Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 1
Nýja pósthúsið fyrir Keflavík/Njarðvík: Stefnt að útboði í næsta mánuði Bygginganefnd Keflavíkur hefur samþykkt byggingaleyfl til handa Pósti og Sima til byggingar afgreiðslu- og tækjahúss úr steinsteypu á lóð sinni Hafnargötu 89 í Kefla- vík. Eins og áður hefur komið fram yrði hér um mjög glæsi- lega byggingu að ræða, teikn- aða af Teiknistofunni h.f. í Reykjavík. Mun tilkoma þessa nýja húss leysa mikið þann vanda sem er nú varðandi bílastæði í miðbænum. Því í hina nýju byggingu mun öll afgreiðsla Pósts og Síma flytja og er þar m.a. gert ráð fyrir miklum og góðum bílastaéðum. Að sögn Björgvins Lút- herssonar, símstöðvarstjóra, er stefnt að því að bjóða byggingu hússins út núna í júní og að verkið geti hafist í júlímánuði. Er þá stefnt að því að byggingin verði fok- held um áramótin næstu. Húsnæði þetta sem þjóna á bæði Keflvíkingum og Njarðvíkingum, verður á tveimur hæðum auk turns. Verður neðri hæðin 680,4 ferm. og efri hæðin 170,56 ferm. Jafnframt hefur bygginga- nefnd lagt til að gata sú sem kemur neðan við bygginguna verði áframhald Víkurbraut- ar. -epj. Bliki GK kominn að bryggju í Keflavík. Eins og sjá má er efsti hluti frammastursins brotinn. Hrakningar á átta tonna báti Á laugardag lentu fjórir menn í hrakningum á átta tonna eikarbáti sem var á leið frá Ólafsvík til Keflavíkur. Er báturinn var staddur undan Malarrifi á Snæfellsnesi um kl. m'u um morguninn fékk hann á sig brotsjó. Við það sló báturinn úr sér og leki kom að honum, mastrið brotnaði, reykháfur frá kabissunni í lúk- amum brotnaði af og leki kom að lúkamum. Einnig fór allt rafmagnið af bátnum og lensi- dælumar biluðu. Vél bátsins bilaði þó ekki og með því að tengja talstöð- ina við rafgeyma tókst að hafa samband við Tilkynn- ingarskylduna á klukku- stundarfresti. En þess á milli náðist ekki samband við bát- inn. Þar sem lensidælumar duttu úr, þurftu mennirnir að handausa bátinn og vegna lekans var ekki hægt að keyra hann á fullri ferð. Vom skip- verjar þvi stanslaust að ausa þar til klukkan tíu um kvöld- ið að báturinn komst loks til hafnar í Keflavík. Bliki er í eigu feðganna Harðar Magnússonar í Keflavík og Lúthers Harðar- sonar á Neskaupstað. En báturinn verður gerður út frá Neskaupstað og fer austur eftir að viðgerð lýkur á hon- um. Var Lúther um borð í bátnum er óhappið varð en Hörður beið hér syðra. Að sögn Lúthers voru menn orðnir hálf máttlitlir eftir stanslaust austur er þeir náðu loks landi í Keflavík. -epj. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: Ráðherra gæti hags- muna Suðurnesja - í samningum við Bandaríkjastjórn um Varnarliðsflutningana Fá mál hafa fengið meiri umíjöllun í stóm fjölmiðlunum en sú bar- átta okkar Suðurnesja- manna að fá að halda varnarliðsflutningunum hér um hafnir á svæðinu. I umræðunni þessar vik- umar hefur fátt bent til þess að hagsmunir okkar verði ofan á, frekar að hagsmunir Eimskips, þ.e. að nota Reykjavíkur- höfn, verði ofan á. vegna þessa hefur Sam- Vegna þessa hefur Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum nú sent utanríkisráðh erra Matt- híasi Mathiesen, sem einnig er 1. þingmaður Reyknesinga, eftirfarandi bréf, dags. 15. maí sl.: „Um langt árabil börð- ust Suðurnesjamenn fyrir því, að afgreiðsla skipa með vörurfyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli fœri fram í höfnum á Suður- nesjum. Það var kaldhœðni ör- laganna, að þegar við ís- lendingar misstum þessa flutninga í hendur banda- rísku skipafélagi, komst það baráttumál í höfn í orðsins fyllstu merkingu og síðan hafa allir sjóflutn- ingar fyrir varnarliðið far- ið um Suðurnesjahafnir. A stjórnarfundi í S.S.S. í morgun voru þessi flutn- ingamál á dagskrá, og lýstu menn áhyggjum sín- um út af þróun þeirra í framtíðinni, með hliðsjón af þeim miklu hagsmun- um sem í húfl eru, ef flutn- ingar þessir flyttust til Reykjavíkur á ný. Sljórnin samþykkti að beina þeim eindregnum til- mælum til utanríkisráð- herra, að hatm gæti hags- muna Suðurnesjamanna í samningum við Banda- ríkjastjórn um þessa flutn- inga. Eins og sést á bréfi þessu, sýnir það ráða- mönnum þjóðarinnar fram á að stuðningur hér á svæðinu er á breiðum gmndvelli. -epj. , \ D-ÁLMA SJÚKRAHÚSSINS SAMÞYKKT Ljóst er nú að hinn stóri draumur margra Suðurnesjamanna um byggingu svokallaðrar D- álmu við Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs er nú kominn í höfn. Að sögn Ingólfs Falssonar stjómarformanns Sjúkra- hússins, munu fram- kvæmdir hefjast um leið og teikningar liggja fyrir. Mun blaðið greina nánar frá máli þessu á næstunni. -epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.