Víkurfréttir - 19.12.1985, Síða 52
JÓLABLAÐ 1985
VÍKUR-fréttir
JÓLAGJÖF
iðnaðarmannsins
eru rafmagnshandverkfæri
Eigum meðal annars:
Borvélar - Borðsmergla
Hverfissteina - Handsagir
Járnaklippur (nagara) - Handfræsara
Slípirokka - Stingsagir
Slípivélar (jagara) - Handhefla
Rafsuðutransara - Rafhlöðuborvélar
STAPAFELL HF.
Varahlutadeild - Sími 1730
Fjölbreytt úrval, sem
fæst aðeins hjá okkur, t.d.:
Servantar með könnustelli, puntudúkkur,
leikföng, leirtau, styttur,
vasar og margt fleira.
- Sjón er sögu ríkari. -
HAFNARGATA 61 - SÍMI 4475
Baðstofan DÖGG
Háaleiti 38 - Keflavík
Konur og karlar athugið
Nú er tilvalið að gefa sér tíma til að slappa
af eftir jólatörnina.
Erum með frábæra nuddkonu, gufu- og
vatnsnuddkar.
Nýjar perur í Ijósalömpunum.
Verið velkomin.
jó>[, domanAi áx.
CPöddu m uiðilzLfutLn.
Baðstofan DÖGG.....................—
Sími 2232
Konur þurfa að bindast
,,systraböndum“
Þegar ritstjóri Víkurfrétta
kom að máli við mig og bað
mig að skrifa um stöðu kvenna
að loknum kvennaáratug,
fannst mér fljótt á litið það
vera að „bera í bakkafullann
lækinn", þar sem svo mikið
hefur verið ritað og rætt um
það mál að undanförnu. Að
hugsuðu máli þótti mér
ómaksins vert að láta einn
dropa drjúpa í lækinn svo úr
megi fljóta.
Eg mun hafa þann háttinn á
að skoða málið í sögulegu og
félagslegu ljósi, að vísu á
nokkuð yfirborðskenndan
hátt.
Helstu sigrar árin
1900-1975.
Það sem einkennt hefur
kvennabaráttu hér á landi, er
að hún þróast ekki stig afstigi,
heldur hefur tekið stökkbreyt-
ingum, sem öflug barátta
kvenna hefur valdið.
Það kennir okkur að baráttu
er sífellt þörf. Konum hefur
ekki verið fært jafnrétti á silf-
urfati.
Elín Pálsdóttir Flygering
skrifaði árið 1982 merka
kandidatsrijgerð um Jafnrétti
kynjanna. Eg sæki nokkuð í
smiðju hennar til að gera sög-
unni frekari skil. Henni farast
svo orð:
„A seinni hluta 19. aldar
barst til Islands ferskurfrelsis-
andi sem stuggaði nokkuð við
mönnum, ekki síst varðandi
stöðu kvenna á landinu. I öðr-
um löndum Evrópu og víðar
var slíkt hið sama að gerast og
orsakir raktar til margra átta,
m.a. áhrifa júlíbyltingarinnar
1830, framþróunaráhrifa iðn-
byltingarinnar og ekki síst
þeirra áhrifa sem bárust frá
Bandaríkjunum í kjölfar sjálf-
stæðisyfirlýsingarinnar þar, og
þegar konur þar gerðu mál-
stað þrælanna að sínum“ (13).
Elín skrifar einnig að um
„síðustu aldamót fór þjóð-
félagsleg staða kvenna nokkuð
eftir stétt þeirra. Skiptust kon-
ur á þeim tíma aðallega í þrjár
stéttir. Ber þar fyrst að nefna
ekkjur og ógiftar konur, sjálf-
stæðar konur þeirra tíma, en
þær fengu kosningarétt í
sveita- og safnaðarmálum árið
1882 og rétt til kjörgengis 1902
ef þær guldu frá 4-8 krónum í
útsvar, eftir því hvar á landinu
var. Næst má telja giftar kon-
ur, en þær urðu ekki fjár síns
ráðandi fyrr en árið 1900, með
lögum nr. 3. Með þeim lögum
fengu þær ráðstöfunarrétt yfir
tekjum sínum og séreignum,
en bóndinn hafði að öðru leyti
einn umráð yfir félagsbúinu.
Sú stétt kvenna sem verst var
sett á landinu voru vinnukon-
ur og kjör þeirra afar bágbor-
in“ (14). Elín skrifar ennfrem-
ur:
„í menntamálum blés ekki
byrlega fyrir konum á þess-
um tíma. Þótti almennt lítil
nauðsyn á að mennta konur
að ráði. Arið 1891 voru þrír
kvennaskólar á landinu, en
níu skólar voru starfandi
aðallega til menntunar karl-
mönnum. Arið 1886 hafði
að vísu verið sett tilskipun
um rétt kvenna til að ganga
Sólveig Þórðardóttir
undir próf hins lærða skóla í
Reykjavík, prestaskólans og
læknisskólans, og til að
njóta kennslu á þessum
síðartöldu skólum" (14-15).
