Víkurfréttir - 19.12.1985, Síða 55
VIKUR-fréttir
JÓLABLAÐ 1985
LdGGULÍF
Jólamynd Félagsbíós.
Sýningar hefjast n.k. sunnudag
Sunnudaginn 22. desember
sýpir kvikmyndafélagið
NÝTT LÍF gamanmyndina
LÖGGULÍF í Félagsbíói.
Þetta er þriðja myndin um þá
félaga Þór og Danna, en áður
hafa verið sýndar hinar vin-
sælu myndir, Nýtt líf, þar sem
Þór og Danni innleiddu ýmsar
nýjungar í fiskiðnaði í Vest-
mannaeyjum, og Dalalíf, þar
sem þeir hrelldu bændur og
búalið í Kjósinni. Auk þess-
ara þriggja gamanmynda
hefur kvikmyndafélagið Nýtt
líf gert myndina Skammdegi,
sem valin var sem framlag
íslands til Óskarsverðlauna-
keppninnar á næsta ári.
LÖGGULÍF var kvik-
mynduð í Reykjavík í júlí og
ágúst í sumar og hlaut 1.9
milljón króna styrk úr Kvik-
myndasjóði. Kostnaður við
myndina á frumsýningardegi
er orðinn 12'á milljón króna.
í hlutverkum Þórs og
Danna eru sem fyrr Eggert
Þorleifsson og Karl Agúst
Úlfsson. Aðrir leikarar eru
Lilja Þórisdóttir, Sigurður Sig-
urjónsson, Flosi Ólafsson,
Guðrún Þ. Stephensen, Sigur-
veig Jónsdóttir, Þórhallur
Sigurðsson, Rúrik Haralds-
son, Bríet héðinsdóttir o.fl.
Söguþráður myndarinnar er
þessi:
Þeir félagar Þór Magnús-
son og Daníel Ólafsson reka
þjóðþrifafyrirtækið DÝRA-
ATHVARFIÐ, sem hefur það
að markmiði að koma villuráf-
andi gæludýrum í hendur eig-
enda. Af hagsýnisástæðum
hafa þeir Þór og Danni komist
að því að fyrirhafnarminna sé
að finna dýrin áður en þau
týnast, svo hægt sé að koma
þeim til réttra aðila fljótt og vel
gegn hæfilegu gjaldi.
Frú Friðbjörg, eiginkona
dómsmálaráðherra, er ein af
föstum viðskiptavinum þeirra,
því síamskettinum Petru
finnst næturlíf Reykjavíkur
lokkandi.
Litlir kærleikar er með frú
Friðbjörgu og lögregluliði
borgarinnar, því að frúin hefur
hannað nýjan lögreglubúning
undir kjörorðinu FRÁ GRÁ-
MYGLU TIL GLÆSILEIKA.
Um þennan búning eru skiptar
skoðanir. Frú Friðbjörgu
finnst hann glæsilegur, en allt
lögregluliðið undir forystu
Þorvarðar Hanssonar varð-
stjóra, er þeirrar skoðunar að
fremur vilji lögreglumenn
ganga naktir að skyldustörf-
um en bera þennan frumlega
og glæsilega búning.
Þeir Þór og Danni eru ein-
mitt að skila Petru á heimili
dómsmálaráðherrahjónanna,
þegar Þorvarður varðstjóri er
þar í heimsókn að ræða um
nýju búningana. Frú Frið-
björg, sem er mjög hrifin af
snarræði þeirra félaga við að
finna heimilisköttinn eftir að
lögreglan hefur gefist upp,
krefst þess að þeir Þór og
Daníel verði tafarlaust teknir
inn í lögregluna. Maður
hennar, dómsmálaráðherr-
ann, tekur í sam streng og Þor-
varður varðstjóri á erfitt með
að neita.
Lögreglustarfið reynist að
sjálfsögðu mjög fjölbreytt og
innan skamms hafa þeir fé-
lagar kynnst mörgu merki-
legu fólki, svo sem nætur-
drottningunni Sóleyju Eiríks-
dóttur sem er örvhent og
ekur um á hvítum sportbíl, og
frænkum hennar, þeim Hlín
og Laufeyju, sem hafa villst út
af hinum mjóa vegi dyggðar-
innar og hafa handtekið Hilm-
ar vatnsveitumann og spila við
hann Matador. Þær frænkur
fara óvarlega með skotvopn.
Utigangsmaðurinn Kormák-
ur Reynis, kallaður Koggi, til
heimilis á Arnarhóli, leiðbein-
ir þeim Þór og Danna við lög-
reglustörfin fyrst í stað, en þeir
komast fljótlega upp á Iagið
með að vinna störfin með sínu
eigin lagi og allt gengur eins og
í sögu þar til þeir félagar
ákveða að freista þess að frelsa
Hilmar vatnsveitumann úr
haldi - og nota til þess „vík-
ingaaðferðina“. Þá fer eitt og
annað úrskeiðis og mikill elt-
ingarleikur hefst og berst víða
um götur borgarinnar.
Þráinn Bertelsson skrifaði
handrit að LÖGGULÍFI
ásamt Ara Kristinssyni, sem
einnig annaðist kvikmynda-
töku og klippingu. Þráinn er
einnig Ieikstjóri.
Sýningar í Félagsbíói hefj-
ast eins og áður segir n.k.
sunnudag.
I
Atriði úr „LöggulífT1.
Hví tasunnukirkj an
Fíladelfía, Hafnargötu 84
Aðfangadagur jóla:
Aftansöngur kl. 18.00
Jóladagur:
Guðsþjónusta kl. 17.00.
Nýársdagur:
Guðsþjónusta kl. 17.00.
Allir velkomnir.
Verslanir í Keflavík
verða opnar til kl.22 á
morgun, föstudag.
Félag kaupsýslumanna.
JÓLABLAÐ 60 SÍÐUR
VÍKUR-FRÉTTA 4700 EINTÖK
Jóla- og nýárskveðju
sendi ég nemendum mínum, með
ósk um að þeim gangi áuallt sem
best á uegum og strœtum þeirrar
umferðar sem bíður þeirra.
Magnús Þ*ór, ökukennari
Flugeldasala
Hjálpar-
sveitar skáta
Njarðvík
hefst 27. desember í söluskúr við Spari-
sjóðinn í Njarðvík, við Netaverkstæði Suð-
urnesja og í íþróttavallarhúsinu í Njarðvík.
Opið verður frá kl. 10-22.
Verið velkomin.
Höfum úrval
af ilm- og syrtivörum fyrir dömur og herra
á öllum aldri.
Hálsfestar, eyrnalokkar og ýmislegt
fleira til gjafa.
E Greiðslukorta-
EUROCARD þjónusta.
í dag kl. 17 verður kynning á ilm- og
baðlínunni frá TINA FARINA, þar sem
hvert stjörnumerki hefur sinn ilm. Á meðan
á kynningu stendur veitum við
10% kynningarafslátt.
Einnig verður boðið upp á jólaglögg.
Opið virka daga til kl. 22.
Opið laugardag til kl. 18.
Óskum öllum viöskiptavinum okkar
gleðilegrar jólahátiðar og farsældar
á komandi ári.
C\\w \ i / ////,
^ SOLBAÐS-& NUÐÐSTOFAh' ^
8’OIiEY
slmi 7747
SUÐURGÖTU 16, SANDGERÐI