Víkurfréttir - 19.12.1985, Qupperneq 53
VÍKUR-fréttir
allri fæðuöflun þar (hlut-
fallið er enn hærra í Afr-
íku).
- Konur í iðnríkjum fá að-
eins helming til V* af lgun-
um karla í hliðstæðum
störfum. Þær hafa minnst
atvinnuöryggi og er fyrst-
um sagt upp störfum.
- Konur í Evrópu og N-Am-
eríku eru yfir 40% af
vinnuafli og þar við bætast
heimilisstörfin ólaunuð.
- Árið 1982 voru 30 milljón-
ir atvinnulausar í iðnríkj-
um og yfir 800 milljónir á
lægsta fátæktarstigi í þró-
unarríkjum. Um 500 millj-
ónir manna voru þá van-
nærðar og sveltandi. I þess-
um hópum eru konur og
börn undir 5 ára aldri verst
sett.
- Af flóttafólki eru skv. yfir-
liti SÞ um 90% konur og
börn.
Ef einhver hefur talið að
ekki væri þörf á að breyta þess-
um málum ætti hann ekki að
efast lengur.
Islendingar tóku vel við sér
varðandi umfjöllun um stöðu
kvenna. Fyrst er að minnast
glæsilegs útifundar í Reykja-
vík á degi Sameinuðu þjóð-
anna, 24. október 1975. Sá
fundur verður lengi í minnum
hafður, þegar konur samein-
uðust undir merkinu Launin/
jafnrétti/framþróun/friður.
Atvinnulífið lamaðist að
mestu þann dag.
Sú glæsilega byrjun sem
varð í upphafi áratugarins
vakti margar vonir. Því miðpr
hafa alltof fáar þeirra ræst. Ég
ætla hér að aftan að tíunda það
helsta sem ég tel að fagna beri.
Þegar árið 1976 samþykkti
Alþingi ný lög um jafnrétti
karla og kvenna, þar sem með-
al annars er kveðið á um stofn-
un Jafnréttisráðs og jafnréttis-
nefnda í sveitarfélögum. Nú í
lok kvennaáratugs voru sam-
þykkt ný Jafnréttislög, er
ganga nokkru lengra. Þar er
meðal annars kveðið á um að
leitast skuli við að skipa konur
til jafns við karla í opinberar
nefndir (stöður?) á vegum ríkis
og bæja. I lögunum er einnig á-
kvæði um að ekki sé heimilt að
tiltaka ákveðið kyn þegar aug-
lýst er eftir starfsmanni. Slík
lög eru að sjálfsögðu góður
grunnur, en aðalatriðið er að
þeim sé framfylgt.
Kjör Vigdísar Finnboga-
dóttur sem forseta íslands árið
1980, er að sjálfsögðu einn af
stærstu sigrunum. Sama ár var
fyrsta konan skipuðsýslumað-
ur. Það var í fyrsta sinn sem
kona settist í íslenskan em-
bættisstól, þó svo að konum
hafi verið geftnn lagalegur
réttur á slíku embætti með
lögum 1911.
Lögin frá 1981, um að allar
konur skuli eiga rétt á þriggja
mánaða fæðingarorlofi, eru
mjög þýðingarmikil í ljósi
jafnréttis kynjanna. Auk þess
vernda þau heilsu móður og
barns og koma fjölskyldunni
allri til góða.
Framboð kvennalista og
kvennaframboð fyrir síðustu
kosningar eru sögulegir við-
burðir. Framboðin hafa vakið
mikla umfjöllun um stöðu
kvenna. Margskonarathugan-
ir á stöðu kvenna hafa einnig
vakið athygli fólks. Ein slík er
könnun Jafnréttisráðs sem er
samanburður á stöðu kvenna
árin 1976 og 1984. í könnun-
inni kemur m.a. fram að:
„...atvinnuþátttaka kvenna
utan heimilis hefur aukist.
