Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 21
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 29. maí 1986 21 Framsókn í Njarðvík Grundvöllur þess að mögulegt sé að byggja upp þróttmikið bæjarfélag er öfl- ugt og traust atvinnulíf. Á hverjum tíma þurfa bæjar- fulltrúar að vera nægjanlega kunnugir atvinnulífi síns sveitarfélags, til þess að þeir geti með skynsamlegum hætti metið þarfir þess. Við skulum vera þess minnug að beint samband er á milli framkvæmdagetu sveitarfél- agsins og afkomu fyrirtækj- anna. Af þessu tvennu ræðst einnig atvinnuöryggi íbú- anna. Sú þróun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi í Njarðvík svo og á Suðumesjum öllum er á margan hátt ískyggileg. í stað þess að bátar af lands- byggðinni komi hingað með afla sinn er nú verið að selja hvert fiskiskipið af öðm frá Suðurnesjum. Upprisa landsbyggðarinnar virðist að miklu leyti hafa orðið á kostnað Suðurnesja. For- senda þess að hægt sé að end- urreisa sjávarútveginn er stór aukið eigið fjármagn því skuldabyrðin er þegar orðin of þung. Suðumes em vaxandi þjónustusvæði og Njarðvík- ingar mega ekki verða eftir- bátar á því sviði. Þjónusta við ferðamenn mun fara vaxandi og sú starfsemi sem í kjölfar- ið fylgir mun verða fjölþætt og gæti dreifst á margskonar minni fyrirtæki. Suðumesja- menn verða að gera sér það ljóst að Suðumes em ekki verra ferðamannasvæði en Hveragerði, Þingvellir eða Mývatn. Umhverfismálin eru stórt atriði og sá slóða- skapur sem ýmsir aðilar hafa komist upp með í umgengni er fyrir neðan allar hellur. Hvað skipulagsmál áhrær- ir styð ég eindregjð þá hug- mynd að nýtt fjölbrauta- skólahús verði reist á bæjar- mörkum Keflavíkur og Njarðvíkur. Ennfremur legg ég áherslu á að flýtt verði skipulagningu á nýjum bygg- ingasvæðum s.s. því sem fékkst við færslu flugvallar- girðingarinnar og Grænás- svæðisins. Eg legg áherslu á að íbúar Njarðvíkur eigi greiðari að- gang að bæjarfúlltrúum sín- um en nú er. Við megum ekki gleyma því að bæjarfulltrúar fara með mikilvæg mál í um- boði kjósenda sinna og þurfa þess vegna að vera í góðum tengslum við líf þeirra og störf í bæjarfélaginu. Eg tel brýnt að í stöðu bæjarstjóra í Njarðvík verði ráðinn maður með víðtæka menntun og reynslu á sviði viðskipta og verklegra fram- kvæmda. Eg tel að rekstur bæjarskrifstofunnar sé alltof dýr og mannfrek og stjómun ekki með þeim hætti sem teskilegt væri. Samskipti yfir- stjómar bæjarfélagsins við einstakar stofnanir s.s. áhaldahús og íþróttahús virðast í ólagi. Grunnskólinn hefur ekki notið þeirrar athygli sem vert Auglýsingasíminn er 4717 Steindór Sigurðsson væri. Ég tel að það hafi verið mistök að slíta æskulýðs- starfið frá skólanum. Hús- naeði skólans er orðið alltof lítið og huga þarf að stækk- un strax. Hægt væri að koma fyrir tveimur stofum og sam- komusal á lóð skólans og væri þá félagsmálum nem- enda borgið. Eg tel óasskOegt að hafa á sama tíma í sama skóla 6-8 ára börn og 15-16 ára unglinga. Taka þarf á vímuefna- vandanum af alvöru. Aðhald frá heimilunum þarf að verða meira. Erfitt er að sjá 12-13 ára börn koma með fullar töskur af bjór úr sjálfsölum af Keflavíkurflugvelli. Stuðla þarf að aukinni ábyrgðartil- finningu bama og unglinga og virðingu þeirra fyrir sjálf- um sér. Góðir Njarðvíkingar! Að þessu sinni er lítill vandi að velja. Við þurfum framsókn í Njarðvík. Steindór Sigurðsson 1. maður á lista Framsókn- arflokksins í Njarðvík. Reyklaus endurfundur Veist þú hvað handbolta- landsliðið, skákmeistarar og fegurðardrottningar