Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Page 51
4.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Út er komin bókin Ljóð og
líf Helgu Pálsdóttur á
Grjótá. Bókaútgáfan Sæ-
mundur á Selfossi gefur út.
Helga Pálsdóttir (1877-
1973) var vinnukona í Fljóts-
hlíðinni alla ævi, ógift og
barnlaus. Lengst af var hún á
bænum Grjótá og þjónaði
þar sömu fjölskyldu kyn-
slóðum saman, en hún var
jafnframt sveitarskáld Fljóts-
hlíðinga og orti þegar það
þurfti fyrir munn sveitunga
og vina, jafnt ljóðabréf og
erfiljóð.
Kveðskapur Helgu er hefð-
bundinn að formi og efni og í
ljóðum hennar birtist hið
gamla íslenska sveitasamfélag
og menning þess frá sjón-
arhóli vinnukonunnar.
Ljóð og líf
Helgu á Grjótá
Árlega stendur Reykjavík Bókmenntaborg
UNESCO fyrir lestrarhátíð í Reykjavík og var
fyrsta hátíðin haldin í október 2012. Mark-
mið hátíðarinnar er að hvetja alla til lesturs,
börn og fullorðna, og auka umræðu um bók-
menntir.
Lestrarhátíðin í ár hefur yfirskriftina Sögur
handa öllum og tengist 100 ára afmæli kosn-
ingaréttar kvenna, en yfirskriftin er fengin frá
samnefndu smásagnasafni Svövu Jak-
obsdóttur sem kom fyrst út 2001 en er nú
gefið út að nýju hjá Forlaginu í ritröðinni Ís-
lensk klassík.
Í Sögum handa öllum eru þrjú smásagna-
söfn Svövu, Veizla undir grjótvegg (1967),
Gefið hvort öðru … (1982) og Undir eldfjalli
(1989), með alls 25 sögum.
Svava Jakobsdóttir fæddist 4. október
1930 og hefði því orðið 85 ára í dag, en hún
lést 2004. Á afmælisdaginn frumsýnir leik-
hópurinn Háaloftið leikrit
Svövu Lokaæfingu, í Tjarn-
arbíói og á miðvikudag
verður menningarmerking
Bókmenntaborgar til heið-
urs Svövu afhjúpuð við Al-
þingishúsið. Úlfhildur
Dagsdóttir bókmennta-
fræðingur afhjúpar skiltið
og leiðir síðan bókmennta-
göngu um slóðir skáldkvenna í miðborginni.
Leikrit Svövu Jakobsdóttur, Hvað er í blý-
hólknum? er svo kjörgripur mánaðarins í
Landsbókasafni í tilefni Lestrarhátíðar. Það var
fyrsta leikrit hennar og frumsýnt í Lindarbæ
1970. Handrit verksins og fleiri handrit Svövu
eru varðveitt í handritasafni Landsbókasafns
Íslands og í Kvennasögusafni Íslands eru varð-
veittar úrklippur og smáprent sem tengjast lífi
hennar og starfi.
Svövu Jakobsdóttur er minnst á lestrarhátíð
Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO.
SVAVA HANDA ÖLLUM
Sunnudagsbíltúr heitir ljóða-
safn Ásdísar Óladóttur sem
kom út fyrir stuttu. Í bókinni er
úrval ljóða Ásdísar frá síðustu
tuttugu árum, en á þeim tíma
hefur hún gefið út sjö ljóða-
bækur: Birtu nætur, Haust-
máltíð, Teiknað í haustloftið,
Einn en ekki tveir, Margradda
nætur, Mávur ekki maður og
Innri rödd úr annars höfði.
Bókin er gefin út til að fagna
tuttugu ára höfundarafmæli Ás-
dísar, en fyrsta ljóðabók henn-
ar kom út 1995.
Ásdís byrjaði að yrkja átján
ára gömul fyrir atbeina Helgu
Sigurjónsdóttur kennara síns í
Menntaskólanum í Kópavogi.
Hún veiktist af geðklofa um tví-
tugt og átti erfitt með að yrkja
um tíma, en náði síðan tökum á
veikindunum sem hún hefur
lýst í mörgum ljóðum sínum.
