Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Qupperneq 39
athugasemdum“ fara mikinn, þá þykir skammarlegt
að borga fyrir níð í auglýsingum hér á landi.
Fámennið gerir það einnig að verkum að persónu-
auglýsingar eru ekki eins nauðsynlegar og þær eru
taldar í stærri samfélögum, þar sem einungis örfáir
menn eru sannarlega þjóðþekktir. Slíkir skipta þús-
undum hér í fámenninu og eru drjúgur hluti heildar-
innar, sem er heimilislegt.
Þeir sem hafa safnað mestu fé fyrir prófkjör í
Bandaríkjunum, vegna forsetakosninga þar haustið
2016, eru þegar sagðir komnir með 10-15 milljarða (í
krónum talið) í fjárhirslur sínar. Frambjóðandi sem
aðeins hefur náð að safna svo sem 500 milljónum
heldur neyðarfundi með sínum mönnum um það,
hvort ekki sé skást að hætta þessu strögli vegna fjár-
skorts. Það þarf einfaldlega svo mikið fé til að stimpla
nafn manns inn í þjóðarvitundina. Nema auðvitað ef
maður hefur það forskot að heita Bush, Clinton eða
Trump.
Neikvæði þátturinn
Það hefur aldrei verið ágreiningur um það meðal
frambjóðenda vestra að neikvæðar niðurrifs-
auglýsingar séu blettur á kosningabaráttunni. En
samt vita allir að í þetta sinn, eins og jafnan áður,
verða árásarauglýsingar á andstæðinga fyrirferðar-
miklar. Af hverju? Og það þótt samdóma álit sé, að
þær séu til skammar?
Svarið er einfalt. Reynslan sýnir að þær virka.
Svínvirka. Og afsökunin nú verður sú sama og áður,
að „hinir“ hafi byrjað eða verið við það að byrja.
Hitt er annð mál, að neikvæðar áherslur geta aldrei
verið bannvara í stjórnmálum. Vandinn er að draga
mörkin og sjá til þess að þær verði ekki óeðlilegur
hluti af heildarbaráttunni. Það er bæði sjálfsagt og
gagnlegt fyrir kjósandann að reynt sé að benda á
veikleika í tillögum eða málatilbúnaði andstæðings-
ins. Það er nauðsynlegt að andæfa röngum fullyrð-
ingum og draga fram galla á fyrirheitum og loforðum.
Það er einnig sjálfsagt að rifja upp framgöngu and-
stæðingsins á hinu pólitíska sviði og benda á hafi
hann illa valdið sínu verkefni. Það getur sagt mikið til
um framtíðina.
Þegar loforð og fyrirheit eru rædd hlýtur það að
vera málefnalegt að fara yfir hversu orðheldinn og
trúr sá, sem þau gefur, hefur verið hingað til.
Sé ástæða til er sjálfsagt að rekja hversu naumt
hann hefur efnt sín loforð.
En þegar réttmætum og nauðsynlegum baráttu-
aðferðum af því tagi er beitt má aldrei gleyma því, að
þarna liggur leiðin um jarðsprengjubelti stjórnmál-
anna. Hina réttlátu gagnrýni verður því að bera fram
af varúð og hófsemi. Og því má aldrei gleyma að stór-
yrði og belgingur bæta engan málstað. Þvert á móti.
Sérstaða
Forsetakosningar á Íslandi hafa sérstöðu. Lýðveldið
er ungt, og þótt kosningar til þessa embættis fari
fram, í orði kveðnu, á 4 ára fresti, er oft sjálfkjörið í
embættið. Forseti hefur aðeins verið kosinn 4 sinnum
í fyrsta sinn í almennum kosningum. (Annað gilti um
fyrsta forsetann, Svein Björnsson.) Þótt forsetakosn-
ingar séu í eðli sínu persónulegri en aðrar kosningar,
hafa þær um margt verið síst persónulegar (í merk-
ingunni rætnar), og er þá átt við hin formlegu átök á
milli frambjóðenda. Þau hafa jafnan verið á kurteis-
legum nótum.
Stjórnmálaflokkarnir brenndu sig illa í forseta-
kosningunum 1952 og hafa beinlínis forðast slíkar
kosningar síðan, sem er til bóta.
Mjög er nú takmarkað hversu miklum fjármunum
stuðningsmönnum eða frambjóðendum er heimilt að
verja til framboða sinna og fer vel á því. Raunveruleg
kosningabarátta vegna forsetakosninga stendur stutt
og ekki í líkingu við það sem þekkist sums staðar ann-
ars staðar.
Raunar er fátítt að almennar kosningar fari fram
um embætti forseta sem hefur jafnlítil formleg völd
og á Íslandi. Forseti Finnlands hafði lengi vel mun
meiri völd en hinn íslenski, en mjög hefur verið dreg-
ið úr valdi hans og það flutt að mestu til stjórnmála-
forystunnar og þingsins.
