnu. Víðast hvar var maður rekinn í burtu, því ég er ekki með neina pappíra". Þú ert algerlega sjálf- menntaður? „Já, sjálfmenntaður með 20 ar að baki“. Og nú ertu á hótelinu á Seyðisfirði? „Já, er reyndar að fara til höfuðborgarinnar í næstu viku og er að fara að vinna á Matkrákunni á Laugaveg- inum. Ég verð þar í ein- hvern tíma. Svo sé ég til. Ef maður þarf að selja sig, þá selur maður sig hæstbjóð- anda“. Þú munt gera það, þangað til þú flytur að Búðum? „Orugglega. Ég hef lúmskt gaman að því að flakka á milli. Leiðinlegast finnst mér þegar ég þai'f að flytja allt draslið á vorin og haustin, til og frá Búðum. Við höfum fengið skemmti lega hugmynd um staðinn. Um árið 1800 var þar um 100 manna þorp og fólkið ojó í torfkofum. Okkur tefur dottið í hug að byggja 5að upp allt saman og búa í jessum húsum“. Byggja Búðir upp á nýtt? „Já, og við erum byrjuð og ætlum okkur að halda áfram, þó mikið sé eftir ennþá“. Nú ertu kominn með 20 ára reynslu í matar- gerð. Heldurðu upp á uppskriftir af því sem þú hefur framreitt? „Ég var fram eftir síðast- liðnu hausti á Búðum að skrifa. Ég hef gaman af því að draga til stafs“. Ertu kannski að skrifa matreiðslubók? „Eftir að við urðum fraeg fór þetta virkilega að ganga . . . Búðir á Snæfellsnesi „Skrifa ekki allir íslend- ingar ævisögu sína? Nei, annars, ég hef verið að skrifa niður matarupp- skriftir . Yrði það ekki eðli- legast að senda frá sér bók, annað hvort matreiðslu- bók eða þá villingasögur úr Sandgerði á æskuárum? Það er af nógu að taka, hvort sem tekið er fyrir“. Að lokum, Rúnar, telurðu þig ennþá Suður- nesjamann? „Það geri ég, engin spurning, enda fæddur pg uppalinn í Sandgerði. Ég verð þó að viðurkenna að ég ber orðið sterkari taugar til Búða heldur en til Sand- gerðis". Ertu orðinnsveitamað- ur? „Ég held svei mér þá, að ég hafi alltaf verið sveita- maður. Það breytist seint“, sagði Ogmundur Rúnar Marvinsson að lokum. pket. Frá ellilífeyrisþeg- um í Keflavík Nú nálgast jólin. Allt flæðir í auglýsingum og all- ir þurfa að fara í búðir. En því miður eru litlu búðirnar allar lokaðar svo við gamla fólkið sitjum heima og hugsum um hve langt sé að fara í búðirnar. Við kom- umst ekki nema ef börn okkar geta lofað okkur að koma með sér. En við eigum Styrktarfélag aldr- aðra sem sýnir okkur alla sína hjartahlýju. Allir þeir sem vinna með því til að gleðja okkur vinna kaup- laust. T.d. allar þær sem voru með kaffið núna á jólaföstunni bökuðu sjálfar og gáfu það allt. Þetta sýnir mikla hjartagæsku. Þessu fólki og einnig Lions-félögum í Keflavík og Njarðvík sendum við öll hugheilar óskir um gleðileg jól og nýtt ár. Megi guð launa þeim öllum þeirra ástúð. Ellilífeyrisþegar í Keflavík Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Suðurnesjum Sendum sjóðfélögum og öðrum Suðurnesjamönnum hugheilar jóla og ngársóskir, þökkum samstarfið á árinu.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.