Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Qupperneq 56
SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2015
Herferð til styrktar rannsóknum á ristilkrabbameini er hafin undir merkjum
Bleiku slaufunnar. Tölur sýna að þessi tegund krabbameins dregur einn Ís-
lending til dauða í viku hverri. Ristilkrabbamein er önnur algengasta dánar-
orsök af völdum krabbameina á Vesturlöndum en árlega greinast að meðal-
tali 135 einstaklingar með meinið hérlendis.
Krabbameinsfélagið hefur sett sér það markmið að selja 40 þúsund slaufur
fram til 14. október þegar slaufusölunni lýkur. Bleika slaufan kostar 2.000
krónur. Andvirði sölu Bleiku slaufunnar á að nýta í þágu þess að hafin verði
skipulögð leit að ristilkrabbameini. Því fyrr sem mein finnst því meiri líkur
eru á lækningu en hægt er að greina ristilkrabbamein á frumstigum með leit.
Sölustaðir eru um land allt og í vefverslun á www.bleikaslaufan.is
52 lögreglumenn stilltu sér upp fyrir Ara Magg í myndatöku fyrir Bleiku slaufuna. Hugmyndin er að sýna fjöldann sem
lætur lífið árlega úr ristilkrabba. Þrír aðrir hópar sátu fyrir; listamenn, starfsmenn í sjávarútvegi og reiðhjólafólk.
Morgunblaðið/Þórður
52 LÁTAST Á ÁRI ÚR RISTILKRABBA
Bleik slaufa fyrir
bæði kynin
Silfursmiðurinn Erling Jóhannesson
er hönnuður Bleiku slaufunnar í ár.
Sómahjónin Ólafur Þórðarson frá
Kotvelli og Steinunn Sigurðar-
dóttir frá Steinmóðarbæ áttu
hvorki meira né minna en sextíu
ára hjúskaparafmæli 4. október
1950 og af því tilefni gekk Morgun-
blaðið á fund Ólafs á heimili þeirra
hjóna á Baldursgötu.
„Við Steinunn mín höfum verið
undir sama þaki í 78 ár. Jeg kom
til föður hennar, merkisbóndans
Sigurðar Árnasonar að Steinmóð-
arbæ undir Fjöllunum, í vinnu-
mennsku, þegar jeg var 14 ára. Þá
var hún 9 ára. Jeg var þar vinnu-
maður í 18 ár, og fjekk hennar eft-
ir þá þjónustu,“ sagði Ólafur.
Þau hófu búskap á Efstu-Grund
árið eftir. „Jeg var eiginlega feng-
inn til þess að taka þá jörð, vegna
þess að það vantaði forsöngvara í
Ásólfsstaðakirkju. Jeg var altaf
lagsæll og hafði, að því er kallað
var, ágæta rödd. Ekkert orgel var
í kirkjunni eða neitt til neins.“
Þótt Ólafur væri forsöngvari og
í sóknarnefnd var menntunin eng-
in. „Jeg hefi aldrei verið í neinni
kennslustund, hvorki ungur nje
gamall. Og þegar mjer var kennt
að stafa, þá var mjer ekki kennt að
nefna nema „á“, „ú“ og þar fram
eftir götum, aldrei nefnt „a“ og „u“
og aldrei „j“, ekki annað en „i“ í
staðinn. Jeg varð svo að grúska
mig fram úr þessu. Og tókst til-
tölulega ungum að verða afbragðs
vel lesandi á Guðsorð.“
GAMLA FRÉTTIN
Undir sama
þaki í 78 ár
Steinunn Sigurðardóttir og Ólafur Þórðarson giftu sig 4. október 1890.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Nacho Monreal
knattspyrnumaður
Davíð Þór Viðarsson
knattspyrnumaður
Peter Crouch
knattspyrnumaður
Kíktu við og njó
ttu þess að
skoða úrvalið h
já okkur
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
6Borð GM 9920Fáanlegt í fleiri viðartegundum og stærðum.
5Plank borðStækkanlegt, fáanlegt í fleiri
viðartegundum og stærðum.
5Tiger stólarFáanlegir í fleiri
viðartegundum.
Movie Star
hvíldarstóll
Verð frá 433.000,-