Heimavinnandi konur árið
JÓLABLAÐ 1985
1976 voru 44,7% en hliðstæðar
tölur fyrir 1984 eru 19% (ein-
ungis teknar giftar konur og í
sambúð). Þá kemur fram að
þrátt fyrir aukna þátttöku
kvenna á vinnumarkaðinum
er launamismunur svipaður og
laun kvenna hafa lítið eða ekk-
ert hækkað hlutfallslega. Þá
hafa litlar breytingar orðið
varðandi verkaskiptingu
kynja á heimilinu og heimilis-
störf og barnauppeldi hvíla
enn sem fyrr að mestu á kon-
um, þrátt fyrir að þær vinni
úti.
Það sem hins vegar er ljóst í
könnuninni er að menntun
kvenna hefur aukist mjög, en
nú eru 9% kvenna með há-
skólapróf eða sambærilega
menntun á móti 16% mak-
anna. Árið 1976 voru 1,8%
kvenna með háskólanám að
baki en 7,6% makanna."
Þær niðurstöður er varða
laun kvenna eru ekki ýkja já-
kvæðar. Satt best að segja eru
þær svartur blettur á íslensku
þjóðfélagi. Slíkar niðurstöður
hljóta að verða áfram til um-
fjöllunar og leiða hugann að
því hver sé hin raunverulega
ástæða að baki og hvað sé til
úrbóta. Ekki er hægt að una
við slíkt misrétti.
Einn af þeim gleðilegu þátt-
um síðustu tíu ára, var stofnun
þverpólitískra friðarhreyfinga
kvenna, er unnið hafa mark-
visst og gott starf. Þá voru
einnig stofnuð þverpólitísk
samtök kvenna á vinnumark-
aðnum. Að auki hefur list-
sköpun kvenna stóraukist, og
verk kvenna, gömul sem ný,
hafa verið dregin fram í sviðs-
ljósið - verk sem annars hefðu
legið í þagnargildi.
Þann 24. október kom út
bók er ber nafnið Konur hvað
nú? I þeirri bók er að finna yfir-
lit um stöðu kvenna á þessu tíu
ára skeiði. Þetta rit er einn af
þeim ómetanlegu verkum sem
unnin hafa verið á þessu tíma-
bili.
Einnig er gleðiefni að flestir
ungir feður eru sér nú betur
meðvitaðir um uppeldisskyld-
ur sínar en fyrr. Það sést best á
því að flestir feður taka þátt í
meðgöngu og fæðingu barna
sinna. I fyrrnefndri bók másjá
að fleiri feður baða börn sín nú
en árið 1976. Þá böðuðu 0,7%
þeirra börn sín en árið 1984
sáu 1,3% feðra um þennan
þátt uppeldisins.
Lokaorð.
Það er deginum ljósara að
staða kvenna er almennt séð
mun lakari en eðlilegt getur
talist. Ekki er að öllu leyti hægt
að skella skuldinni á þjóðfél-
agið og á þá karla sem því
stýra.
Okkur konum gengur æði
illa að skilja okkar eigin undir-
okun. Okkur hættir æði oft til
að verja undirokunina, og það
í tvennum skilningi. í það
fyrsta teljum við okkur engu
geta breytt, og hitt er að við
teljum enga þörf á breytingu.
Því er sjálfsagt gott að leiða
hugann að því í hverju undir-
okun okkar liggur. Ég tel að
undirokunin felist í eftirfar-
andi þáttum: Við erum efna-
hagslega ósjálfstæðar, eigum
undir aðra að sækja, jafnvel
með brýnustu nauðsynjar. Við
ráðum litlu um hvernig við
verjum tíma okkar. Við þurf-
um jafnvel að nota allan vöku-
tíma okkar í illa launuð eða ó-
launuð störf sem okkur langar
alls ekki til að vinna. Við höf-
um ekki tækifæri til að þroska
eiginleika okkar og sinna
helstu hugðarefnum. Það sem
hindrar það getur verið skort-
ur á tíma, peningum, uppörv-
un eða menntun. Við ráðum
litlu sem engu um umhverfi
okkar - tökum ekki þátt í að
móta þær aðstæður sem okkur
og öðrum er boðið að lifa við.
Við erum beittar andlegu og
jafnvel líkamlegu ofbeldi -
vanvitar - talið trú um að við
séum einskis virði sem mann-
eskjur - a.m.k. ekki til margra
fiska metnar. Þetta eru að-
stæður sem margar konur
þekkja. Og vissulega margir
karlar einnig.
