Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Síða 40
Viðtal
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2015
Þ
ær taka á móti mér með brosi,
mæðgurnar frá landamærum
Kenýa og Úganda og bjóða mér
til sætis. Við Jane hefjum spjall-
ið og hún kýs að tala ensku þó
svo að íslenskan hennar sé prýðileg. Móðir
hennar Victoria færir mér kaffi og samósa
sem hún hefur eldað og ég spyr um hennar
líf.
Það er mikið vatn runnið til sjávar síðan
hún kom hingað fyrir fjórtán árum og hún
hefur frá mörgu að segja en líf hennar hefur
ekki alltaf verið auðvelt. Nú á Jane gott líf
hér á landi en er ekki búin að gleyma upp-
runanum. Hún notar hverja aukakrónu til að
hjálpa þeim sem minna mega sín, peninga
sem hún gæti auðveldlega notað til að kaupa
sér betra sjónvarp, betri bíl. En hún kýs að
gefa tilbaka og hjálpa öðrum.
Við vorum eins og þrælar
Jane er hálf-kenýsk og hálf-úgönsk og ólst
upp á landamærum þessara landa í sárri fá-
tækt. Þar beið hennar ekkert annað en eymd
og harðræði. „Ef þú fæðist fátækur í Afríku,
deyrðu fátækur. Ef þú fæðist ríkur, deyrðu
ríkur,“ segir hún. „Þannig er það bara.“
Hún er alin upp af einstæðri móður og er
ein af fimm systkinum en faðir hennar dó
þegar hún var kornung og einn bróðir henn-
ar er einnig látinn. Þau bjuggu í sveitinni og
enga atvinnu var þar að fá. Hún lýsir vist-
arverum þar sem hún ólst upp í kofa úr
mold og sprekum en þar bjó hún til fjórtán
ára aldurs. Þá var hún send til Nairobi að
vinna sem þjónustustúlka hjá ríku fólki. Jane
segir að þar hafi verið illa komið fram við
sig og launin nánast engin, eða 120 krónur á
mánuði. Ég hvái og segi, „120 krónur á
dag?“ „Nei, á mánuði,“ svarar hún. „En oft-
ast fengum við ekki nema kannski 60 eða 80
krónur af því það var kannski sagt að ég
hefði brotið glas,“ segir hún. „Þegar ég
hugsa tilbaka um líf mitt eins og það var sé
ég að við vorum eins og þrælar. Maður vann
bara fyrir mat og ég átti bara tvo kjóla. Ég
var barin og ég veit hvernig það er að vera
fátækur,“ segir hún.
Ég fór að vera einhver
Jane sá enga framtíð í Kenýa. Það var fyrir
tilstilli séra Jóns Bjarman heitins að eldri
systir hennar kom til landsins árið 1992 og
settist hún að hér 1994. Árið 2001 gat systir
hennar hjálpað Jane og ungri dóttur hennar
að flytja hingað. Móðir hennar kom svo síðar
hingað og una þær sér vel hér á landi.
„Ég var mjög fátæk heima, við höfðum
ekki efni á neinu þannig að það var mjög
gott að koma hingað. Ég fékk vinnu við þrif
og fór að vera einhver,“ segir hún en þegar
hún kom hingað fyrst vann hún oft frá fimm
á morgnana og stundum til miðnættis. Hún
þurfti að sjá dóttur sinni farborða og pen-
inga sem hún átti aflögu sendi hún heim til
mömmu sinnar. Síðar gat hún keypt land
fyrir hana þar og byggt þar lítið hús. Einnig
náði hún að fá móður sína til Íslands þar
sem hún býr nú. Jane vann lengi við skúr-
ingar en þurfti að hætta vegna heilsuleysis.
Hún starfar í mötuneyti Landsbankans í
Mjódd og er alsæl þar. Segir fólkið þar ynd-
islegt með gott hjarta.
Sýn í Afríku bjargaði lífi hennar
Jane greindist með brjóstakrabba árið 2012.
