Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 48
JÓLABLAÐ 1985
VÍKUR-fréttir
VlKUR-fréttir
- hafsjór af fróðleik
KEFLAVÍK
Auglýsing um umferð
í Keflavík
Aö fengnum tillögum bæjarstjórnar Kefla-
víkur og skv. 65. gr. umferðarlaga nr.
40/1968, eru hér með settar eftirgreindar
reglur um umferð í Keflavík:
Stöðvunarskylda skv. 4. mgr. 48. gr. umfl. í
stað biðskyldu nú verður á Vesturgötu
beggja vegna Hringbrautar.
Eyjavellir njóta aðalbrautarréttar gagnvart
Norðurvöllum (biðskylda).
Aðalgata nýtur aðalbrautarréttar gagnvart
Heiðarbrún og Fagragarði (biðskylda).
Heiðarbraut nýtur aðalbrautarréttar gagn-
vart Heiðarhvammi. Heiðarbakka og Heið-
arholti að austan (biðskylda).
Biðskylda í stað stöðvunarskyldu nú
verður á hægri beygju af Skólavegi vestan-
verðum suður Hringbraut.
Bifreiðastöður eru bannaðar á sunnan-
verðri Faxabraut frá Hringbraut að Sunnu-
braut.
Reglur þessar taka gildi 1. janúar 1986.
Keflavík, 11. desember 1985.
Lögreglustjórinn í Keflavík
Guðmundur Kristjánsson e.u.
, lýioia’’
34% Suðurnesja-
manna með video
Nýlega birtust í Helg-
arpóstinum úrslit skoð-
anakönnunar sem blað-
ið gerði hér á Reykjanesi
um það, hve mörg
heimili væru með video.
Var hringt í 182 ein-
staklinga og var spurn-
ingin: Er video á heim-
ilinu? Svaraprósentan
var mjög há, eða 96,7%,
og urðu niðurstöður
þær, að 34,1% sögðu já,
en 65,9% nei. Er þá ekki
talinn með sá fjöldi sem
á aðgang að videokerf-
um. Eins vekur það
athygli að trúlega hefur
hlutur Keflavíkur ekki
verið hár, því fá byggð-
arlög á landinu geta
boðið upp á jafn margar
videoleigur eins og
Keflavík.
Leó gerir
það gott
I tímaritaheiminum
hafa menn tekiðeftirþví
að Tölvublaðið gerir nú
mikla lukku á kostnað
Frjálsrar verslunar. Að
vísu heitir blaðið nú Við-
skipta- og tölvublaðið,
og er undir stjórn hins
snjalla Hafnamanns,
Leós M. Jónssonar,
tæknifræðings. Skal því
engan undra þó vel
gangi á þeim bæ.
Bókajól?
í sama blaði og helg-
arpósturinn birti niður-
stöður úr skoðanakönn-
un á videoeign Suður-
nesjamanna, birtist
önnur skoðanakönnun
og var hún um hve stór
hluti jólagjafanna í ár
yrði bækur. Eins og í
hinni könnuninni voru
182 einstaklingar á
Reykjanesi spurðir og
svörin flokkuð í 6 aðal-
flokka, þ.e. 100%, 3A eða
meira, Vi eða meira, lA
eða meira, innan við A,
og ekkert.
7,7% neituðu að
svara, en hinir flokkuð-
ust þannig: 37,6% voru
með innan við 14, 20,7%
með Vi eða meira, 13,9%
meira en Í4, 11,7% með
3A eða meira og 2.3%
með 100% gjafa sem
bækur. 13,9% sögðust
engar bækur kaupa. Já,
það verða enn ein bóka-
jólin hér á Suðurnesjum.
Hreinir sveinar
verða verðlaunaðir
Annars staðar í blað-
inu birtist mikil afmælis-
auglýsing frá KK-hús-
inu. Kemur þar fram, að
meðal dagskrárliða nú
um hátíðarnar er verð-
launaafhending á
, I\/|olar
» /
gamlárskvöld til jóla-
sveina og hreinna
sveina. Nú velta menn
því fyrir sér hvernig
Ragnar Örn ætlar að
úrskurða hverjir séu
hreinir sveinar og hverj-
ir aðeins jólasveinar.
Stór
verslunarkeðja?
Eins og fram kom í
síðustu Molum, hefur
Hannes Ragnarsson nú
keypt hlut Gizurar í.
Helgasonar í heildversl-
uninni Impex. Eru þeir
bræður Hannes og
Jónas því einkaeigend-
ur fyrirtækisins. En sam-
starf þeirra er víðara, þ ví
skv. heimildum hefur
Hannes einnig gengið
inn í verslun Jónasar,
Nonna & Bubba. Munu
þeir bræður vera með
ýmsar hugmyndir um
útvíkkun í verslunar-
rekstri, sem jafnvel er
talið að náð geti til ná-
granna sveitarfélaga
Keflavíkur. Bíða menn
nú spenntir eftir fréttum
frá þessum stórhuga
mönnum, því ekki veitir
af að hafa einhverja
kaupmenn sem standa
upp úr þeim erfiðleik-
um sem nú hrjá kaup-
mannastéttina á Suður-
nesjum.
HAGKAUP
pr. kg
PEKING-ÖND .............. 188,00
KALKÚNAR ................ 398,00
KJÚKLINGAR .............. 215,00
SVÍNAHAMBORGARHRYGGUR, úrb. 810,00
HANGIFRAMPARTUR, heill .. 218,10
LONDON LAMB ............. 298,00
ALI-GÆS.................. 420,00
LAUFABRAUÐ Kristjáns, 25 stk. .. 425.00
ÞORLÁKSMESSUSKATA ....... 174,00
KJÖRÍS Á SÉRSTÖKU JÓLATILBOÐI.
HAGKAUP
Njarðvík,sími 3655
Sannkölluð jólaterta
skreytt m/súkkulaði og marsipan
250 gr. smjör
250 gr. strásykur
4 stk. egg
125 gr. hveiti
125 gr. kartöflumjöl
1 tsk. vanillusykur
1 tsk. lyftiduft
Smjör og sykur þeytt létt
og ljóst. Eggjunum bætt út í
einu og einu í senn. Hrært
vel á milli þess sem eggjun-
um er bætt út í. Blandað
saman hveiti, kartöflu-
mjöli, vanillusykri og lyfti-
dufti. Þessu bætt út í eggja-
hræruna. Bakaðir 5-6
botnar, í mótum m/laus-
um botni. Botnarnir settir
saman með góðri sultu.
Kakan sett á fallegan disk.
Súkkulaði ca. 50 gr.,
brætt yfir gufu, tertan
smurð að ofan með súkku-
laðinu, skreytt með hnet-
um. Marsipan flatt út með
örlitlum flórsykri, skorin út
lengja með kleinujárni og
sett í kringum kökuna.
Gott er að bera þeyttan
rjóma í skál með kökunni.
GLEÐILEG JÓL!