Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 14
15 Fimmtudagur 29. maí 1986
VÍKUR-fréttir
Kosn i ngaskrifstofu rnar hei msóttar
Þar sem kosningabarátt-
an í Keflavík, sem og annars
staðar, er nú í algleymingi
brugðu Víkurfréttarmenn
undir sig betri fætinum sl.
fimmtudag og heimsóttu
kosningaskrifstofur 5 flokka
hér í Keflavík, þ.e.a.s. hjá
Alþýðubandalagi, Alþýðu-
flokki, Framsóknarflokki,
Sjálfstæðisflokki og Flokki
óháðra kjósenda.
A-listi:
Stefnum á fjórða manninn“
Hjá Alþýðuflokki var und-
irbúningur skemmtunar sem
halda átti kvöldið eftir, í full-
um gangi.
Er alltaf svona mikið um að
vera hjá ykkur?
„Já, hér er nánast fullt hús
allan daginn. Fólk kemur
hingað til að lýsa yfir stuðn-
ingi við okkur, spjalla saman
og drekka kaffi. Hingað eru
allir velkomnir í kaffi hvenær
sem er“ sagði Hermann
Ragnarsson.
Viljið þið spá um úrslit?
„Við viljum engu spá um
úrslit en við stefnum að því
að ná inn fjórða manninum“
sagði Vilhjálmur Ketilsson.
Við þetta bætti Karl Stein-
ar að mest væru þeir hræddir
við að fá þriggja stafa pró-
sentu tölu.
Eitthvað að lokum?
„Við hvetjum unga fólkið
til að flykkjast á kjörstað,
nýta sér kosningarétt sinn og
kjósa rétt.“
G-listi
„Væri gott að fá 450 atkvæði“
Á skrifstofu G-lista Al-
þýðubandafagsins var ekki
fjölmennt. Gestur Auðuns-
son kosningastjóri sat þar
einsamall og varð fyrir svör-
um.
Er lítil traffík hjá ykkur,
Gestur?
„Það er allstaðar lítil traff-
ík. Þannig hefur þetta verið
allar kosningar frá 1944. Það
er engin traffik fyrr en síð-
ustu vikuna fyrir kosningar.“
Er góður andi innan flokks-
ins?
„Já, andinn er mjög góð-
ur. Það er mikill vilji hjá fólki
tifað starfa fyrir flokkinn“.
inn.“
Ertu bjartsýnn á úrslit?
„Já, ég er þokkalega bjart-
sýnn. Það væri mjög gott að
fá 450 atkvasði. En ef svipuð
þátttaka næst og síðast þá
nægja okkur 420-430 at-
kvæði til að halda okkar
manni.“
Viltu spá einhverju?
„Ja, Sjálfstæðisflokkur og
Framsóicnarflokkur tapa
fylgi en Alþýðuflokkurinn
vinnur á á þeirra kostnað.
Það yrði kraftaverk ef Gylfi
fengi fleiri en 200 atkvæði.“
H-listi:
„Það er félagafrelsi“
Sveindís Valdimarsdóttir
og Stefán Jónsson voru
stödd á skrifstofu óháðra
kjósenda þegar okkur bar að
garði.
Kemur fólk mikið hingað
til ykkar?
„Já, þetta hefur gengið
mjög vel. Fólk er forvitið um
þetta framboð og vill kynna
sér það.“
Stefán, nú hafið þiðsagt að
landsmálapólitík og sveitar-
stjórnarmál eigi ekkert sam-
eiginlegt. Er óháð framboð
lausnin?
„Okkur er frjálst að hafa
okkar skoðanir og það er fél-
agafrelsi á íslandi.“
Eruð þið bjartsýn á úrslit?
„Já, við erum svona hóf-
lega bjartsýn. Það er komið
nýtt fólk á flesta lista og auk
þess nýir listar. Þetta er í
fyrsta sinn í mörg ár sem
kosningabaráttan er virki-
lega spennandi.“
Viljið þið spá einhverju um
úrslit kosninganna?
„Nei, við viljum engu spá.
En við stefnum að því að ná
sem flestum inn og að okkar
raddir heyrist í bæjanstjóm.
Því við teljum að við eigum
fullt erindi í bæjarstjóm ekki
síður en hinir flokkamir.“
gæi/gjó
B-listinn:
„Ég verð að
komast inn“
Á skrifstofu Framsóknar-
flokksins vom stödd þau
Þóra Steina Þórðardóttir og
Þorsteinn Amason, sem
skipar 3. sæti B-listans.
Er alltaf svona fámennt hjá
ykkur?
„Nei, nei. Svona er þetta á
daginn meðan fólk er ívinnu.
Á kvöldin er mikið líf hér“
sagði Þóra.
Til hvers kemur fólk hing-
að?
„Það kemur til að spjalla
saman, kynnast frambjóð-
endum og stefnu þeirra.
Hingað em allir velkomnir í
kaffi og kökur og svo hringja
mjög margir til að forvitn-
ast.“
Viljið þið spá einhverju um
úrslit?
„Hjá okkur er það Birgir
sem er í baráttusætinu en
Guðjón er öruggur inn! Nei,
svona grínlaust, þá held ég að
það verði jöfn skipti milli Al-
þýðuflokks, Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks,
þ.e. þessir flokkar fái þrjá
menn hver. Ég hreinlega verð
að komast inn“ sagði Þor-
steinn. „Það væri ágæt til-
breyting að fá mann sem
kemur beint úr framleiðslu-
greinunum í bæjarstjórn."
D-listi:
„Ég er aldrei bjartsýnn“
Það var formaður Sjálf-
stæðisfélagsins, Sigurður
Steindórsson, sem varð fyrir
svömm á skrifstofu Sjálf-
stæðisflokksins.
Hefúr þetta verið lífieg
kosningabarátta?
„Já, hún hefur verið það.
Þetta fór hægt af stað en er
orðið mjög líflegt núna síð-
ustu daga. Kosningabarátt-
an fer þó meira fram í kyrr-
þey en á opinbemm vett-
vangi.“
Er félagsformaðurinn
tjartsýnn?
„Ég hef aldrei verið bjart-
sýnn nema einu sinni. Það
var þegar við fengum meiri-
hluta. Það er óþarfi að vera
með mikið bjartsýnishjal, því
það góða skemmir ekkert.“
Viltu spá um úrslit?
„Síðustu spár mektar-
manna, vitandi það að þetta
verður barátta milli Alþýðu-
flokks og Sjálfstæðisflokks,
eru að Sjálfstæðisflokkur fái
4, Alþýðuflokkur 4 og Fram-
sóknarflokkur 1. Sjálfur vil
ég engu spá en þetta verður
barátta milli Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks. Hjá
hinum flokkunum liggja
dauð atkvæði.“