Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2015
Bækur
Frelsi heitir ljóðabók eftir Lindu Vil-hjálmsdóttur, sjötta ljóðabók hennar.Hún gaf líka út sjálfsævisögulega
skáldsögu, Lygasögu, 2003, og í viðtali við
Morgunblaðið í tilefni af útgáfu Lygasögu
sagðist Linda hafa einsett sér að snúa sér al-
farið að skrifum, verða rithöfundur eins og
hún orðaði það. „Það er
mikil yfirlýsing að segja „ég
er rithöfundur“, en það er
ekkert óyfirstíganlegt, mað-
ur verður bara að taka slag-
inn,“ segir hún í viðtalinu og
þegar þau orð eru rifjuð
upp í tilefni af útkomu
ljóðabókarinnar Frelsi seg-
ist hún hafa starfað við ritstörf frá því þau
féllu og það hafi gengið upp og ofan. „Það
hefur reynst erfiðara en ég bjóst við,
kannski vegna þess að ég notaði svo brengl-
aðar aðferðir til að reka mig áfram. Kraft-
urinn sem ég fékk til að skrifa var allur sótt-
ur í neikvæðar tilfinningar, í reiði, skömm og
hörku, og tók mig langan tíma að finna aðrar
leiðir, að finna sköpunarkraftinn upp á nýtt.
Nú líður mér aftur á móti alveg prýðilega og
síðustu þrjú ár hafa verið mér mjög gjöful.“
Ljóðin í Frelsi mynda óslitinn þráð, en
bókinni er annars skipt í þrjá hluta með
einskonar formála. Fyrstu drög að bókinni
voru ljóðin í fyrsta hluta hennar sem hún
samdi sumarið 2008, en önnur ljóð tóku
lengri tíma. „Ég byrjaði ekki með það í huga
að ljóðin yrðu fleiri en þegar inngangurinn
var kominn sá ég að þetta yrði meira, enda
var þetta efni sem var búið brjótast um í
mér lengi.“
Bókin heitir Frelsi og frelsið kemur ein-
mitt fyrir í innganginum og fylgir lesand-
anum svo í gegnum bókina alla. „Frelsi er
stórt orð og erfiður titill en ég hef verið að
velta þessu hugtaki fyrir mér og hvernig það
hefur verið afbakað og er orðið að versl-
unarvöru, hefur snúist upp í andstöðu sína,
allir eru að heimta frelsi til að fara sínu fram
hvað sem öðrum viðkemur, en frelsi hlýtur
að vera að mega gera sitt án þess að meiða
aðra. Frelsið sem var svo áberandi í
tengslum við útrásina og góðærið var bara
yfirborðsfrelsi.“
– Í öðrum hluta ljóðabálksins segir þú frá
heimsókn til Palestínu og ljóðskáldi sem þú
hittir þar sem gefur lítið fyrir frelsið og seg-
ir að það sé ekki áhugavert sem slíkt.
„Hann er náttúrlega bundinn við sína ver-
öld þar sem hann sér að Vesturlandabúar
hafa frelsi að nafninu til, frelsi til að lifa líf-
inu eins og þeim sýnist, en þeir eru ekki
endilega að nýta það frelsi til að láta sér líða
vel og eins felst ekki mikil mannúð í frelsi
hvers og eins að hugsa um sjálfan sig,“ segir
Linda og bætir við að henni hafi líka verið
hugleikið það frelsi sem konur búa við í Mið-
Austurlöndum samanborið við frelsi kvenna
á Vesturlöndum. Þannig þurfti hún að hylja
handleggi sína og fótleggi og hár í ferð til
Írans, meira að segja að láta taka nýja mynd
af sér í vegabréfið með slæðu, kannski til að
stuða ekki vegabréfaverðina á flugvellinum.
Umhverfið þar skerðir því frelsið opinskátt,
„en hlýðum við vestrænar konur ekki alls
konar vitleysiskröfum í útliti og klæðburði,
meðvitað eða ómeðvitað?“ spyr hún og bend-
ir þannig á að vissulega séum við frjáls, en
notum frelsið oft til að fara eftir óskráðum
reglum sem takmarka frelsi okkar, án þess
að taka eftir því.
