Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Page 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Page 56
SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2015 Leikararnir Frank Hvam og Casper Christensen kunna það betur en flestir að teygja grínið langt yfir lín- una, og taka svo enn eitt skref áfram. Þeir voru með skemmtilegt uppistand fyrir hátíðarfrumsýningu á annarri kvikmynd sinni Klovn For- ever í Háskólabíói á fimmtudags- kvöld. Í myndinni er Frank orðinn tveggja barna faðir og Casper skil- inn við Iben Hjejle. Í gríninu gera þeir óviðeigandi hluti en líka í eigin lífi en eftir að Casper skildi við Iben tók hann sam- an við dóttur góðvinar síns, Jarls Friis-Mikkelsens, en eflaust muna margir eftir Jarlinum úr þáttunum Klovn. Casper og Isabel Friis- Mikkelsen giftu sig í fyrra en átján ára aldursmunur er á þeim. Isabel er eigandi hárgreiðslustofunnar Blow, sem er í miðborg Kaup- mannahafnar. Stofan sérhæfir sig í blæstri fyrir öll tilefni. Í spjallinu fyrir myndina gantað- ist Casper með að hann væri miklu hamingjusamari með nýju konunni en áður. Þeir félagar sögðu líka að skilnaðurinn hefði gert Iben gott; hún hefði fengið þarna þessi 5% sem vantaði upp á leikinn í tilfinninga- skalanum en dýptin í reiðitúlkuninni væri nú mun meiri. Iben leikur ein- mitt í nýju myndinni og óhætt er að segja að Casper fái að heyra það. Frank Hvam og Casper Christensen voru viðstaddir hátíðarsýningu á nýjustu mynd sinni Klovn Forever í Háskólabíói. Morgunblaðið/Styrmir Kári CASPER CHRISTENSEN OG FRANK HVAM FARA YFIR STRIKIÐ Kvæntur dóttur vinar síns Fjölmenn ganga áhugafólks um bætta geðheilsu gekk fylktu liði frá Hallgrímskirkju niður að Ráð- húsinu í Reykjavík 10. október ár- ið 2000 á degi alþjóðlegs geðheil- brigðis. Ferðin var farin til að vekja almenning til vitundar um mikilvægi þess að vinna bug á fá- fræði og fordómum gagnvart geð- röskunum. Flestir göngumanna huldu andlit sín með papp- irspokum sem tákn um fordóma gegn geðsjúkum. Þegar að ráð- húsinu kom var pokunum svipt af og þeir brenndir á opnum eldi og fordómunum þar með eytt á tákn- rænan og eftirminnilegan hátt. Kynningarfundur um Geðrækt, samstarfsverkefni Geðhjálpar, geðsviðs Landspítala – háskóla- sjúkrahúss og Landlæknisemb- ættisins, var haldinn sama dag og verkefninu formlega ýtt úr vör. Verkefnið var hið umfangsmesta á sviði fræðslu og forvarna í geðheil- brigðismálum sem ráðist hafði ver- ið í hér á landi og átti það að standa í þrjú ár. Geðrækt var ætl- að að efla meðvitund almennings, félaga og fyrirtækja um geðheil- brigði. „Það sem við ætlum okkur að gera er mjög viðamikið. Við munum fara með fræðslu og for- varnir inn á öll skólastig, inn á vinnustaði og fyrirtæki, stofnanir og almenning allan,“ sagði Héðinn Unnsteinsson verkefnisstjóri. GAMLA FRÉTTIN Fordóm- um eytt Áhugafólk um bætta geðheilsu gengur fylktu liði fyrir fimmtán árum. Morgunblaðið/Jim Smart ÞRÍFARAR VIKUNNAR Árni Bergur Zoëga tónsmíðanemi Zlatan Ibrahimović knattspyrnumaður Axel Lárusson knattspyrnumaður FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA Hátíðlegir tónleikar þar sem Kristján Jóhannsson og gestir flytja úrval jólalaga í bland við nokkrar af perlum óperunnar ásamt Óperukórnum í Reykjavík og sinfóníu- hljómsveit undir stjórn Garðars Cortes. Með Kristjáni koma fram Dísella Lárusdóttir, Valgerður Guðnadóttir og Oddur Arnþór Jónsson. MOGGAKLÚBBURINN 30% AFSLÁTTUR Á JÓLATÓNLEIKA KRISTJÁNS JÓHANNSSONAR Í ELDBORG HÖRPU, 6. DESEMBER KL. 20.00 Svæði 1 Alm.miðaverð 10.900 kr. Moggaklúbbsverð 7.630 kr. Svæði 2 Alm.miðaverð 9.900 kr. Moggaklúbbsverð 6.930 kr. Svæði 3 Alm.miðaverð 4.990 kr. Moggaklúbbsverð 3.493 kr. Til að fá afsláttinn þarf að fara inn á moggaklubburinn.is og smella á Jólatónleika Kristjáns. Þá opnast síða þar sem þú klárar miðakaupin með afslætti. ATH! Takmarkað miðaframboð! Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.