Sunnudags-
bíltúr Ásdísar
Óladóttur
Ásdís Óladóttir
Morgunblaðið/Kristinn
Góð uppskera
af íslenskum
ljóðabókum
LJÓÐUM MEIRA
Á HAUSTIN FALLA LAUFIN OG ÞÁ KOMA LÍKA
ÚT LJÓÐABÆKUR OG ÞETTA ÁR VIRÐIST UPP-
SKERAN VERÐA EINKAR GÓÐ; LJÓÐ ÚR ÝMSUM
ÁTTUM SEM TAKA Á ÝMSUM MÁLEFNUM Á ÝMSA
VEGU. AÐ ÞVÍ SÖGÐU ÞÁ ER ENN HÆGT AÐ
KOMAST Í ÍSLENSKAR ÖRLAGASÖGUR OG NÝJAR
ERLENDAR SPENNUBÆKUR.
Í nótt skaltu deyja heitir spennu-
saga eftir sænska lögfræðinginn og
rithöfundinn Viveca Sten sem hefur
skrifað margar metsölubækur í
heimalandi sínu. Bókin segir frá því
er skólapilturinn Marcus Nielsen
finnst látinn og flest bendir til þess
að hann hafi svipt sig lífi. Móðir hans
er ekki á því og grátbiður lögregl-
una í Nacka um að komast að hinu
rétta. Ugla gefur út.
Metsölubók
Vivecu Sten
Undir fíkjutré heitir bók eftir Önnu Láru
Steindal sem segir frá Ibrahem Al Danonuy
Mousa Faraj. Hann kom hingað til lands með
falsað vegabréf sem flóttamaður frá Líbíu í
júní 2002, en fáeinum dögum eftir komuna til
landsins sótti hann um hæli sem pólitískur
flóttamaður.
Næstu tíu árin gat Ibrahem átt von á því á
hverjum degi að vera handtekinn og sendur
úr landi án frekari fyrirvara en reyndi samt
að byggja upp nýtt líf. Hann fékk svo íslenskt
vegabréf haustið 2012 og íslenskan rík-
isborgararétt í byrjun árs 2013 og komst í
sína fyrstu heimsókn á æskuslóðirnar í ára-
tug. Sögur gefa út.
Flóttamaður undir
fíkjutré
BÓKSALA 23.-29. SEPTEMBER
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Stúlkan í trénuJussi Adler-Olsen
2 Grimmi tannlæknirinnDavid Walliams
3 Íslensk litadýrð-Colorful IcelandElsa Nielsen
4 Ljósmóðir af guðs náðKatja Kettu
5 Konan í lestinniPaula Hawkins
6 Strákurinn í kjólnumDavid Walliams
7 Leyniturninn á SkuggaskeriSigrún Eldjárn
8 Það sem ekki drepur mannDavid Lagerkrantz
9 Stórbók-Sitji guðs englarGuðrún Helgadóttir
10 Iceland Small World- lítilSigurgeir Sigurjónsson
Ljóðabækur
1 Öskraðu gat á myrkriðBubbi Morthens
2 FrelsiLindaVilhjálmsdóttir
3 Tveir Elvis Prestley aðdáendurKristján Þórður Hrafnsson
4 Píslirnar hennar mömmuUrður Snædal
5 StormviðvörunKristín Svava Tómasdóttir
6 Perlur úr ljóðum ísl. kvennaSilja Aðalsteinsdóttir valdi
7 BlýengillinnÓskar Árni Óskarsson
8 Ljóðasafn VilborgarVilborg Dagbjartsdóttir
9 Vinur minn missti vitiðBjörn Stefán Guðmundsson
10 Tíst og bastEydís Blöndal
Þarmar með sjarma
heitir þýsk metsölubók
eftir Giuliu Enders þar
sem fjallað er um melt-
ingarkerfið á fræðandi
og forvitnilegan hátt.
Bókin sló í gegn í heima-
landi höfundar, enda
fjallar hún um innviði
okkar frá toppi til táar
og um gríðarleg áhrif
meltingarvegarins á líf okkar og vellíðan.
Giulia Enders, sem stundar nú doktors-
nám í læknisfræði við Frankfurt-háskóla,
fjallar opinskátt um viðkvæmt efni af kímni
og þekkingu, en myndin er skreytt teikn-
ingum Jill systur hennar.
Þýðandi er Rakel Fleckenstein Björns-
dóttir.
ÞARMAR MEÐ
SJARMA