Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2015
Fjölskyldan Að lesa fyrir börn eflir málþroska, virkjar ímyndunarafl, eykurorðaforða og sjálfstæða hugsun. Einnig styrkir það tengsl milli for-
eldra og barna og oft geta skapast umræður eftir lesturinn. Þannig
er hægt að efla börn til að tjá sig og læra að setja sig í spor annarra.
Að lesa fyrir börnin
Snertiskjáir eru barnvænir og yngstu börnin læra fljótt á snjalltækin.
Getty Images/Fuse
Það eiga ekki allir leikjatölvu ená flestum heimilum hérlendiser til snjallsími eða spjald-
tölva. Leikir fyrir leikjatölvur eru
líka dýrir á meðan það er hægt að
fá marga leiki í snjallgræjurnar
ókeypis eða ódýra. Leikirnir sem
eru hér taldir upp eru flestir fyrir
spjaldtölvur þó einhverja sé líka
hægt að spila á síma. Hægt er að fá
ókeypis útgáfur af mörgum þeirra
en oft getur borgað sig að kaupa
leik til að sleppa við auglýsingar
sem skapa óþarfa áreiti fyrir börnin.
Mikið er til af skemmtilegum
leikjum en margir eru næstum of
spennandi fyrir yngstu börnin.
Kappakstur er til að mynda
skemmtilegur og líka hlaupaleikir
sem virka vel á spjaldtölvum en
þessum flokki leikja hefur verið
sleppt í þessari upptalningu. Hér er
verið að benda á leiki sem miðast
við þrautalausnir eða að það sé hægt
að æfa sig að lesa eða reikna. Hrað-
inn er ekki eins mikill í þessum
leikjum heldur er hægt að taka því
rólega við skjáinn og glíma við
skemmtilegar þrautir af ýmsum
toga. Leikirnir sem hér eru taldir
upp eru flestir heppilegir fyrir leik-
skólabörn og yngstu bekki grunn-
skóla.
Að minnsta kosti er ljóst að börn
vilja spila leiki og þá er ekki verra
að hafa nokkra leiki sem bæði fræða
og skemmta í einu til taks.
Foreldrar og forráðamenn þurfa
síðan að eiga það við sig hversu
mikinn tíma fyrir framan skjáinn
börnin fá en þau hafa ekki þroska til
að meta það sjálf. Því þarf að leið-
beina þeim og þá þýðir ekkert annað
en að standa fast á sínu.
BARNVÆNIR OG ÞROSKANDI ÞRAUTALEIKIR
Leikum og lærum
á spjaldtölvur
BÖRN HAFA GAMAN AF TÖLVULEIKJUM OG SÆKJA Í AÐ SPILA ÞÁ, EKKI SÍST Á
SPJALDTÖLVUM OG SÍMUM. HÉR ERU TALDIR UPP SEX SKEMMTILEGIR OG
ÞROSKANDI LEIKIR FYRIR BÖRN SEM STYTTA ÞEIM STUNDIR OG KENNA Í LEIÐINNI.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Appið Lærum og leikum með
hjóðin er mikill happafengur fyrir
fjölskyldur. Unnið er með hljóð ís-
lensku bókstafanna og er þetta
góður undirbúningur fyrir lestrar-
ferlið. Aðferðirnar virka en þær
eru byggðar á áratuga reynslu tal-
meinafræðingsins Bryndísar Guð-
mundsdóttur í faginu. Þetta er góð
viðbót við hefðbundna lestrar-
kennslu fyrir börn á lokaárum
leikskóla og í upphafi grunnskóla.
Líka er forritið tilvalið til notk-
unar fyrir fjölskyldur af erlendum
uppruna til að æfa og læra íslensku
hljóðin.
Smáforritið tekur mið af því í
hvaða röð íslensk börn tileinka
sér talhljóðin í máltökunni og
hvernig auðveldast er að kenna
hljóðin.
Byrja má skipulega á auðveldari
hljóðum sem koma fyrir hjá mjög
ungum börnum og halda áfram yfir
í þau hljóð sem erfiðara er að
segja eða velja það hljóð sem æfa
þarf sérstaklega hverju sinni.
