Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2015
Nei, engan veginn. Þær eru bara bull.
Hafsteinn Viðar Ársælsson.
Já. Ég trúi bara á þær þar sem er þekking á
himintunglunum því ég er hluti af alheiminum
og þar með held ég að þetta virki.
Gríma Kristinsdóttir
Já, ég geri það. Ég tek mark á sumum en ekki
öllum.
Kolka Rós Bergþóru-Hjaltadóttir
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Kannski.
Atli Már Hafsteinsson.
Morgunblaðið/Ásdís
SPURNING VIKUNNAR TRÚIR ÞÚ Á STJÖRNUSPÁR?
Ný safnbygging Whitney-safnsins í New York,
við suðurenda High Line-garðsins, hefur heldur betur
slegið í gegn. Gestir þyrpast að til að skoða vel lukk-
aða hönnun stjörnuarkitektsins Renzos Pianos og í
leiðinni vandaða yfirlitssýningu á bandarískri myndlist.
Menning 48
Í BLAÐINU
Nú voru Þrestir valdir besta kvikmyndin á San Sebastian
kvikmyndahátíðinni, hvernig upplifun er að mæta á slíkan
viðburð? Upplifunin var stórkostleg. Þetta var svolítið eins og að vera í
Hollywood, rauður dregill, ljósmyndarar, fréttamannafundir, fylgdarlið, lúx-
usbílar, eiginhandaráritanir og gargandi aðdáendur. Ég verð samt að við-
urkenna að ég fékk smá kjánahroll því að ég er bara venjuleg stelpa úr
Garðabænum en þarna úti vorum við eins og stórstjörnur. Það er eitt-
hvað sem maður þarf að venjast. Ég hafði mestar áhyggjur af því að
hrynja niður stigann eftir sýninguna fyrir framan 2000 manns því að
ég er þekktur klaufabárður. En sem betur fer gerðist það ekki og ég
held að ég hafi nú bara staðið mig nokkuð vel.
Hvernig kom það til að þú varst valin í þetta hlut-
verk? Mér var boðið að koma í prufur og ég ákvað að slá til. Rúnar
sagði við mig að ég væri hugsanlega aðeins of gömul þar sem hann var að
leita að mjög ungum leikurum. Því gerði ég mér engar vonir um að fá hlut-
verkið. Það var því óvænt ánægja að heyra í Rúnari 6 mánuðum síðar þegar
hann hringdi í mig og bauð mér hlutverkið. Ég áttaði mig ekki á því strax hvaða
stórkostlega ævintýri væri í vændum. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir að hafa
fengið þetta tækifæri.
Hvenær kviknaði áhugi þinn á leiklist? Alveg frá því að ég man eftir mér hef
ég verið að troða upp í fjölskylduboðum. Til eru myndir af mér tveggja ára að syngja,
dansa og leika fyrir vini og ættingja svo að það kom engum óvart að ég skyldi feta þessa
braut. Í gegnum æskuárin prófaði ég að æfa alls kyns íþróttir og fannst það svo sem
mjög fínt en ég hef mikinn áhuga á hreyfingu og heilbrigðum lífstíl. Ég fann hins vegar
mína köllun þegar ég hóf söng- og leiklistarnám í Sönglist, 9 ára gömul, og þá varð ekki
aftur snúið. Eftir það hef ég verið svo lánsöm að fá ýmis tækifæri til að spreyta mig í leik-
list og söng og vonandi er þetta bara byrjunin.
Er eitthvert eftirminnilegt atvik frá tökustað sem þú vilt deila með
okkur? Það eru mörg eftirmennileg atvik frá tökustað enda fjölbreyttur og skemmti-
legur hópur sem kemur að myndinni. Þó fannst mér nú eiginlega fyndnast þegar Áslaug
sminka var að sníða til getnaðarlim fyrir einn aukaleikarann og bera undir Rúnar en í tví-
gang þótti hann of stór. Þá sá ég að verkefni sminkunnar geta verið margvísleg og að mörgu
þarf að hyggja.
Nú hefur þú leikið áður og meðal annars með leikfélagi MR, hver er
munurinn á því og að leika í kvikmynd? Ég myndi segja að þetta sé alveg tvennt
ólíkt en hvort tveggja heillar mig. Í kvikmyndum þurfa allar hreyfingar og svipbrigði að vera
fíngerðari og var það mesta áskorunin fyrir mig þar sem ég er vön að vera á sviði. Hvað þú
segir með augunum finnst mér skipta miklu máli í kvikmyndaleik. Ég lék í kvikmyndinni
Falskur fugl árið 2012 en sú reynsla nýttist mér afar vel í tökunum á Þröstum. Það er líka
ótrúlega gott að vinna með Rúnari. Hann er með skýra listræna sýn og honum tekst að laða
fram það besta í fólkinu sem hann vinnur með.
Hvað er svo í vændum hjá þér? Ég er núna í söngnámi í Complete Vocal Institute í
Kaupmannahöfn fram í desember þar sem ég er að læra Complete Vocal Technique. Námið
er alveg frábært og ég mæli algerlega með því. Ég stefni síðan á að eltast við leikkonu-
drauminn og fara í prufur fyrir leiklistarskóla eftir áramót. Vonandi gengur það bara vel.
Morgunblaðið/Eggert
RAKEL BJÖRK BJÖRNSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Gæti ekki verið
þakklátari
Forsíðumyndin er
frá Getty Images
Í nýrri ljóðabók fjallar Linda
Vilhjálmsdóttir um frelsið í
sínum fjölbreyttu myndum. Hún
veltir fyrir sér árum fyrir og eftir
hrun og varpar fram þeirri
spurningu hvort það frelsi sem
við teljum okkur njóta á Vestur-
löndum sé kannski yfirborðsfrelsi en ekki raunveru-
legt. Bækur 50
Ný smálykkja er komin
á markað sem hentar
vel ungum konum og
þeim sem ekki hafa
gengið með barn. Hún
er 99,8% örugg og
dugar í þrjú ár. Kostnaður er mun minni en að fara á
pilluna og er því góður kostur. Heilsa 16
María Nielsen, fatahönn-
unarnemi við Listaháskóla Ís-
lands, hefur alla tíð heillast af
fötum og tísku og fjölbreyti-
leika fagsins. María fylgist vel
með tískunni á íslandi og
heldur hún meðal annars
upp á hönnun Siggu Maiju,
Guðmundar Jörundssonar
og Magnea. Tíska 34.
Rakel Björk Björnsdóttir leikur eitt aðalhlutverk íslensku kvikmyndarinnar Þrestir sem var
valin besta myndin á San Sebastián kvikmyndahátíðinni. Rakel er nú í söngnámi í Kaup-
mannahöfn en stefnir á að eltast við drauminn og sækja um í leiklistarskóla eftir áramót.
Þrestir verður frumsýnd þann 16.október.
Í fókus