Þar sem stjórnmálaflokkarnir forðast bein afskipti
af forsetakosningum hér á landi og valdagrunnur
embættisins er takmarkaður er annar bragur á kosn-
ingaslagnum um það embætti en endranær. Fram-
bjóðendur forðast að leggja hver til annars opin-
berlega, hvort sem það er í umræðuþáttum, viðtölum
eða greinum. Stundum ber þó aðeins á slíku af hálfu
einstakra stuðningsmanna forsetaefnis.
Umræðuþættir í sjónvarpi vegna forsetakosninga
verða stundum næstum vandræðalegir vegna þess að
umræðuefni skortir. Frambjóðendur eru þá spurðir
um afstöðu til málefna sem forseti hefur, eftir stjórn-
skipuninni, lítið með að gera í daglegum störfum.
Ýmis dæmi eru um það að forsetaframbjóðandi gefi
til kynna að hann muni beita sér fyrir hinu eða þessu,
nái hann kjöri. Það er látið gott heita. Flestir vita þó
innst inni, að jafnvel þótt draumur frambjóðandans
rætist verður hann aldrei meir um það mál spurður.
Vegna þessarar sérstöðu allrar, þá er verkefni
hvers forsetaframbjóðanda og stuðningsmanna hans
að einbeita sér að persónu viðkomandi. Reyna að
draga upp þá mynd af honum sem fallið getur vel að
verkefninu. Frambjóðandinn kemst þá ekki með
góðu móti hjá því að hefja sjálfan sig upp á dálítinn
stall. Það er vandmeðfarið, því flestum svelgist á
sjálfshóli í of stórum bitum og hætt er við að það
verði líka leiðigjarnt fyrir hlustendur. Sumir virðast
þó glaðbeittastir þegar þeir fjalla um eigið ágæti, eins
og þeir hafa t.d. séð sem fylgst hafa með Donald
Trump, hinum bandaríska, á undanförnum vikum.
Högg má bíða
Stundum er sagt að þá detti frambjóðandi í lukkupott
þegar helsti mótframbjóðandinn breytist í atkvæða-
smala hans. Þá tilfinningu er talið að breski forsætis-
ráðherrann Cameron hafi nú, eftir að Jeremy Corbyn
var kosinn leiðtogi Verkamannaflokksins með mikl-
um yfirburðum.
Íhaldsmenn halda því fram, að Corbyn sé eins og
fíll í postulínsbúð Verkamannaflokksins. Allt sem sá
flokkur hafi gert sl. 30 ár til að nútímavæðast sé
Corbyn nú að rústa á 30 vikum. Með Kinnock og síðar
Blair hafi flokkurinn horfið frá því að vera óstjórn-
tækur, sundurþykkur kreddukommaflokkur yfir í að
verða flokkur víðsýnna stjórnmálamanna, rétt
vinstra megin við miðlínuna sem sker flokkinn frá
Íhaldsflokknum. Kjósendur hafi verðlaunað flokkinn
með því að afhenda honum lyklavöldin að húsinu
númer 10 við Downingstræti þrjú kosningakvöld í
röð.
Í forystugrein í vikuritinu Spectator, sem komið
hefur út síðan 1828, er vikið að nýlegri yfirlýsingu
Camerons í tilefni af kjöri Corbys.
Forsætisráðherrann sendi yfirlýsingu og vakti at-
hygli breskra kjósenda á því, að með kjöri hins nýja
leiðtoga væri „Verkamannaflokkurinn orðinn ógn við
þjóðaröryggi Breta, ógn við efnahagslegt öryggi
þeirra og ógn við öryggi heimilanna í landinu“.
En Spectator er ekki sannfærður um að forsætis-
ráðherrann sé á réttu róli. Hann hefði líklega betur
setið á strák sínum.
Ritstjórinn dregur „markaðinn“ inn í myndina og
segir: „Þetta er ekki rétti tíminn til að láta Verka-
mannaflokkinn hafa það. Það rétta væri að nota þessi
tímamót til að kynna ýtarlegt og vandað opinbert
málefnaboð til hefðbundinna kjósenda Verkmanna-
flokksins, þeirra sem eru svo ósáttir núna.
Ef Marks&Spencer lentu í stórvandræðum myndu
keppinautarnir þegar í stað leggja sig alla fram við að
lokka viðskiptavini þeirra yfir til sín fremur en að
birta opinberar auglýsingar þar sem hamrað væri á
því að M&S hefði alltaf verið druslufyrirtæki.“
Þetta er góð ábending.
Eins og fyrr sagði getur „neikvæð“ baráttuaðferð
átt fullan rétt á sér og verið nauðsynleg, ekki síst fyr-
ir stjórnmálamenn í stjórnarandstöðu. Þeir eru jú í
hlutverki gagnrýnandans og mega ekki bregðast
skyldum sínum. Þeim ber að sýna almenningi, með
öflugum hætti, þá hlið sem valdhafinn er ekki líklegur
til að hampa og gerir allt til að fela.
En rétt eins og á markaðnum er hin jákvæða nálg-
un stundum rétta leiðin og sú eina sem tengir. Og þá
er bæði eðlilegt og sjálfsagt að vera á þeim buxunum.
Þær eru að auki svo miklu notalegri og fara flestum
svo miklu betur.
Morgunblaðið/RAX
4.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39