Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 29. maí 1986 VÍKUR-fréttir Njarðvíkurbær 10 ára Sýning grunnskólanema ORÐVAR SKRIFAR - ORÐVAR SKRIFAR - ORÐVAR SKRIFAR „Vaggar eins og upptrekkt leikfang“ í síðustu viku héldu grunn- skólanemendur í Njarðvík sýningu á ýmsum munum sem tengdir eru bænum. Tilefnið var 10 ára afmæli bæjarins, en Njarðvík öðlaðist kaupstaðar- réttindi 1976. Á sýningunni voru ýmsir munir tengdir sögu bæjarins, atvinnu, menningu o.fl. Þama mátti sjá kanínur, Njarðvíkur- og Víkverjabún- inga, líkan af landshöfninni og síðast en ekki síst Njarð- víkurgátuna, en það er spil líkt og Trivial Pursuit, sem eingöngu eru í spumingar um Njarðvík. Til að auglýsa sýninguna fóm börn úr Grunnskóla Njarðvíkur í skrúðgöngu um bæinn og hvöttu fólk til að mæta. Meðfylgjandi myndir vom teknar af göngunni og á sýningunni. -gæi. Hvítasunnan er mesta ferðahelgj ársins hér sunn- anlands, næst á eftir Versl- unarmannahelginni. Segja má að fólki sé hreinlega ýtt út úr bænum þessa helgi, því allt er lokað, bensinaf- greiðslur, sjoppur og allir afþreyingarstaðir. Fáir eru á ferli, enda ekkert um að vera og enn færri bíiar á götunum. Hvert fara Suðurnesja- menn í sunnudagsökuferð? Auðvitað í Hveragerði að skoða apana. Þar er allt opið upp á gátt, Eden, Tí- volí, bensínafgreiðslur, gróðurhúsin og sundlaug- in. Þegar komið er á stað- inn er bíla- og fólksmergð- in slík að helst minnir á landsleik í Laugardalnum. Það skipta margar krónur um eigendur í Hveragerði um Hvítasunnuna. Þama er eitthvað áhugavert fyrir alla aldurshópa og veður- blíðan bíður upp á létt- klædda Tívoh' stemmingu yngri gestanna, meðan ráðsettar eiginkonur vaka um gróðurhúsin og kaupa pottablóm, tómata og hverabrauð. Hamborgara- kynslóðin safnast saman í hominu hjá Tomma og virðist bara una sér vel þar. Það er furðulegt hvað gamalmennin sækja í pen- ingakassana, sem em aUt- af að fjölga þarna. En flestir eru hér eingöngu til að sýna sig og sjá aðra. Iðulega hittast hér gamlir kunningjar og vinnufélag- ar, sem em löngu hættir að hittast við önnur tækifæri. Tveggja tíma viðdvöl er vel við hæfi, þá er ekið austur í Þrastarskóg, sumarhúsa- nýlendu Suðurnesja- manna. Rétt er að heilsa aðeins upp á einhvern kunningjann, annars eiga þeir það til að móðgast, þegar þeir frétta seinna um ferðir manns um sumar- paradísina þeirra. Þaðan er haldið á Þingvöll í enda- lausri bílalest og þykkum moldarmekki. Við Valhöll er sama fjölmennið og var í Hveragerði, 20-30 bfla biðröð sitt hvoru megin við brúna og hátt í 100 manna biðröð utan við sjoppuna, þjónustumiðstöðin er ekki komin í gagnið ennþá. En nú er hitinn og sólskinið komið í hámark og flestir famir að fækka fótum all ískyggilega. Fólkið liggur í smáhópum á víð og dreif í sólbaði eða vagrar um svæðið. Mörgum verður starsýnt á ungt par, sem gengur um meðal fólksins og minnir í flestu á líkams- ræktarsýningargripi. Karl- maðurinn er stuttur en óhemju sver og þvílíkt vöðvabúnt, að hann kemur handleggjunum alls ekki að síðunum og standa þeir 45° út frá kjötskrokknum. Hann gengur einkennilega gleiður og útskeifur og vaggar eins og upptrekkt leikfang. Hann minnir óneitanlega á uppblásinn gúmmívettling, þó er mað- urinn örugglega ódrukk- inn. Vín sést ekki á nokkr- um manni, nema á þrcrnur konum vel yfír miðjum aldri, þær sitja í grasinu framan við nýrri álmuna og staupa sig óspart og láta dólgslega við þá sem fram- hjá ganga. Eftir klukku- tíma í biðröðinni við sjopp- una eru flestir búnir að fá sig fullsadda af sveitasæl- unni í Þingvöllum. Heim- ferðin næst þjóðgarðinum jafnast alveg á við eina bunu í kolkrabbanum í Tí- volíinu, ekkert nema hryggir og hvörf. En þrátt fyrir allt er þetta góður dagur, allir koma heim þreyttir en ánægðir, ekkert íand í heiminum jafnast á við ísland. Túristarnir bresku sem stóðu í þéttri röð á hafnargarðinum i morgun að veiða kola, standa þar ennþá með færin sín, þegar við kom- um heim um kvöldmatar- leytið. Já, misjafnt er mannanna gaman. ORÐVAR Grunnskólanemar gengu um bæinn og auglýstu sýninguna. „Njarðvíkal Pursuit“ vakti athygli. AUGLÝSING GÓDIR KEFL VÍKINGA R! TOMAS TOMASSON Nú ueljum uið okkur enn forystumenn í mál- efnum bœjorins okkor. Um leið og ég þokko ykkur órofo stuðning og troust uið Sjálfstœðisflokkinn og mig á liðn- um árum, þá er ég þess fulluiss, oð þoð dugnaðar- og hœfiieikofólk, sem hefur stoð- góðo þekkingu og reynslu á bœjormálum, suo og öðrum félagsmálum, og nú skipo efstu sœti listo Sjálfstæðisflokksins, D- listons, muni ekki bregðost trousti ykkor, ef þið ueitið þeim áfromholdondi stuðning til forystu oð fromgongi góðro málo í bœnum okkor.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.