Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2015 Gúmmí ekki sama og gúmmí Miðað er við að 14 kíló afdekkjakurli eða öðrugúmmíkurli þurfi til að þekja hvern fermetra af gervigrasi knattspyrnuvallar. Gúmmíkurlið er sett á vellina til að þeir verði mýkri og til að halda þráðum grassins beinum. Gervigrasvöllur í fullri stærð er um 8.000 fermetrar og magnið af kurli sem þarf til að þekja hann því í kringum 112 tonn. Þrjár gerðir af gúmmíkurli Gúmmíkurlið sem þekur gervigras- velli landsins er í grófum dráttum þrenns konar. Í fyrsta lagi svart dekkjakurl, sem er framleitt úr ónýtum dekkj- um og var notað á nær alla velli þar til fyrir um fimm árum. Þetta er kurlið sem Læknafélagið hefur var- að við. Það er sjaldan lagt á nýja velli í dag, en margir vellir um land allt eru þó enn þaktir þessu óheil- næma og óþrifalega kurli, m.a. vell- irnir hjá KR, Fylki, ÍR og Fram í Safamýri. Tonnið af dekkjakurli kostar um 90 þúsund krónur. Í annan stað er um að ræða húð- að dekkjakurl sem er grænt að lit. Það var aðeins notað til skamms tíma, en með tímanum veðrast lit- arefnið af og eftir stendur í raun sama svarta dekkjakurlið. Þriðja gerðin er grátt gúmmíkurl eða iðnaðargúmmí. Það gúmmí er endurunnið, en ekki úr dekkjum heldur er það unnið úr hráefni sem til fellur við framleiðslu á þétti- listum, þvottavélarfóðringum og fleiru. Þetta gúmmí á ekki að inni- halda sömu eiturefni og dekkja- kurlið. KSÍ hefur haft það í reglu- gerð hjá sér frá árinu 2012 að á nýja velli skuli sett grátt gúmmí í yfirborð valla en ekki dekkjakurl. Tonnið af gráa gúmmíkurlinu mun kosta um 150 þúsund krónur tonnið. Hægt er að fá enn hreinna gúmmí- kurl sem er ekki endurunnið en tonnið af því kostar um 400 þúsund krónur. Allt gúmmíkurl sem notað er á gervigrasvelli hér á landi er innflutt. Ekki er því um það að ræða að bíl- dekkin sem spóla um götur hér á landi hafi endað líf sitt á gervigras- völlum. Í kjölfar umfjöllunar Sunnudags- blaðs Morgunblaðsins 13. september sl. hefur verið kallað eftir því úr ýmsum áttum að svart dekkjakurl verði fjarlægt af eldri völlum. Að „ryksuga“ upp dekkjakurl kallar á talsverðan kostnað og í mörgum tilvikum borgar sig frekar að skipta alfarið um gras og gúmmí. Á nýrri völlum sem lagðir hafa ver- ið á síðustu árum hefur verið valin sú leið að bæta fjöðrun í undirlagi gervigrassins og minnka þannig þörfina fyrir gúmmíkurl niður í fimm til átta kíló á hvern fermetra. Gúmmíkurlið markaði tímamót Fyrsti gervigrasvöllurinn hér á landi var vígður í Laugardal árið 1984. Hann var lagður einföldu „teppi“ en síðar komu fram vellir lagðir sandi sem þóttu ögn mýkri. Farið var að nota gúmmíkurl sem ofaníburð fyrir gervigras rétt fyrir síðustu aldamót. Fram að því höfðu meiðsli verið tíð og það þótti því marka tímamót þegar farið var að nota gúmmí enda varð það að spila á gervigrasi fyrir vikið líkara því að spila á alvöru grasvelli. Ljóst er þó að það er ekki sama gúmmí og gúmmí. Svart dekkjakurl eykur vissulega mýkt gervigrassins en í því eru engu að síður óheilnæm efni. Eigi iðkendur að fá að njóta vafans þarf að skipta kurlinu út, eða leggja nýtt gras með hreinna gúmmíkurli sem ógnar ekki heilsu knattspyrnuiðkenda. Heildsali sem flytur inn gúmmí- kurl sagðist í samtali við blaðamann hafa fengið í kringum fimm símtöl á dag síðastliðnar tvær vikur frá fulltrúum sveitarfélaga eða íþrótta- félaga sem vilja skoða möguleika á að skipta yfir í nýrri gervigrasvelli eða fjarlægja dekkjakurlið. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ hefur mannvirkjanefnd sambandsins fjallað ítarlega um notkun dekkja- og gúmmíkurls á knattspyrnuvöllum undanfarið og stendur til að ræða þessi mál á stjórnarfundi KSÍ sem haldinn verður 8. október. Morgunblaðið/Árni Sæberg EKKI ER HLAUPIÐ AÐ ÞVÍ AÐ FJARLÆGJA DEKKJAKURL AF GERVIGRASI OG HAGKVÆMARA GETUR VERIÐ AÐ ENDURNÝJA BÆÐI GRAS OG GÚMMÍ. Á HVERN FERMETRA AF GERVIGRASI ÞARF UM 14 KÍLÓ AF DEKKJA- EÐA GÚMMÍKURLI EÐA RÚM 8 TONN Á EINN SPARKVÖLL OG YFIR 100 TONN Á KNATTSPYRNUVÖLL Í FULLRI STÆRÐ. NÝRRI TEGUNDIR VALLA ERU MEÐ BETRI FJÖÐRUN UNDIR GRASINU OG ÞURFA MINNA GÚMMÍ OFAN Á. Að fara á „battó“ er vinsæl iðja skólabarna enda henta vellirnir vel til knatt- spyrnuiðkunar. Umhverfis þá er grindverk þannig að boltinn fer síður út af. Knattspyrnuiðkendur hjá Fylki, KR, Fram í Safamýri og ÍR spila enn á völlum lögðum dekkjakurli en á öðrum völlum í borginni hefur ver- ið skipt yfir í heilnæmara gúmmí- kurl. Fjöldi valla á landsbyggðinni er enn með dekkjakurl á yfirborði. * Tillögu um að ÍTR fái fjármagn til að endurnýja gras oggúmmí á völlum sem enn eru með dekkjakurli hefur ennverið frestað hjá borginni. Ekki er ljóst hvenær úrbætur verða.ÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is Í Reykjavík eru 30 sparkvellir, einnig nefndir battavellir eða boltagerði, og um land allt eru þessir vellir á þriðja hundrað. Helmingur sparkvalla borgarinnar er með dekkjakurl sem efsta lag. Þetta eru þeir vellir sem lagðir voru á árunum 2004-2009 eða í tengslum við sparkvallaátak KSÍ. Alls styrkti KSÍ gerð 130 slíkra valla víða um landið á tímabilinu og var notað dekkjakurl á þá alla. Nýrri sparkvellir borgarinnar, þeir sem hafa verið lagðir eða endurnýjaðir 2010 og síðar, eru ekki með dekkjakurli heldur með fjaðrandi undirlagi og ekkert gúmmíkurl er því notað til að þekja grasið. Tillögunni frestað á ný Borgarfulltrúinn Kjartan Magn- ússon hefur lagt fram tillögu um að ÍTR fái fjárveitingu á næsta ári til að hefja endurbætur valla (bæði sparkvalla og gervigrasvalla hjá íþróttafélögum í borginni) sem eru með dekkjarkurl á yfir- borði, og setja þess í stað viður- kennt gæðagras og gúmmí sem stenst ýtrustu heilbrigðis- og um- hverfiskröfur. Tillögunni, sem fyrst var lögð fram þann 18. september sl., var frestað enn á ný á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs sem haldinn var í gær, föstudag. Í kjölfarið létu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka að þeir samþykktu málsmeðferð- ina í trausti þess að málið yrði ekki tafið frekar og fé veitt til þess í yfirstandandi fjárhagsáætlunar- vinnu svo unnt verði að hefjast handa við umræddar fram- kvæmdir 2016. Kjartan hóf fyrst máls á því að skipta þyrfti út óheilnæmu dekkjakurli á gervi- grasvöllum borgarinnar á vett- vangi borgarinnar fyrir tveimur árum. Enn hefur ekki verið neitt gefið út um hvort, hvenær eða hvernig borgin hyggst losa svarta dekkjakurlið af eldri völlum. Segja dekkjakurlið horfið Þær upplýsingar fengust frá Reykjavíkurborg að lausleg athug- un hefði leitt í ljós að á ein- hverjum af eldri sparkvöllum borgarinnar væri dekkjakurlið hverfandi eða að mestu horfið. Þó fylgdi með að ekki hefði þó farið fram heildarúttekt á á spark- völlum og ástandi þeirra eða magni dekkjakurls sem er til stað- ar á þessum völlum, sem í öllum tilfellum standa við grunnskóla og eru mikið notaðir af börnum. HELMINGUR SPARKVALLA MEÐ DEKKJAKURLI ÚRVALSFÓLK Á KANARÍ 16.JAN– 9.FEB. 2016 Eldriborgarferð með skemmtana- stjóranum Jóhannesi Baldurs, bróðir Kristínar Tryggva. Gist verður á IFA Bunaventura með hálfu fæði. 249.900 KR. Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is VERÐ FRÁ 24 NÆTUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.