Ekki spillir fyrir að börnum þyk-
ir þetta skemmtilegur leikur.
LÆRUM OG LEIKUM MEÐ HLJÓÐIN
Lært í
gegnum leik
Það er vart til skemm-
tilegra app fyrir allra
yngstu spjaldtölvunot-
endurna en talandi
kötturinn Tommi.
Tommi endurtekur
það sem notandinn
segir við hann sem
ungum börnum finnst
sérstaklega fyndið.
Líka bregst hann við
ýmiss konar áreiti en
hann er ánægður þeg-
ar honum er strokið
en eins og gefur að skilja síður glaður með þegar potað er í
hann.
Önnur útgáfa leiksins er endurbætt en líka eru til svipuð
forrit þar sem hægt er að spjalla við önnur dýr, til dæmis
hund ef viðkomandi er frekar fyrir hunda.
TALKING TOM CAT 2
Spjallað við kött
Þrautalausnaleikurinn Where’s My
Water er sérstaklega skemmti-
legur og óhætt að mæla með fyrir
börn og fullorðna. Það getur verið
gaman að glíma við þrautina með
börnunum en tilgangurinn er að
fylla baðkarið hjá krókódílnum
Swampy og safna öndum í leiðinni.
Vatnið þarf að ná til Swampy án
þess að verða mengað af eitri eða
slími sem getur hindrað leiðina.
Lagnakerfið getur verið flókið og
er nauðsynlegt að beita lögmálum
eðlisfræðinnar til að leysa þrautina.
Aðdáendum Finnboga og Felix
má benda á svipaðan leik sem heitir
Where’s My Perry? en þá er Pési
breiðnefur í aðalhlutverki.
WHERE’S MY WATER?
Krókódíll sem
þarf að baða sig
Þetta er einfaldur en
skemmtilegur leikur
með gamaldags útliti
sem á að láta líta út fyr-
ir að verið sé að leika
með viðarkubba. Þetta
er þrautaleikur en tak-
markið er að koma
rauða kubbnum í gegn.
Til þess þarf að færa
aðra kubba annaðhvort
upp eða niður.
Boðið er upp á fjögur
mismunandi erfið-
leikastig til að allir finni
áskorun við hæfi.
Hægt er að fá leikinn
ókeypis en líka er hægt að kaupa ábendingar ef spilarinn er al-
veg strand á einhverju borði.
UNBLOCK ME
Viðarkubbar í tölvuheimi
FRUIT NINJA ACADEMY: MATH MASTER
Flestir sem hafa einhvern tímann
notað spjaldtölvu þekkja leikinn
Fruit Ninja, þar sem tilgangurinn er
að skera ávexti í tvennt áður en
þeir lenda á jörðinni. Leikurinn
kom út árið 2010 og var hlaðið
niður 300 milljón sinnum á fyrstu
tveimur árunum. Halfbrick, fram-
leiðandi þessa leiks, er nú kominn
með nýjan leik af svipuðum toga
sem er líka gerður til að æfa stærð-
fræði. Leikurinn er ætlaður fimm til
sjö ára börnum. Af því að hann er
ætlaður börnum kostar leikurinn
en á móti er ekki rukkað fyrir neitt
innan leiksins. Framleiðandinn lofar
líka að engum upplýsingum sé safn-
að um hvernig börnin nota leikinn
og hann er auglýsingalaus.
Stærðfræði
í ávaxtaleik
CUT THE ROPE
Cut the Rope er mjög
skemmtilegur leikur
fyrir spjaldtölvu. Til-
gangurinn er að gefa
litla græna dýrinu, Om
Nom, nammi og um
leið leysa þraut.
Fyrsti leikurinn kom
út árið 2010 en til eru
ýmsar gerðir en sam-
tals hefur þeim verið
hlaðið niður meira en
600 milljón sinnum.
Þetta er leikur sem er
skemmtilegt að glíma
við og notandinn þarf
að tileinka sér ákveðin
lögmál eðlisfræðinnar til að geta leyst þrautina en það slepp-
ur enginn undan þyngdaraflinu.
Leikur að þyngdarafli