„Ég væri dáin ef ég hefði búið í Afríku. Ég
hefði ekki haft neinn pening til að fá lækn-
ingu,“ segir hún. Jane náði sér af krabba-
meininu en það dregur dilk á eftir sér því
hún er á leið í aðgerð að endurbyggja
brjóstið. Hún þjáist í dag af verkjum en hún
segir að æðarnar hafi farið illa í lyfja-
meðferðinni.
Krabbameinið tók líka sinn toll andlega.
Hún þjáðist af djúpu þunglyndi í veikindum
sínum og sá ekkert nema svartnætti. „Þegar
ég veiktist fékk ég áfall. Ég vissi varla hvað
krabbamein var nema ég vissi að það dræpi
fólk. Barnabarnið mitt var þá 6 mánaða og
ég hugsaði: er ég að deyja? Ég var oft ein
og datt niður í djúpt þunglyndi. Ég þurfti
sjálf að keyra fram og tilbaka í lyfjagjafir og
var mjög veik og varð þunglynd og sagðist
ekki vilja hitta neinn í fjölskyldunni. Einn
daginn datt mér í hug að binda enda á líf
mitt. Ég ákvað að keyra til Víkur í Mýrdal
og ganga í sjóinn. Mér fannst það góður
staður til að gera þetta. Svo djúpt var ég
sokkin í þunglyndi. Þannig að ég lagði af
stað á bílnum en á hringtorgi í Kópavogi var
eitthvað sem sagði mér að snúa við til að
skrifa kveðjubréf. Ég sneri við og skrifaði
bréfið og þá hringdi síminn. Það var vinkona
mín frá Afríku sem ég hafði ekki heyrt í í
sjö ár. Hún sagði við mig, það sem þú ert að
fara að gera núna, ekki gera það. Það er
djöfullinn sem er að reyna að ýta þér út í
þetta. Ekki gera það. Guð elskar þig. Við
vorum í bænahring núna og fengum sýn að
þú værir að fara að gera eitthvað slæmt. Og
við vildum segja þér að gera það ekki,“ lýsir
Jane og það er ekki laust við að við tárumst
báðar. „Ég fékk sjokk. Ég fór niður á hnén
og bað til guðs og sagði við hann, ég hélt að
enginn elskaði mig! Og þú sendir mér fólk
frá Afríku til að segja mér að það sé fólk
sem elskar mig,“ segir hún.“ Frá þeim degi
leið mér betur og það er ein ástæða fyrir því
að ég vil hjálpa öðrum og byggja þessa
kirkju,“ segir Jane en hún er mjög trúuð.
Byggir 200 manna kirkju
Kirkjan sem um ræðir er í litlu þorpi úti í
sveit í Úganda við landamæri Kenya. „Ég
var í Afríku núna í sumar og ég byggði
kirkju. Ég reyni að fara þangað á hverju
sumri. Mamma vildi geta farið aftur þannig
að ég byggði fyrst lítið hús og þangað höfum
við farið á sumrin. Og fólkið þarna elskar
guð en átti engan samastað til að tilbiðja
hann. Flestir í Afríku trúa á guð og ef þeir
veikjast, biðja þeir til guðs. Hér fer fólk á
spítala, en þarna fer fólk í kirkju. Það búa
200 manns þarna í þorpinu og þau þurftu að
fara í næsta þorp til að komast í kirkju. Ég
sá að það vantaði kirkju þannig að ég ákvað
að byggja hana!“ segir hún og brosir breitt.
Jane segir að kirkjan muni kosta í heild-
ina 2,2 milljónir en nú þegar hefur hún lagt
um milljón í bygginguna. Húsið er risið en
það á eftir að laga gólfin og veggina og enn
vantar innanstokksmuni. „Fólkið er svo
ánægt og ég þekki ekki alla þarna en allir
þekkja mig og þau spyrja mig hvenær kirkj-
an verði opnuð. Hún heitir New Life því við
viljum breyta lífinu þarna,“ útskýrir hún.
Ég vil gefa með hjartanu
Jane er nýbúin að minnka við sig, hún seldi
íbúð sína og keypti aðra minni. Einnig seldi
hún bílinn sinn og keypti sér annan ódýrari.
