Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Qupperneq 43
4.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Getty Images/iStockphoto
Frá og með vorinu 2016 fá nemendur sem
ljúka grunnskóla vitnisburð á öllum náms-
sviðum í samræmi við matsviðmið í aðal-
námskrá grunnskóla. Vitnisburðurinn er
gefinn í bókstöfunum A, B+, B, C+, C og
D.
Þessar einkunnir eru nefndar hæfniein-
kunnir.
Bak við hæfnieinkunnir liggja til grund-
vallar hæfniviðmið sem eru skrifuð fyrir
hverja og eina námsgrein og má líkja þeim
við markmið hvers námssviðs.
Hæfniviðmið
tekið ábyrga afstöðu í eigin
fjármálum og neyslu, verið
gagnrýninn neytandi og geti
sett sér markmið á grund-
velli þekkingar á fjár-
málaumhverfi einstaklinga og
samfélags og þeim tilboðum
sem eru í boði
gert sér grein fyrir eigin
styrkleikum og veikleikum
og tekið ákvarðanir á grunni
þeirrar sjálfsþekkingar, hug-
leitt og tjáð hver hann er í
augum sjálfs sín og annarra,
útskýrt hvernig sjálfsmynd
hans mótast af umhverfi og
búsetu, stjórnmálum og fé-
lagslegum aðstæðum, sögu
og menningu, trúar- og lífs-
viðhorfum
greint jákvæð og neikvæð
áreiti og staðist þrýsting,
sem stefnir heilsu og velferð
fólks í voða.
DÆMI UM HÆFNI-
VIÐMIÐ FYRIR
SAMFÉLAGSGREINAR
Við lok 10.
bekkjar getur
nemandi:
metið gildi þess að upplýs-
ingum um vísinda- og tækni-
þróun sé miðlað á skýran
hátt,
beitt algengustu hugtökum
og heitum í náttúrugreinum
unglingastigsins,
skýrt með dæmum hvernig
náttúruvísindi, tækni, menning,
heimsmynd mannsins og nátt-
úran hafa áhrif hvert á annað,
unnið með samþætt viðfangs-
efni með vinnubrögðum nátt-
úrugreina og tekið gagnrýna
afstöðu til siðferðilegra þátta
tengdum náttúru, umhverfi,
samfélagi og tækni,
greint hvernig þættir eins og
tæknistig, þekking, kostnaður
og grunnkerfi samfélagsins
hafa áhrif á hvaða lausn við-
fangsefna er valin hverju sinni,
greint stöðu mála í eigin um-
hverfi og aðdraganda þess, í
framhaldi skipulagt þátttöku í
aðgerðum sem fela í sér úr-
bætur.
DÆMI UM HÆFNI-
VIÐMIÐ FYRIR
NÁTTÚRUGREINAR
Við lok 10.
bekkjar getur
nemandi:
tjáð og túlkað hugmyndir sínar
og rætt dans á gagnrýninn hátt,
beitt við það viðeigandi orða-
forða og sett það í menningar-
og sögulegt samhengi,
dansað fyrir framan áhorf-
endur með tilfinningu fyrir
þáttum eins og túlkun, augn-
sambandi, rými, líkamsbeitingu
og kurteisisvenjum,
valið milli mismunandi aðferða
við sviðssetningu, bæði hvað
varðar frásagnarform og leik-
stíl, prófað sig áfram og tekið
sjálfstæðar ákvarðanir í sköp-
unarferlinu. Skrifað handrit að
stuttu leikverki þar sem beitt
er grunnreglum við uppsetn-
ingu leikhandrits fyrir svið og/
eða myndmiðla.
DÆMI UM HÆFNIVIÐMIÐ
FYRIR SVIÐSLISTIR
Við lok 10.
bekkjar getur
nemandi:
lesið, túlkað, metið og fjallað
um fjölbreyttar íslenskar og er-
lendar bókmenntir og gert sér
grein fyrir gildi bókmennta,
nýtt aðferðir sem hann hefur
lært til að taka virkan þátt í sam-
vinnu, samræðum og rökræð-
um, tjáð skoðanir sínar með
ýmsum hætti, rökstutt þær og
valið þeim miðil sem hentar,
notað algeng hugtök í bragfræði
í umfjöllun um bundið mál og
óbundið, lesið og túlkað ljóð af
ýmsum toga og frá ýmsum tím-
um,
valið orð í tali og ritun í sam-
ræmi við málsnið, gert sér grein
fyrir mikilvægi þess að rækta
orðaforðann og nýtt sér mál-
fræðilegar upplýsingar sem þar
er að finna, áttað sig á og beitt
sköpunarmætti tungumálsins og
nýtt það m.a. við ritun, tal, við
nýyrðasmíð, í orðaleikjum og
skáldskap.
DÆMI UM HÆFNI-
VIÐMIÐ FYRIR ÍSLENSKU
Við lok 10.
bekkjar getur
nemandi:
að nemandi eigi að fara áfram í
menntaskóla með einfalt mat; ann-
aðhvort sé hann hæfur til að hefja
menntaskólanám eða ekki.
