Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Síða 13
in fékk nokkur Óskarsverðlaun,
meðal annars fyrir tæknibrellur.
„Gravity var nánast öll tölvugerð,
það voru eiginlega bara andlit leik-
aranna sem ekki voru gerð í tölvu
af okkur. Það var alveg ótrúlega
mikil vinna þar. Ég var í lykilstöðu
þarna og viss ábyrgð hvíldi á mér.
Til dæmis í Gravity var ég að
vinna í herbergi með leikstjóranum
Alfonso Cuarón í hálft ár að stýra
öllum myndavélahreyfingum og öll-
um hreyfingum leikarana. Þetta
var áður en leikarnir mættu. Þetta
var notað til að keyra vélmenni
sem tók upp hreyfingar andlit-
anna.“
Blaðamaður er aðeins að missa
þráðinn og segir að þetta hljómi al-
veg rosalega flókið. „Já, þetta var
alveg rosalega flókið. Og í rauninni
var allt undir. Ef það hefði klikkað
að einhverju leyti, þessi að-
ferðafræði, þá væri myndin ekki
neitt. Ég hafði mikla ábyrgð þarna
en ekki lokaábyrgð, en í Everest
vorum við að gera þetta með miklu
minna teymi, kannski fimmtíu
manns hjá RVX, og að lokum er
það ég sem tek alla ábyrgðina. Ef
það hefði ekki skilað sér væri
myndin ónýt,“ segir Daði.
Fær ekki leið á vinnunni
Ég spyr um mistök. Hann segir að
engin sjáanleg mistök séu í mynd-
um sem hann hefur unnið að. „Það
hafa ekki verið nein æpandi mistök
en ég hef aldrei setið og verið
100%. Það þarf að rífa verkefnið úr
höndunum á mér til að setja það á
tjaldið. Maður er að vinna við það
dags daglega að stíga til baka og
skoða skotin og leita að tækifærum
til að betrumbæta. Og stundum er
erfitt að sleppa. En við upplifum
skotið öðruvísi en einhver sem er
að sjá það í fyrsta skipti,“ segir
hann og segist ekki hafa fengið leið
á því að horfa á sama skotið þús-
und sinnum. „Nei, alls ekki því
maður fer bara í algeran gír. Það
kemst fátt annað að en að nota all-
ar mínútur til að gera það betra.“
Ekki í Hollywood-partíum
Daði hefur í gegnum árin starfað
með helstu kvikmyndastjörnum
heimsins. Hann er alveg á jörðinni
og ekki með stjörnur í augunum
yfir því. Hann segist aðspurður
ekki vera daglegur gestur í Holly-
wood-partíum. „Nei, nei. Við erum
bak við tjöldin bókstaflega á öllum
sviðum og tökum mjög lítinn þátt í
svoleiðis. Við erum alltaf á töku-
stað en við kynnumst leikurunum
mismikið. Sumum finnst gott að
kynnast nýju fólki og aðrir halda
sig fyrir sig,“ segir hann. Hann
segist ekki eiga neina fræga vini
og sé ekki að sækjast eftir því.
Þúsundir ljósmynda
Þegar hann vann að Everest tók
hann þátt í að leita að tökustöðum
og þegar kom að tökum réð hann
teymi til að vera allan tíma á töku-
stöðum. „Þeir voru að afla upplýs-
inga og gagna og fylgja eftir plan-
inu en ég var í tökum einn þriðja
af tímanum. Ég fór inn og út, alltaf
þegar það var nýr tökustaður fór
ég þangað og var fyrstu dagana að
leggja línurnar og svo bakkaði ég
út til þess að geta komið hingað að
halda áfram með vinnuna. Í tilfell-
inu með Everest þurfti að búa til
fjall, safna gögnum og þetta er
Morgunblaðið/Ásdís
4.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Everest 2015
Málmhaus 2013
Gravity 2013
2 Guns 2013
Boardwalk Empire 2012
Djúpið 2012
Contraband 2012
Tinkor Tailor Soldier Spy 2011
Harry Potter og Dauða-
djásnin, 2. hluti 2011
Tyrannosaur 2011
Salt 2010
Clash of the Titans 2010
Sherlock Holmes 2009
Where the Wild Things Are
2009
The Good Heart 2009
Heartless 2009
Australia 2008
The Golden Compass 2007
Harry Potter og Leyniklefinn
2002
Dinotopia (Sjónvarpssería.
Þáttur 1-3) 2002.
20 STÓR VERKEFNI
Glæstur
ferill
Daði fór á alla tökustaðina til að leggja línurnar og undirbúa en þúsundir ljósmynda þurfti til að búa til þrívíddarmynd
af fjallinu Everest í tölvu. Á myndinni má sjá einn af aðalleikurunum Jason Clarke með tölvugert fjall í baksýn.