Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Síða 21
Ljósmynd / Wikipedia - Francisco Diez (CC)
Dómkirkjan er fögur
bygging og einn af
miðpunktum mann-
lífsins í Mexíkóborg.
4.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Mexíkóborg ein og sér er
ferðarinnar virði, en ef fólk
leggur á annað borð á sig
flug alla þessa leið er upplagt
að skoða Mexíkó nánar. Um
landið allt er að finna
náttúruundur, sólstranda-
borgir og frumskóga, en
flestir ferðalangar taka stefn-
una á Yucatan-skagan.
Til að komast til Yucatan
má t.d. fljúga frá Mexíkóborg
beint á borgina Merida sem
hefur á sér það orðspor að
vera snyrtilegasta borg
Mexíkó. Frá Merida er stutt
að skoða ævaforna píramída
sem Maya-indíánar byggðu.
Þeir sem vilja meira fjör
halda ögn austar á skagann,
til Cancún. Þar snýst lífið um
að flatmaga á hvítri strönd-
inni, kafa í heiðbláum sjónum
og drekka kynstrin öll af
kokkteilum.
Frá Yucatan er líka örstutt
að fljúga yfir til Kúbu, ef
ferðalangar skyldi vilja taka
hús á Castró-bræðrum, fá
sér smá romm, nokkra vindla
og dansa mambó niðri á
ströndinni.
FARIÐ ÚT FYRIR
BORGINA
Soumaya-safnið er fallegt dæmi
um nútímabyggingarlist.
Ljósmynd / Wikipedia - Fran001 (CC)
Það þykir svo algengt að ferðalangar til
Mexíkó fái niðurgang að gárungarnir tóku
upp á að kalla fyrirbærið „hefnd Montez-
uma“. Vísar heitið til Montezuma II sem
var leiðtogi Asteka á 16. öld þegar Hernán
Cortés lagði svæðið undir sig í nafni
spænsku krúnunnar.
Erfitt getur verið að komast alfarið hjá
magakveisunni en nokkrar einfaldar reglur
draga úr líkunum á að þurfa að vera límdur
við klósettskálina í fleiri daga.
Fyrir það fyrsta ætti að forðast krana-
vatnið, og helst ekki einu sinni bursta
tennurnar með því. Þetta þýðir að sneiða
ætti hjá því að fá klaka í drykkinn, því klak-
arnir eru mögulega gerðir úr vatni sem
kemur beint úr krananum. Fara ætti var-
lega þegar grænmeti og ávextir eru borð-
uð, meðal annars vegna þess að þau kunna
að hafa verið hreinsuð upp úr kranavatni.
Til öryggis er vissara að hafa meðferðis góðar pillur
til að slá á magaveikina, og taka í samræmi við leiðbein-
ingar lyfjafræðings eða læknis ef einkenni byrja að
koma í ljós.
Í fæstum tilvikum er niðurgangurinn svo alvarlegur
að það þurfi að trufla ferðalagið, en vissara er að taka
það rólega á meðan verstu einkennin líða hjá. Þegar
ræpan gerir vart við sig er líka mælt með að sneiða hjá
trefjaríkum mat og gæta þess að innbyrða nóg af vökva
og söltum til að forðast ofþornun. Ekki ætti að hika við
að leita til læknis ef einkennin verða mjög kröftug,
enda getur alvarleg magaveiki verið hættuleg og jafnvel
banvæn.
Eitt sem ferðalangar ættu ekki að gera er að hræð-
ast mexíkóskan mat. Hluti af upplifuninni af landinu er
einmitt að gæða sér á ljúffengum götumatnum og
ávöxtunum sem finna má til sölu nánast á hverju götu-
horni. Það væri synd að bragða aldrei ekta taco eða
gordítu af ótta við nokkrar hressilegar ferðir á sal-
ernið.
Hærra en tindur Hvannadalshnjúks
Ef Montezuma ákveður að hrella ekki íslensku melting-
arfærin þurfa gestir í Mexíkóborg líka að muna að
borgin er í rösklega tveggja kílómetra hæð yfir sjávar-
máli. Þessi mikla hæð hefur lýjandi áhrif á líkamann og
ekki óvenjulegt að finna fyrir því strax við komu á flug-
vellinum að kroppurinn virðist ekki jafn orkumikill og
venjulega og erfiðara að draga töskurnar eftir löngum
göngunum. Er því gott að fara hægt í sakirnar fyrstu
tvo eða þrjá dagana á meðan líkaminn aðlagast.
PASSAÐ UPP Á MALLANN: HEFND MONTEZUMA
Ævintýri í
Marokkó
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
Akureyri • Sími 461 1099
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
7
11
9
6
26. okt í 10 nætur
Einstök 10 nátta sérferð þar sem farþegum gefst
tækifæri til að skyggnast inn í nýjan og framandi heim.
Það er sérstök upplifun að koma til Marokkó, ekki
einungis í sögulegum skilningi heldur einnig að kynnast
landi og þjóð örlítið nánar. Í ferðinni er dvalið í litlum
heillandibæjumtil sjávarogsveita svoogstærriborgum
á borð við Marrakech og Agadir. Ekið er um stærstu
pálmalundi í Norður-Afríku, ilmandi ávaxtahéruð og
hin hrikalegu Atlasfjöll. Þá er haldið í úlfaldareið út í
Sahara eyðimörkina þar sem gist er eina nótt í Berba-
tjaldi. Ferðalagið hefur því yfirbragð hins ókunna en er
jafnframt töfrum þrungið og ógleymanlegt.
Agadir – Taroudant – Zagora – Tamegroute
Sahara eyðimörkin – Chigaga – Quarzazate
Marrakech – Essaouira – Agadir
Frá kr. 239.900
Netverð á mann m.v. 2 í
herbergi frá kr. 239.900.
Innifalið: Flug með Primera Air
til og frá Agadir, skattar, gisting
á 3+*- 4* hótelum í 10 nætur
með morgunverðarhlaðborði,
4 hádegisverðir og 8 kvöld-
verðir. Akstur og kynnisferðir
samkvæmt ferðalýsingu.
Úlfaldareið í Sahara eyði-
mörkinni. Íslensk fararstjórn
miðað við lágmarksþátttöku
eða 20 manns.