„Mér fannst það sláandi við komuna til Ír-
ans að á flugvellinum blöstu við stórar
myndir af trúarleiðtogunum, Khomeini til
vinstri og Khamenei til hægri, en á milli var
svo Armani-auglýsing,“ segir hún. „Ég ætl-
aði að yrkja ljóð um það en fannst það svo
banalt, en það er í lagi að vera banal í blaða-
viðtali,“ segir hún og skellir uppúr.
ENDURNÝJAÐUR SKÖPUNARKRAFTUR
Frelsi er stórt orð
Linda Vilhjálmsdóttir segir að hugtakið frelsi hafi verið afbakað og snúist upp í andstöðu sína. Allir heimti frelsi til að fara sínu fram.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
NÝ LJÓÐABÓK LINDU VILHJÁLMS-
DÓTTUR FJALLAR UM FRELSIÐ Í SÍN-
UM ÓLÍKU MYNDUM OG EKKI SÍST
ÞAÐ HVERNIG FRELSIÐ SEM VIÐ
STÁTUM OKKUR AF SÉ BARA FRELSI
TIL AÐ FYLGJA REGLUM.
* Frelsið sem var svoáberandi í tengslumvið útrásina og góðærið
var bara yfirborðsfrelsi.
Kristín Svava Tómasdóttirsendi í vikunni frá sér sínaþriðju ljóðabók, Storm-
viðvörun, en áður hafa komið Blót-
gælur, sem komu út 2007, og
Skrælingjasýningin, sem kom út
2011. Kristín segir
að ljóðin í bókinni
séu flest ný af nál-
inni, skrifuð á síð-
ustu tveimur ár-
um, en svo séu
einhver eldri inn á
milli, en ekkert
gamalt þó. „Bókin
er skrifuð að mestu síðasta vetur,
stormviðvörunarveturinn,“ segir
hún, en fjögur ár eru liðin frá síð-
ustu bók hennar, áðurnefndri
Skrælingjasýningu. „Það kemur yf-
irleitt dauður tími hjá mér eftir að
bók kemur út, það þarf að líða
smátími til að taka inn hluti og
hugmyndir og melta áður en ég fer
að skrifa aftur.“
Kristín segist ekki skrifa ljóð
með bók í huga og bækur hennar
séu ekki samhangandi ljóðabálkar
þótt það geti eðlilega verið svipur
með ljóðum sem samin eru á sama
tíma. „Ljóðabók er bara þægileg
leið til að safna saman ljóðum og
gefa út, leið til að koma ljóðum frá
sér á aðgengilegu formi. Ég hugsa
yfirleitt ekki um það hvort ég sé
komin með nóg af ljóðum í bók, en
ég var svolítið spennt að gefa út
núna því mig langaði til að vera
með í jólabókaflóðinu.“
– Ég verð var við hita í ljóð-
unum og skoðanir, lá þér mikið á
hjarta?
„Ég er mjög hrifin af tvíræðni
og margræðni í ljóðum og vil helst
ekki segja of mikið, vil ekki út-
skýra ljóðin, enda er best að hver
lesandi finni sína merkingu. Mér
finnst það líka mjög skemmtilegt
þegar einhver segir mér hvernig
hann hefur skilið ljóð eftir mig og
það er eitthvað sem mér hefur
aldrei dottið í hug. Víst getur verið
skemmtilegt að tala um það sem
maður er að gera og getur verið
gaman að tala í kringum ljóðin, en
ég vil ekki segja of mikið, það er
gaman að búa eitthvað til sem fer
að lifa sjálfstæðu lífi, eitthvað sem
stendur fyrir sínu sjálft.
Hvað hitann varðar þá vil ég
gjarnan að það sé hiti í hlutunum,
að það sé ástríða í ljóðunum.“
TVÍRÆÐNI OG MARGRÆÐNI
Stormviðvörun Kristínar Svövu
Kristín Svava Tómasdóttir segist ekki skrifa ljóð með bækur í huga, en þær séu góð leið til að safna þeim saman.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
KRISTÍN SVAVA TÓMASDÓTTIR LEITAST VIÐ AÐ HAFA HITA
Í HLUTUNUM, ÁSTRÍÐU Í LJÓÐUNUM, SEM SJÁ MÁ Í NÝRRI
LJÓÐABÓK HENNAR.