Skrif Elínar lýsa nokkuð vel
stöðu kvenna við upphaf ald-
arinnar, er umræðan um kjör
kvenna var að hefjast.
I bókinni Konur og kosn-
ingaréttur (1977) rekur Gísli
Jónsson upphaf kvennabar-
áttu á íslandi og vitnar m.a. til
umræðu á þingi um þau mál.
Athygli vekur hve rökin gegn
breytingu á stöðu kvenna eru
lík þeim sem enn tíðkast í dag.
Þá, sem nú, var vitnað til
minni andlegra og líkamlegra
hæfileika kvenna, einnig að
það sé ekki á færi karla að ann-
ast börn. Nöfn Hannesar Haf-
stein, Skúla Thoroddsen og
Bríetar Bjarnhéðinsdóttur
birtast oftast sem málsvarar
jafnréttis kynjanna í þessum
umræðum.
Kosningaréttur kvenna var
eitt þeirra mála sem mikið bar
á, á þessum tíma. Enn vitna ég
til Elínar:
„Árið 1907 var borin fram
sú tillaga á Alþingi, að giftar
konur og hjú fengju kosn-
ingarétt og kjörgengi til
bæjarstjórnar í Reykjavík.
Einungis fékkst þó, að gift-
ar konur fengju réttindi
þessi, einnig í Hafnarfirði.
I kosningum til bæjarstjórn-
ar í Reykjavík árið eftir kom
fram sérstakur kvennafram-
boðslisti. Á kjörskrá voru
1200 konur og kaus um
helmingur af þeim, þar af
kusu um 58% kvennalist-
ann sem nægði til þess að
hann fékk flesta fulltrúaeða
fjóra. Var þetta mikill sigur
fyrir konur og árið eftir
(1909) voru samþykkt lög á
Alþingi þess efnis, að kosn-
ingaréttur og kjörgengi
næði til kvenna allsstaðar á
landinu, og kosningarréttur
einnig til hjúa sem greiddu
einhver sveitagjöld“ (16).
Árið 1911 hlutu konur fullt
jafnrétti til embætta og mennt-
unar á við karla.
Stóri sigurinn í baráttu
kvenna fyrir jafnrétti vannst
árið 1915, er konur fengu
kosningarétt og kjörgengi til
Alþingis. Vegna deilna um
sambandsmál Islands og Dan-
merkur tafðist að lögin fengju
fullnaðarafgreiðslu fyrr en í
nýrri stjórnarskrá árið 1920, er
kom í kjölfar sambandslaga
tveimur árum fyrr.
Lög um réttindi og skyldur
hjóna voru samþykkt árið
1923. í þeim felst m.a. að hjón-
um er skylt að hjálpast að við
að framfæra fjölskylduna með
fjárframlögum, vinnu á heim-
ilinu og á annan hátt.
Almenn lög um launajöfnuð
kvenna og karla voru sett árið
1961. Þau náðu þó ekki til allra
launa.
Hugleiðingar.
Á því herrans ári 1975
hvöttu Sameinuðu þjóðirnar,
þjóðir heims til að helga árið
stöðu kvenna. Þeim ágætu
mönnum var ekki grunlaust
um að þörf væri á að uppræta
óréttlæti og ójöfnuð sem bitn-
aði hvað harðast á konum. Nú
tíu árum seinna er eftirfarandi
skýrsla send út af sömu aðil-
um:
- 2A af ólæsum í heiminum
eru konur og hlutfall þeirra
fer hækkandi.
- !ó af öllum fjölskyldufyrir-
vinnum eru konur (ein-
stæðar mæður).
Vi kvenna í heiminum hef-
ur engar upplýsingar um
getnaðarvarnir né aðgang
að þeim.
- I þróunarlöndum eru um
50% 15 ára kvenna orðnar
mæður.
- Yfir helmingur kvenna I
heiminum hefur engan að-
gang að leiðbeiningum og
eftirliti á meðgöngutíma.
- Konuríþróunarríkjumeru
að meirihluta ábyrgar fyrir
Kjör Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta íslands, er einn stærsti
sigur í jafnréttisbaráttu kvenna. Mynd þessi er tekin er hún heim-
sótti Styrktarfélag aldraðra fyrir nokkrum árum. Með henni á
myndinni er Stefán Kristjánsson.