Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Síða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2015 Hópur ungra listamanna hefur tekið sér ból- festu í bárujárnshúsi í miðbænum, Berg- staðastræti 25, og opnar þar sýningu, undir hatti sýningarrýmisins Ekkisens, í dag, laug- ardag, klukkan 17. Sýningin er kölluð Bólfesta og á henni eiga um þrjátíu ungir og upprennandi listamenn verk. Þetta er önnur sýningin í húsinu röð hústökusýninga Ekkisens og eru þátttak- endur nú enn fleiri en áður og verkum fjölgar að sama skapi. Samkvæmt tilkynningu flæðir sýningin „út í hvern krók og kima og á báð- um hæðum húsnæðisins. Þátttakendur í sýn- ingunni sýna verk að eigin vali.“ Þá geta gestir kynnt sér bókverk eftir listamennina í nota- legu setuhorni. HÚSTÖKUSÝNING EKKISENS BÓLFESTA Hluti listamannanna sem verk eiga á Bólfestu við sýningarhúsnæðið, Bergstaðastræti 25. László Baranyay hefur hlotið Franz Liszt verð- launin fyrir afrek sín á tónlistarsviðinu. Kunnur ungverskur píanóleikari, László Bar- anyay, kemur fram á tónleikum á vegum Tón- listarfélags Ísafjarðar í Hömrum, Ísafirði, í dag, laugardag, klukkan 16. Hann mun flytja efnisskrá með nokkrum perlum píanó- bókmenntanna, meðal annars Pathetique- sónötu Beethovens, tvær Impromptur eftir Schubert, Ástardraum Liszts og hinn rómaða Mefistóvals. László Baranyay er þekktur og virtur pí- anóleikari og píanókennari í heimalandi sínu. Hann hefur unnið til verðlauna í fjölmörgum tónlistarkeppnum, heldur reglulega tónleika í heimalandi sínu og víða um lönd. Hann hefur áður komið fram á Ísafirði, árið 2009. PÍANÓTÓNLEIKAR Á ÍSAFIRÐI BARANYAY Sýning Eyglóar Harðar- dóttur, „Venslakerfi“, verður opnuð í sýning- arrýminu Harbinger, Freyjugötu 1, í dag, laug- ardag, klukkan 16. Eygló hefur unnið verk- in með sýningarrýmið í huga og fjalla þau í grunn- inn um þrívítt málverk. Eygló gerir tilraunir með efni og aðferðir í pappír og tré og verkin hafa þróast í að verða lagskipt málverk og sam- límdir skúlptúrar. Augljósar og efnislegar upplýsingar í verkunum fléttast saman í vensl og kerfi sem bendla má við líkamlegar, hug- lægar og duldar víddir mannlegrar tilveru. Eygló nam við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands, AKI í Hollandi og hefur gráðu í list- kennslu frá LHÍ. Hún hefur starfað og sýnt verk sín hér heima og erlendis og verk henn- ar eru í eigu opinberra safna. EYGLÓ SÝNIR Í HARBINGER VENSLAKERFI Eygló Harðardóttir Menning Á dögunum var fjöldi gesta saman kom-inn í boði í New York, fólk frá ýms-um löndum og víðs vegar að úr Bandaríkjunum. Eins og gengur hugðust allir nota tímann í borginni sem best og eitt áttu allir sameiginlegt: þeir voru ýmist búnir að heimsækja nýja Whitney-safnið sunnan við Chelsea hverfið eða voru á leiðinni þangað. Whitney, segja menn, er vinsælasti staður borgarinnar um þessar mundir: The hottest ticket in town! Whitney-safnið er helgað bandarískri mynd- list tuttugustu aldar og samtímans. Það var stofnað af listvininum og skúlptúristanum Gertrude Vanderbilt Whitney og starfrækt fyrst frá árinu 1931 í húsnæði við vestanvert 8. stræti á Manhattan. Síðar var safnið flutt ofar á austanverða eyjuna og hefur síðustu fjóra áratugi verið í víðkunnu safnhúsi við 75. stræti, umdeildu til að byrja með en dáðu í dag, byggingu sem Marcel Breuer teiknaði fyrir safnið. Þegar stjórnendur Whitney-safnins