eiga sameiginlegt? Já, þeim fjölgar víst óðum sem taka virkan þátt í barátt- unni fyrir reyklausu landi. Ef þú ert ein(n) þeirra sem hefur hætt reykingum, kannast þú eflaust við daga sem þér hef- ur fundist baráttan hálf von- laus, löngunin jafnvel orðið viljanum yfirsterkari og taugarnar famar að segja til sín. En haltu ótrauð(ur) áfram, þetta kemur allt með kalda vaminu. Einn sterkur leikur í bar- áttunni gegn reykingum er að hitta aðra sem eiga í sömu baráttu. Tala við einhverja sem hafa farið í gegnum sömu reynslu og skilja þig vel. 6. maí sl. var einmitt slík- ur félagsskapur stofnaður hér á Suðumesjum. Þá kom saman hópur einstaklinga sem allir áttu það sameigin- legt að hafa sótt 5 daga áform til að hætta að reykja. Þau ákváðu að koma saman mánaðarlega framvegis til þess að veita hvort öðm stuðning og eiga skemmti- lega kvöldstund í góðum félagsskap. Fyrsti slíki fúndurinn verður næstkomandi þriðju- dag, 3. júní, kl. 20.30 í Safn- aðarheimili Aðventista að Blikabraut 2, Keflavík. Á- formað er síðan að hittast fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Þessar stundir em opnar öllum sem hafa hætt að reykja eða vilja hætta reykingum. En tilgangur þessa félags- skapar er einmitt tvíþættur. I fyrsta lagi að veita fyrrver- andi reykingamönnum stuðning í ákvörðun sinni og í öðru lagi að stuðla að reyk- leysi annarra. Á fúndinum 3. júní verður rætt sérstaklega um leiðir til þess að losna við aukakílóin sem komu þegar tóbakinu var sparkað burt. Svo, fyrr- verandi reykingamenn og aðrir sem áhuga hafa, munið reyklausa endurfúndinn i Safnaðarheimili Aðventista Blikabraut 2, Keflavík, á þriðjudaginn kemur, 3. júní kl. 20.30. Þröstur Steinþórsson Brynjar Halldórsson P.s. Handboltalandsliðið, skákmeistarar og fegurðar- drottningar eiga baráttu gegn reykingum sameigin- lega. Inn í miðjum bæ .•! \ i u)’lL I tí Athugull Njarðvíkingur benti nýlega á það að forráða- menn bæjarstjórnar Njarðvíkur og JC Suðurnes litu ekki á íbúa Innri-Njarðvíkur sem Njarðvíkinga. Því mitt á milli hverfanna væri skilti það sem sést á myndinni staðsett. En á skiltinu eru gestir boðnir velkomnir til Njarðvíkur. -epj. Þakkarávarp Sendum eftirtöldum björgunarsveitum okkar bestu þakkir fyrir aðstoð við leit að syni okkar og bróður, Þorbirni Einari Friðrikssyni, sem fórst með Sigurði Þórðarsyni GK 91 í mars sl.: /Egi, Garði - Stakki, Keflavík - Hjálparsveit skáta, Njarðvík - Skyggni, Vogum - Fiskakletti, Hafnar- firði - Hjálparsveitunum í Garðabæ og Kópavogi - Ingólfi, Reykjavík - Albert, Seltjarnarnesi. Friðrík Ben Þorbjörnsson og fjölskylda UTBOÐ TÓNLISTASKÓLINN í KEFLAVÍK Bæjarsjóður Keflavíkur óskar eftir til- boðum í annan áfanga viðbyggingar Tónlistaskólans í Keflavík. Um er að ræða frágang innanhúss s.s. múrverk, ofnalögn, trésmíði, málun o.fl. Svo og breytingar á hluta eldra húsnæðis. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræði- stofu Suðurnesja frá og með þriðju- deginum 27. maí 1986 gegn 5000 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 6. júní 1986 kl. 11. Bæjarsjóður Keflavíkur ORÐSENDING frá verkalýðsfélög- um á Suðurnesjum Eins og undanfarin ár er vinna verkafólks óheimil frá föstudagskvöldi til mánudags- morguns, á tímabilinu 1. júní til 1. sept. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur Verkalýðs- og sjómannafélag Grðahrepps Þessi sumarbústaður er til söiu Vönduð bygging, vel útbúin og er í 100 km fjarlægð frá Keflavík. Uppl. í síma 92-2317.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.