Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Page 49
4.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Kristín Anna Valtýsdóttir,
sem kallar sig Kríu Brekk-
an, verður með tónleika í
Mengi á laugardagskvöld
klukkan 21. Kría hefur komið fram
ein og með ýmsum listamönnum síð-
an hún hætti í múm árið 2006.
2
Málþing verður í fyrirlestr-
arsal Þjóðminjasafnins á veg-
um Rauðsokka á laugardag,
klukkan 13-15, til heiðurs
Vilborgu Harðardóttur (1935–
2002). Þingið er haldið í tengslum við
ljósmyndasýninguna „Blaðamaður
með myndavél“ á Veggnum á jarð-
hæð Þjóðminjasafns, en þar er sýnt
úrval blaðaljósmynda Vilborgar.
4
Fræðsludagskrá verður í
Bessastaðakirkju í dag, laug-
ardag, klukkan 14, helguð
minningu Jónasar Hall-
grímssonar. Yfirskriftin er „Söngv-
arinn ljúfi“ og erindi flytja m.a. Páll
Valsson og Helga Kress.
5
Orðlistasýningin „We are
Ós / Þetta er US“ verður
opnuð á Reykjavíkurtorgi
Borgarbókasafnsins í
Grófarhúsi á laugardag klukkan 15. Á
sýningunn verður ritlist skálda Ós-
hópsins, sem er hópur jaðarhöf-
unda, til sýnis og boðið upp á ljóð-
rænt skyndistefnumót við höfundana
ásamt kaffi og köku.
3
Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í
Reykjavík, RIFF, lýkur nú um
helgina. Hörðustu aðdáendur
segja framboð áhugaverðra
kvikmynda mögulega aldrei hafa verið
betra – kvikmyndaunnendur geta set-
ið við alla helgina og horft á gæðabíó.
MÆLT MEÐ
1
Komið að hinu nýja Whitney-safni á hinum vinsæla High Line-almenningsgarði sem er ofan á fyrrverandi lestarteinum sem ganga gegnum Chelsea-hverfið.
Morgunblaðið/Einar Falur
Eitt af því sem hefur hlotið mikið lof við hönnun arkitektsins Renzo Piano
eru svalirnar sem gestir geta gengið út á af öllum hæðum safnsins.
Af svölunum er tilkomumikið útsýni yfir athyglisverða hluta New York-
borgar, hér Greenwich Village, þá Hudson-fljótið og til New Jersey.
Verk eftir Katrínu Sigurðardóttur, þessi jökuleyja á hvolfi, er hluti af sum-
arsýningu High Line-garðins og hangir undir suðurenda hans við Ganse-
voort Street, rétt við innganginn í Whitney safnið.
Meðal verkanna sem mesta athygli vekja á opnunarsýningunni er hið æv-
intýralega sirkusverk Alexanders Calder (1898-1986), Calder’s Circus.
* Rýnar hrósa byggingunni, einhverjum bestu sölum fyrirmyndlist í borginni, og óvenjulegri
en hugvitsamlegri tengingu milli
listaverkanna og svalanna sem gestir
geta gengið út á til að njóta þess
síbreytilega listaverks sem borgin er.