Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 26
26 Fimmtudagur 29. maí 1986 VlKUR-fréttir Sýnir í Pítubæ Þessa dagana stendur yfir málverkasýning á verkum eftir Óskar Pálsson, á Pitubæ í Keflavík. Er þetta fyrsta einkasýn- ing Óskars, en hann hefur tekiö þátt i nokkrum samsýningum. Sýningin er opin á opnunartíma Pítubæjar og stendur til 12. júni. - epj. NAUÐUNGARUBBOÐ annað og síðasta á fasteigninni Óðinsvellir 17 í Keflavík, þingl. eign Þórhalls Guðjónssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdl., innheimtumanns ríkissjóðs, Vilhjálms H. Vil- hjálmssonar hdl. og Veðdeildar Landsbanka (slands, miðviku- daginn 4.6. 1986 kl. 10.15. Baejarfógetinn i Keflavík NAUÐUNGARUPPBOÐ sem augl. hefur verið í Lögb.bl. á fasteigninni Sóltún 7, n.h., Keflavík, þingl. eign Árnýjar Kristinsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Tryggingastofnunar rikisins, Garðars Garöars- sonar hrl. og Veðdeildar Landsbanka íslands, miðvikudaginn 4.6. 1986 kl. 10.45. Bæjarfógetinn í Keflavik NAUÐUNGARUPPBOÐ annað og síðasta á fasteigninni Vesturgata 17, n.h., Keflavík, þingl. eign Péturs Axels Péturssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl., Brunabótafélags íslands, Veödeildar Landsbanka (slands og Jóns G. Briem hdl., miðviku- daginn 4.6. 1986 kl. 11.15. Baejarfógetinn i Keflavik NAUÐUNGARUPPBOÐ sem augl. hefur verið í Lögb.bl. á fasteigninni Þverholt 2 í Kefla- vík, þingl. eign Auðuns Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Garöars Garö- arssonar hrl. og innheimtumanns ríkissjóðs, miðvikudaginn 4.6. 1986 kl. 11.30. Bæjarfógetinn i Keflavík Afríkuhlaup í Keflavík og Njarðvík Síðastliðinn sunnudag var hlaupið til styrktar bágstödd- um í Afríku. All nokkur fjöldi tók þátt í hlaupinu og settu frambjóðendur mjögsvipsinn á það. Hægt var að velja um þrjár vegalengdir, 4, 7 og 10 km. Blóma- markaður Systrafélag Ytri-Njarðvík- urkirkju hefur gert það að ár- legum viðburði að vera með blómamarkað og ýmsar uppákomur á kirkjutúninu í Njarðvík um mánaðamótin maí-júní. í ár verður markaðurinn á kosningadaginn 31. maí kl. 12. Systumar munu setjaupp tjaldborg og selja þar bæði sumarblóm og fjölær blóm í garða, ýmsar tegundir potta- blóma o.fl. Þar sem þetta er ein aðal fjáröflunarleið félagsins, hvetjum við alla til að kaupa blóm af „systrunum" og fegra með þeim umhverfi sitt. (Fréttatilkynning) Frá blómamarkaði „systr- anna“ í fyrra. Barnfóstru- námskeið Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir þá unglinga á Suður- nesjum 11 til 18 ára, sem ætla að passa börn í sumar. Með námskeiðinu er ætlunin að auka þekkingu barnfóstrunnar á þörfum og umhverfi barnsins, jafnframt að barnfóstrur öðlist aukið öryggi í starfi. Námskeiðið stendur yfir dagana 9. til 12. júní n.k. frá kl. 19-22 í Myllubakkaskóla í Keflavík. í lok kennslu hvert kvöld verður þeim þátttakendum sem búa utan Keflavíkur ekið heim. Námskeiðsgjald er kr. 750. Innifalið er kennsla, mappa með pappír og bæklingum ásamt skírteini í lok námskeiðsins. Leiðbeinendur verða: Karen Valdimarsdóttir, fóstra, sími 3402 Elsa Pálsdóttir, fóstra, sími 3559 Gísli Viðar Harðarson, sjúkraflutningamaður, sími 1195. Skráning þátttakendaferfram hjá leiðbeinendum milli kl. 19og 20 á kvöldin fram til 5. júní. Rauða kross deild á Suðumesjum Rauða kross deild Grindavíkur Veðurguðirnir þátttakendur, léku ekki við en meðfylgj- andi mynd talar sínu máli. gæi. Auglýsing um aðalskoð- un bifreiða íKeflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu 1986 Skráð ökutæki skulu færð til almennrar skoðunar 1986 sem hér segir: 1. Eftirtalin ökutæki, sem skráð eru 1985 eða fyrr: a) Bifreiöir til annarra nota en fólksflutn- inga. b) Bifreiðir, er flytja mega 8 farþega eða fleiri. c) Leigubifreiðirtil mannflutninga. d) Bifreiöir sem ætlaðar eru til leigu í atvinnuskyni án ökumanns. e) Kennslubifreiðir. f) Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiðir. g) Tengi- og festivagnar, sem eru meira en 1500 kg af leyfðri heildarþyngd. 2. Aðrar bifreiðir en greinir í lið nr. 1, sem skráðar eru nýjar og í fyrsta sinn 1983 eða fyrr. Aðalskoðun í Keflavík Skoðunin fer fram að Iðavöllum 4, Keflavík milli kl. 08.00-12.00 og 13.00-16.00 alla virka daga nema laugardaga. 2. júní ökutæki nr. .. 3. júní ökutæki nr. .. 4. júní ökutæki nr. .. 5. júní ökutæki nr. .. 6. júní ökutæki nr. .. 9. júní ökutæki nr. .. 10. júní ökutæki nr. .. 11. júní ökutæki nr. .. 12. júní ökutæki nr. .. 13. júní ökutæki nr. .. 16. júní ökutæki nr. .. 18. júní ökutæki nr. .. 19. júní ökutæki nr. • • Ö-7501 Ö-7651 Ö-7801 Ö-7951 Ö-8101 Ö-8251 Ö-8401 Ö-8551 Ö-8701 Ö-8851 Ö-9001 Ö-9151 Ö-9301 Ö-7650 Ö-7800 Ö-7950 Ö-8100 Ö-8250 Ö-8400 Ö-8550 Ö-8700 Ö-8850 Ö-9000 Ö-9151 Ö-9300 og yfir Á sama stað og tíma fer fram aðalskoðun annarra skráningarskyldra ökutækja s.s. bif- hjóla og á auglýsing þessi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Framvísa skal og kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda og vottorð fyrir gildri ábyrgðartryggingu. í skráningarskírteini bifreiðarinnar skal vera áritun um að aðalljós hennar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1985. Vanræki einhver að færa bifreið sína til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Lögreglustjórinn í Keflavík, Njarövík, Grindavík og Gullbringusýslu, Jón Eysteinsson.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.