Hún náði að borga niður einhver lán og eftir
stóðu 350 þúsund krónur. Þann pening not-
aði hún sem stofnkostað fyrir kirkjuna og
síðar fékk hún útborgað og notaði 100 þús-
und af því í þakið. „Ég vil gefa með hjart-
anu. Að gefa snýst ekki um ríkidæmi. Þetta
er gjöf frá guði. Ef maður gengur sjálfur í
gegnum eitthvað þá veit maður af hverju
maður gefur. Ef einhver hefði ekki hjálpað
mér væri ég ekki hér. Þess vegna vil ég
gefa þeim eitthvað, gefa þeim stað til að
biðja. Ég veit hvað er að þjást. Ég hef vinnu
og samastað og mat. En þar er fólk sem
hefur ekkert og ég vil gefa því smá von.
Einhver hafði gott hjarta og hjálpaði systur
minni og hún hafði gott hjarta og hjálpaði
mér. Og ég vil gera það sama.“
Dreymir um að hjálpa meira
Jane segir að hún myndi gjarnan vilja gera
meira til að hjálpa þessu fátæka og allslausa
fólki í sveitum Úganda. Stundum eldar hún
afrískan mat og selur á markaði í Mos-
fellsbæ og notar peninginn til hjálparstarfa.
Hún segir það vera sinn draum að smíða
lítinn kofa við hlið kirkjunnar þangað sem
fólk getur farið og sótt sér malaríulyf og
plasthanska. Hún útskýrir að það kosti að-
eins um 3.500 krónur að lækna eina mann-
eskju af malaríu en að fólkið þar deyi úr
þessu því það hafi ekki efni á lækningu.
„Óléttar konur verða sjálfar að koma með
plasthanska og hlífðarlak úr plasti til að fá
að fæða börn sín inni á spítala. Ef þær
koma ekki með slíkt, er þeim vísað frá og
verða þá jafnvel að fæða börnin á beru gólf-
inu og fá enga aðstoð. Plasthanskar kosta
nánast ekkert en geta bjargað mannslífum,“
segir hún og vill geta séð fólkinu fyrir þess-
um einföldu nauðsynjum.
Sumir eiga ekki einu sinni skó
Jane segir fátæktina í þessum sveitum yfir-
gengilega. „Sumir eru jafnvel berir af því
þeir eiga ekki föt. Ef börnin mæta í skólann
og eiga ekki blýant og blað er þeim vísað
heim. Ef þú gæfir einu barni blöð og blýanta
mundi barnið aldrei gleyma þér,“ segir hún
en sjálf sér hún fyrir tveimur ungmennum í
Kenya sem hún kostar til náms en þau eru í
heimavistarskóla. Hún segist gjarnan vilja
hjálpa þeim að komast hingað en málið sé
flókið og því hafi hún sent þau í heimavistar-
skóla þar sem þau fá menntun, mat og hús-
næði. Jane segir að fólkið í sveitunum eigi
ekkert, enga menntun, enga vinnu og enga
framtíð. „Sumir hafa aldrei átt eitt skópar
alla sína ævi.“
Að gefa snýst ekki
um ríkidæmi
AMINA NEKESA KHAEMBA, KÖLLUÐ JANE, ER ENGIN VENJULEG KONA. HVER AUKAKRÓNA SEM HÚN
ÞÉNAR ER NOTUÐ TIL HJÁLPAR ÖÐRUM. NÚ BYGGIR HÚN KIRKJU Í AFRÍKU AUK ÞESS AÐ STYRKJA TVÖ
BÖRN TIL NÁMS. HANA DREYMIR UM AÐ REISA KOFA VIÐ HLIÐ KIRKJUNNAR ÞANGAÐ SEM FÓLK
GÆTI SÓTT SÉR MALARÍULYF. HÚN ER EKKI RÍK KONA EN SEGIST GEFA MEÐ HJARTANU.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Kirkjan er látlaus bygging úr múrsteinum.
Jane kostar tvö ungmenni til náms. Hér er hún
með öðru þeirra, stúlkunni Shillu sem er 12 ára.