til- kynntu fyrir nokkrum árum að þeir hefðu fest kaup á lóð í svokölluðu „Kjötpökkunar-hverfi“, Meatpacking District, við Hudson ána, sunnan við galleríhverfið í Chelsea, fór um marga list- unnendur. Hvað verður um Breuer-bygg- inguna, spurði fólk, enda Whitney-safnið fyrir löngu orðin gamalgróin og vinsæl menning- arstofnun, þó aðsóknin hafi aldrei verið annað en brot af þeim gestafjölda sem sækir heim vinsælustu myndlistarsöfn borgarinnar, Met- ropolitan og MoMA. En stjórnendur Whitney héldu sínu striki og fengu stjörnuarkitektinn Renzo Piano til liðs við sig. Það var snjall leikur því Piano er löngu kunnur fyrir vel lukkuð menningarhús, sem vekja iðulega athygli fyrir sérstakt útlit en þjóna um leið listinni á auðmjúkan og snjallan hátt. Nægir að nefna Pompidou- safnið í París og nýlegt Astrup Fearney-safnið í Osló sem Gunnar B. Kvaran stýrir. Svo fór að Metropolitan-safnið leigði Breu- er-bygginguna við 75. stræti fyrir sam- tímadeild sína, að minnsta kosti til sjö ára, og opnar þar eftir rúmt ár, en hið nýja og umtal- aða Whitney-safn var hins vegar opnað gest- um 1. maí síðastliðinn. Og er óhætt að segja að það hafi slegið í gegn. Safnið er við suðurenda hins ofurvinsæla High Line-garðs, sem er á aflögðum upp- hækkuðum lestarteinum sem ganga gegnum Chelsea-hverfið. Það opnaði með viðamikilli sýningu á úrvali verka í eigu safnsins en í safneigninni í dag eru meira en 22 þúsund verk eftir um þrjú þúsund listamenn. Gestir kynnast sögu safnsins á sýningu á fyrstu hæð- inni en halda síðan upp á þá áttundu og kynn- ast bandarískri myndlistarsögu síðustu aldar á áhrifaríku ferðalagi niður fjórar hæðir í safn- byggingunni. Auk þess að njóta listarinnar eru gestir vitaskuld spenntir að kynnast þessari óvenju- legu og forvitnilegu safnbyggingu Piano. Hinn kunni gagnrýnandi The New York Times, Michael Kimmelman, segir flutning safnsins inn á svæði í borginni sem áður var í mikilli niðurníðslu, „staðfesta markverða breytingu í menningarlandslagi“ New York-borgar. Og hann, sem aðrir rýnar, hrósar byggingunni, einhverjum bestu sölum fyrir myndlist í borg- inni, og óvenjulegri en hugvitsamlegri teng- ingu milli listaverkanna og svalanna sem gest- ir geta gengið út á til að njóta þess síbreytilega listaverks sem borgin sjálf er. SAFN HELGAÐ BANDARÍSKRI MYNDLIST Á NÝJUM STAÐ Í NEW YORK Nýja Whitney-safnið sló strax í gegn NÝ BYGGING WHITNEY-SAFNSINS Í NEW YORK, SEM STJÖRNUARKITEKTINN RENZO PIANO TEIKNAÐI, HEFUR HLOTIÐ MIKLA OG VERÐSKULDAÐA ATHYGLI. SAFNIÐ VARÐ STRAX ÞUNGAMIÐJA ÁÐUR HRÖRLEGS HVERFIS. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ekkert safn helgað bandarískri samtímalist getur verið án einhverra hinna víðkunnu fánaverka Jaspers Johns (f.1939) og hér er Three flags frá 1958. Gestir njóta fallegs útsýnis frá einum sýningarsalnum yfir Hudson fljótið, þar sem þeir sitja undir vegginnsetningu eftir Jonathan Borofsky (f.1942), Running People at 2,616,216, frá 1978-79. Gestur við eitt kunnasta málverk Chuck Close (f.1949), Phil, frá 1969. Þetta flennistóra portrett sýnir tónskáldið og mínimalistann Philip Glass. Margir gesta láta taka mynd af sér við verk George Segal (f. 1934), Walk, Don’t Walk, frá 1976. Á sýningunni er fjölbreytilegt úrval þrívíðra verka bandarískra listamana frá 20. öld og til dagsins í dag,

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.