Víkurfréttir - 19.12.1985, Side 44
JÓLABLAÐ 1985
VÍKUR-fréttir
„Hinn almenni félagi er ekki
tilbúinn að fórna neinu“
- segir Guðrún Olafsdóttir, formaður Verkakvenna-
félags Keflavíkur og Njarðvíkur
Guðrún Ólafsdóttir, formaður Verkakvennafélags Kefla-
víkur og Njarðvíkur
Eitt stærsta verkalýðsfél-
agið á landinu sem alveg er
kynskipt, er Verkakvenna-
félag Keflavíkur og Njarð-
víkur, það félag var stofn-
sett fyrir um 30 árum og
telur nú um 1000 konur.
Formaður félagsins er Guð-
rún Olafsdóttir. Tókum
við hana tali nýlega og
ræddum m.a. um það hvort
það sé ekki úrelt nú á þess-
um jafnréttisárum, að vera
með slíkt kynskipt félag.
Auk hennar starfar á skrif-
stofu félagsins afgreiðslu-
stúlka sem er til helminga
starfsmaður VSFK og
VKFKN.
Fyrstu spurninguna sem
við lögðum fyrir Guðrúnu
var þessi: Þetta félag heitir
Verkakvennafélag, er það
ekki nokkuð skondið á
þessum jafnréttisárum að
tala um verkakvenna- og
verkakarlafélag?
„Vissulega er það óæski-
legt að félög séu kynskipt
og hefur því oft borið á
góma að sameina VSFK og
VKFKN, en í dag er sam-
starfið milli þessara tveggja
félaga það mikið og gott að
út á við eru þau nánast eitt
og sama félagið.
Þá eru alltaf einhverjir
sem hræðast það að með
sameiningu fækki virkum
félögum. En mikil þörf er á
því að sem flestir séu virkir.
Þá er nú í gangi nefnd bæði
hjá Alþýðusambandinu og
Verkamannasambandinu,
þar sem þessi mál eru mikið
rædd. Svo og sameining fél-
aga s.s. á Suðurnesjum. En
hér eru lítil félög t.d. í
Garði, , Sandgerði og
Grindavík auk stóru félag-
anna tveggja. Væru þau öll
sameinuð í eitt stórt félag,
yrði um mun öflugra félag
að ræða og tel ég að sú verði
þróunin, p.e. að hér verði
eitt stórt og öflugt félag.
Enda veitir ekki af, því at-
vinnurekendavaldið er
orðið það sterkt.“
Nú eruð þið eina kyn-
skipta félagið á Suður-
nesjum, meira að segja
VSFK er með bæði kynin
innan sinna vébanda, er
því ekki vandkvæði varð-
andi rekstur á slíku
félagi?
„Við höfunt lítið fundið
fyrir slíku. Á sínum tíma
voru sér blönduð félög í
Höfnum og á Vatnsleysu-
strönd. Gengu þau sem ein
heild inn í VSFK og eftir
það eru konur í því félagi.
Þá var farið að ræða um
sameiningu félaganna hér í
eitt.“
Er það þá vegna góðrar
samvinnu við VSFK að
félögin eru ekki samein-
uð?
„Já, með þetta góðri
samvinnu, finnst okkur við
vera sama félagið.“
Er fundarsókn hjá félag-
inu góð og fjöldi félaga
virkur?
„Fólk vill alltof lítið
toma til starfa, en ætlast til
?ess að stjórnin og þá helst
ormaðurinn geri allt án
)ess að það þurfi að koma
jar nærri.“
Átt þú þá við það, að fólk
sé að skammast yfir hlut-
um sem þið vitið ekkert
um?
„Já, það er alltof oft sem
fólk telur að við eigum að
vita um hitt og þetta á
vinnustöðum og við eigum
að lagfær ýmislegt án þess
að neinn láti okkur vita, eða
vilji leggja á sig. I svona
stóru félagi ^etur þó alltaf.
komið upp su staða að eitt-
hvað verði útundan, eða við
séum upptekin í einhverju
þegar ná þarf til okkar.
Þá ber mikið á því að fólk
vill ekki leggja sig fram,
heldur sé um aumingjaskap
af okkar hálfu, ef við náum
ekki einhverju fram sem
það óskar eftir.“
Átt þú þá við að hinn al-
menni félagi vilji ekki
fórna neinu til að ná sínu
fram?
„Nei, það er alltof al-
gengt að fólk vilji ekki
leggja okkur lið til að
mynda þrýsting með verk-
falli eða öðru slíku. Það vill
bara fá hlutina lagfærða án
nokkurra fórna af þeirra
hálfu.“
I hverju er starfið á skrif-
stofunni fólgið. Ekki er
staðið í samningum allt
árið?
„Starfið er margþætt og
er það á við langskólanám
að vinna við þessi störf.
Þegar samningar standa yfir
eru reglur um vinnuvernd
þverbrotnar og því standa
fundir sólarhringana út oft
á tíðum, er því um þrot-
lausa vinnu að ræða.
Milli samninga er í mörg
horn að líta í svona stóru
félagi, alltaf finnst einhver
vinnustaður þar sem eitt-
hvað er að. Og ekki bætir
réttindaleysi fiskvinnslu-
fólks stöðuna, því senda má
konurnar heim með viku
fyrirvara og þá lenda þær á
atvinnuleysisskrá og er
mikil vinna hjá okkur við
útreikning bóta til þeirra.
Þá heimsækjum við vinnu-
staði eins oft og tök eru á
því það eru oft bestu fund-
irnir. Er því mikil þörf á því
að fjölga starfsfólki á skrif-
stofunni svo hægt sé að
sinna öllu því sem þörf er
á.“
Hvernig er vinnutíminn
hjá ykkur í forystunni?
„Hann er bæði langur og
óreglulegur, því þó skrif-
stofan sé aðeins opin frá kl.
9-17, þá eru mörg störf
þannig að fyrst eftir lokun
skrifstofunnar er tími til að
sinna þeim.“
Nú komst þú inn í þetta
starf á óvanalegan hátt. Ef
þú hefðir mátt velja og
vitað hvað fylgir þessu
starfi, hefðir þú tekið það
undir öðrum kringum-
stæðum?
„Nei, alveg örugglega
ekki. Ég hafði ekki hug-
myndir um það í hvað ég
var að fara út í, en örlögin
réðu ferðinni. Enda hefði
mér aldrei tekist að taka
etta starf ef ekki hefði
omið til góð aðstoð
tveggja aðila, þáverandi
starfsmanns VSFK og for-
manns VSFK.“
Er þetta þá ekki eftirsótt
starf?
„Nei, og ég hef sagt það í
mörg ár að starfið sé laust
frá minni hálfu, ef einhver
vill taka það að sér. Þetta er
það vanþakklátasta starf
sem hugsast getur“ sagði
Guðrún Ólafsdóttirað lok-
um.
epj.
GJAFIR SEM GLEÐJA
Demantshringar, demantshálsmen
demantseyrnalokkar,
silfurskartgripir, perlufestar
GEORG V. HANNAH^
Úr og skartgripir - Hafnargötu 49 - Keflavik - Sími 1557
Viö óskum landsmönnum gleöilegra jóla,
árs og friðar og þökkum samstarfið
á árinu sem er aö líða.
U BRUIlHBÚTBrtUlC laflllDS
Bl
LÍFTRYGGING
GAGNKV€MT TRYGGINGAFÉLAG