„Það var hugsunin. Og svo ef hann
væri stórkostlega hæfur átti hann að
fá A og það átti ekki að vera nema
2-5% nemenda. Þessir skólar ætla
eftir sem áður að reyna að fleyta ofan
af þá bestu þó að námsmatið ætti
ekki að gera þeim það kleift. Þeir
áttu ekki að hafa neinn mælikvarða.“
Deildarstjóri í stefnumótunar- og
þróunardeild menntamálaráðuneyt-
isins sagði í viðtali við mbl.is í sumar
að nýi einkunnakvarðinn í 10. bekk
væri sambærilegur einkunnagjöf hjá
PISA, þar sem eru sex hæfniþrep.
Ragnar Þór telur það vondan sam-
anburð því PISA-kvarðinn sé ekki
samræmdur heldur normaldreifður
og málin vandist við slíkan saman-
burð.
„Hæfnin sem er metin á PISA er
ekki hæfnin sem kveðið er á um í að-
alnámskránni okkar nema að mjög
litlu leyti. Og þá er farið að nota sama
mælikvarða sem gildir samt fyrir
báða geira.“
Ragnar Þór segir að það hafi hins
vegar öllum verið ljóst að það þyrfti
að breyta menntakerfinu. „Þessi að-
ferð var búin til til að gefa meira rými
til þróunar í skólakerfinu á fjöl-
breytni og fleiri mikilvægum atrið-
um. En þegar á hólminn var komið,
út af alls kyns vandamálum í skóla-
kerfinu og undirliggjandi spennu, var
svo lítill þróttur í þessu að menn urðu
lémagna og vilja bara heimta að
þetta verði skýrt og einfalt.
Annaðhvort er að hörfa til baka
eða bjarga einhverju núna en ég er
hræddur um að slíkt geti aldrei orðið
annað en einhver samsuða og mála-
miðlanir fram og til baka.“
Ragnar Þór segir það staðreynd að
nemendur komi ekki nógu vel und-
irbúnir út úr skólakerfinu fyrir veru-
leikann í dag og það eigi almennt við
um alla Evrópu.
„Norður-Ameríka og Asía eru að
sigla fram úr Evrópu. Evrópa á bara
eitt af tíu öflugustu tæknifyrirtækj-
unum í heimi. Á sama tíma og það
vantar vinnuafl um alla Evrópu með
ákveðna færni er mikið atvinnuleysi
hjá ungu fólki. Þannig að skiljanlega
eru uppi miklar áhyggjur af þessu og
skólakerfunum almennt. Fólk er í
markvissri vinnu í allri Evrópu að
bylta skólakerfunum sínum, nema þá
bara ef efnahagslíf landanna er í upp-
lausn.“
Ragnar Þór segir að hérlendis hafi
niðurstaðan orðið sú að það væri ekki
hægt að fara í þessar breytingar
nema auka fagmennsku í skólanum.
„Þetta var ástæðan fyrir því að það
var ákveðið að fara með kenn-
aranámið í 5 ár; til að fá betur mennt-
aða kennara með öðruvísi færni og
þeir áttu að fá meira rými til að end-
urskapa starf sitt og þar komu hæfni-
viðmiðin inn.“
Ragnar Þór telur að framhalds-
skólar verði einfaldlega að sætta sig
við það að í nokkur ár fái þeir ekki
einkunnir á bilinu 1-10, sem sé hvort
eð er ómarktækur kvarði – nem-
endur koma úr hinum og þessum
skólum og ein tala þýði ekki það
sama milli skóla.
„Í mínum huga er þetta stóra
myndin og skólakerfið er ekki tilbúið
í þessar breytingar. Ég tel að það
þurfi sameiginlegt átak í öllu skóla-
kerfinu og sérstaklega í því sem snýr
að bættum samskiptum og minni
átökum. Þegar skólakerfið er svona
sundrað og tætt veldur það ekki
svona verkefni sem við höfum samt
ekki tíma til að bíða með; við þurfum
að gera þetta fyrr en síðar. Það barn
sem er fætt 2010 er að fara út í heim
sem krefst allt annarrar færni en
þeirrar sem skólakerfið er núna að
miðla.
Nýja námskráin gengur upp í
mjög sterku skólaþróunarumhverfi
og ef aðstæður eru þannig að hægt sé
að fylgja henni veitir hún mikil tæki-
færi til endursköpunar. En á meðan
svo er ekki; skólarnir eru ekki und-
irbúnir, þá skilur hún fólk eftir í
óvissu og þá eru eðlilegustu viðbrögð
í heimi að vilja fara aftur í það sem
menn þekkja. Ef það er ekki grund-
völlur fyrir því að fara rétta leið inn í
þessar breytingar þá er verra að fara
af stað með menntakerfið inn í ein-
hvers konar „kómaástand“ heldur en
bara að geyma þær – því menn
kunna hitt.“
* „Norður-Ameríka og Asía eru að siglafram úr Evrópu. Evrópa á bara eitt af tíuöflugustu tæknifyrirtækjunum í heimi. Á sama
tíma og það vantar vinnuafl um alla Evrópu
með ákveðna færni er mikið atvinnuleysi hjá
ungu fólki. Þannig að skiljanlega eru uppi mikl-
ar áhyggjur af þessu og skólakerfunum al-
mennt.“
* „Nýja námskráin gengur upp í mjögsterku skólaþróunarumhverfi og ef að-stæður eru þannig að hægt sé að fylgja henni
veitir hún mikil tækifæri til endursköpunar. En
á meðan svo er ekki; skólarnir eru ekki undir-
búnir, þá skilur hún fólk eftir í óvissu.“
Morgunblaðið/Ómar