I allri þeirri vakningu sem
átt hefur sér stað eru það börn-
in sem mest líða fyrir breytta
tíma og ný viðhorf. Skuldin
liggur hins vegar ekki hjá kon-
um, heldur liggur hún hjá
íhaldssömum skoðunum, sem
ekki taka tillit til breyttra og
eðlilegra aðstæðna nýrra tíma
og sjónarmiða.
Nú er brýn nauðsyn á að
tekið verði höndum saman til
að bæta fyrir það sem miður
hefur farið í þessum efnum. I
það fyrsta er þörf á að lengja
fæðingarorlof í það minnsta
níu mánuði og að feður taki
hluta af því. Það gæti stuðlað
að því að konur verði ekki sett-
ar hjá við stöðuveitingar. Með
því móti myndur feður einnig
tengjast börnum sínum sterk-
ari tilfmningaböndum - bönd-
um sem eru börnunum nauð-
synleg í frumbernsku. For-
eldrar verða að auki að eiga
kost á leyfi frá störfum vegna
veikinda barna sinna. Ekki má
líðast að konum sé sagt upp
störfum vegna veikinda á með-
göngu, eins og nú þekkist. Síð-
ast en ekki síst þurfa konur að
trúa á sitt eigið ágæti. Konur
þurfa að bindast „systrabönd-
um“ til að standa við bakið á
hver annarri. Það er sannfær-
ing mín að þá stæði ekki margt
í vegi fyrir bættri stöðu
kvenna.
Það er óbætanlegur skaði
fyrir mannkyn allt að svo stór
hluti mannkyns skuli settur
hjá vegna kynferðis, kynþátta
og fátæktar. Það er synd við
mannkynið að svo lítill hluti
jarðarbúa skuli fá tækifæri til
sköpunar og eiga kost á vís-
indum, listum og hamingju.
Nýverið barst mér í hendur
rit gefið út af söfnuði Bahá'ía á
Islandi. Ritið ber nafnið Fyrir-
heit um frið. Mér þykir til
hlýða að enda þetta greinar-
korn á tilvitnun 1 það. Þar segir
orðrétt:
„Aukin réttindi kvenna -
fullt jafnræði kynjanna - er
ein af mikilvægustu for-
sendum friðar, þótt það sé
ekki eins almennt viður-
kennt. Að hafna slíku jafn-
ræði er ranglæti í garð helm-
ings jarðarbúa og vekur
skaðleg viðhorf og venjur
meðal karlmanna, sem þeir
bera með sér frá heimilinu
inn á vinnustaðinn, inn í
stjórnmálastarfsemi og að
endingu inn á svið alþjóða-
samskipta. Engar röksemd-
ir eru til, hvorki siðferðileg-
ar, líffræðilegar eða hag-
nýtar, sem geti réttlætt slíka
höfnun. Aðeins þegar konur
hafa verið boðnar velkomn-
ar til samstarfs á öllum svið-
um mannlegra athafna, er
mögulegt að skapa siðferði-
leg og sálfræðileg vaxtar-
skilyrði fyrir alþjóðlegan
frið.“
Ég vitna í þessi orð í ljósi
þess að Sameinuðu þjóðirnar
hafa hvatt aðildarríki sín til að
tileinka næsta ári friði.
Gleðileg jól,
Sólveig Þórðardóttir
Blautleg Ijóð
Hin áður óskráði þáttur í menningararfi okkar fslendinga í
Ijóðabókinni Blautleg Ijóð. Bókin inniheldur 6 hundruð
djörf Ijóö og vísur eftir fjölmarga höfunda, stórskáld og
hagyrðinga, karla jafnt sem konur. Hispurslaus Ijóð og
beinskeytt, án tæpitungu, sem ylja og gleðja á góðum
stundum.
Bókin er myndskreytt af Hauki Halldórssyni og kostar 875
kr. Fæst ekki í bókabúðum. Vinsamlegast pantið í síma 4793
frá kl. 7-10 á kvöldin og við keyrum bókina heim.
BARNAFðT 0G LEIKFÖNG
-í miklu úrvali
SINDY PLAYM0BIL
Verslunin LYNGHOLT
Hafnargötu 37 - Keflavík