Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 22
22 Fimmtudagur 29. maí 1986 VIKUR-fréttir Markviss stefna í stað loðinna loforða Hraðfrystihús Keflavíkur Nú þegar kosningar eru í nánd hefði mátt búast við því að framboðin reyndu að skýra stefnu sína fyrir kjósendum svo fólk vissi hveiju væntanlegir bæjarstjómarmenn vildu beita sér fyrir ef þeir næðu kjöri. Því miður er það svo nú, sem oft áður, að meira er lagt uppúr fall- egum myndum og einstöku efnispunktum sem settir eru fagurlega á heilsíður blaðanna og það kallað stefnuskrár. Fyrir okkur Alþýðubanda- lagsmönnum er stefnuskrá ann- að og miklu meira en slíkir lof- orðalistar. Þess vegna höfum við leitast við að skýra okkar stefnu í sam- felldu máli eins og t.d. var gert fyrir síðustu kosningar með „handbók Ármanns" og nú með Atvinnumálariti Suður- nesja og nýrri „Handbók". Það kostar mikla vinnu að móta slíka stefnu en þegar það hefur verið gert hafa væntanleg- ir bæjarfulltrúar mikilvægan leiðarvísi til að vinna eftir að loknum kosningum. Slík vinna er líka mun heiðarlegri gagn- vart kjósendum því þeim gefst kostur á að kynna sér fyrir kosn- ingar við hverju má búast af bæjarfulltrúum Alþýðubanda- lagsins. Nú skulum við líta á dæmi um það hve mikilvægt það getur verið að hafa markvissa stefnu í stað loðinna loforða. Þriðjudaginn 20. maí s.l. hélt svæðisútvarpið hér fund í Holta- skóla þar sem öllum framboð- unum gafst kostur á að kynna stefnur sínar. Þar kom fram í fyrirspum að Sjálfstæðismenn höfðu ekki átt- að sig á því hve markviss stefna Alþýðubandalagsins er í at- vinnumálum og kölluðu þeir hana „almennt hjal um óska- lista“. í sjálfu sér er þetta fyrst og fremst ábending ti Sjálfstæðis- manna um að lesa atvinnumála- rit Alþýðubandalagsins betur en í svari Alþýðubandalagsins var tekið dæmi um það hvemig nú ætti að bregðast við vanda Hrað- frystihúss Keflavíkur. Því eins og ég sagði áðan þá er markviss stefna leiðarvísir til að vinna eftir. í Atvinnumálaritinu er mikið fjallað um mikilvægi sjávarút- vegs fyrir þetta svæði en þar er jafnframt á bls. 20 bent á leiðir til fjármögnunar. Hér er dæmi. 1. Að stjómvöld greiði fyrir stofn- setningu nýrra fyrirtækja eða endurskipulagningu þeirra sem fyrir eru s.s. með milligöngu um útvegun lánsfjár eða beinum framlögum. Við þess háttar fyrir- greiðslu sé það fjármagn sem lagt er fram tryggt með hlutafjáreign i viðkomandi fyrirtæki og fari starfsfólk með umboð fjárins." Þess vegna er það tillaga Al- þýðubandalagsins að bærinn eigi að greiða fyrir um útvegun lánsfjár og/eða leggja til hlutafé í Hraðfrystihús Keflavíkur nú til að tryggja áframhaldandi rekst- ur fyrirtækisins. Skoðum þetta aðeins nánar. Ef ekkert verður gert til að tryggja áframhaldandi rekstur og ef við missum togarana úr bænum þá munu u.þ.b. 150 manns missa atvinnu, við það missir bærinn af útsvarstekjum starfsfólks. Fyrirtækið hættir störfum og greiðir þar af leið- andi ekkert til bæjarins lengur. Margir þjónustuaðilar sem hafa tekjur af því að þjóna þessu fyrirtæki missa verkefni, velta þeirra minnkar og tekjur bæjar- ins af þeim því um leið. Þarna kemur bæjarfélagið því til með að tapa verulegum tekjum. Fyrir utan það sem þó er alvarlegast i þessu máli að fjöldi fólks verður atvinnulaus. Ef bærinn getur lagt fyrirtæk- inu til sem hlutafé álíka upphæð og hann kæmi til með að missa ef starfsemin legðist niður, gæti verið mögulegt að létta eitthvað á fyrirtækinu. Verði þetta til þess að starfsemi haldist áfram er bærinn einungis að fóma því sem hann mundi hvort sem er missa, en starfsfólkið gæti hald- ið atvinnu sinni. Jafnframt er sterkara að sækja á ríkisvaldið og lánastofnanir ef það liggur fyrir að bæjarfélagið vill leggja eitthvað fram og þannig myndi þessi stuðningur margfaldast. Er það nokkuð annað en skortur á skynsemi að hafna þessari hug- mynd? Lítum líka aðeins á hve góður leiðarvísir „atvinnustefna" sjálfstæðisflokksins er í þessu máli. Á fyrrgreindum fundi lagði Alþýðubandalagið þessa spum- ingu fyrir Sjálfstæðisflokkinn: „Er Sjálfstæðisflokkurinn tilbú- inn til að styðja það að Bæjarsjóð- ur leggi til HLUTAFÉ í Hrað- frystihús Keflavíkur, ef það reyn- ist nauðsynlegt til þess að húsið KEFLAVÍK Unglingavinna Keflavíkurbær mun starfrækja unglinga- vinnu í sumar fyrir unglinga fædda 1970, 1971, 1972 og 1973. Vinna verður með líku sniði og undanfarin ár. Skráning fer fram föstudaginn 30. maí frá kl. 10-12 og 13-17 að Kirkjuvegi 10. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðu- maður, Ellert Sig. Magnússon, ástaðnum. Bæjarstjórinn í Keflavík Garðbúar Herðum lokasóknina og tryggjum óháðan meirihluta. 1. Soffía Ólafsdóttir 2. Viggó Benediktsson 3. Eiríkur Hermannsson Valið er auðvelt: X - I Félag óháðra borgara i.lúhann Geirdal geti starfað áfram og báðir togar- ar þess haldist í bænum? Svar Sjálfstæðisflokksins var á þá leið að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi staðið að því að veita ýmsum fyrirtækjum ýmiskonar ábyrgðir og þar hefur Hrað- frystihús Keflavíkur fengið hvað mestar ábyrgðir. Nefnt var að með kaupum á Atlantor fyrir 4,6 milljónir væri fyrirtækið að bæta sína stöðu. Og áfram „En það er rétt, það verður að gera allt sem hægt er til að tryggja það að Hraðfrystihús Keflavíkur geti haldið áfram rekstri þó svo að þegar Bergvíkin var keypt á víxli að bærinn væri í ábyrgð fyrir víxlinum." Þarna er spumingu Alþýðu- bandalagsins ekki svarað og í raun verður þetta svar að teljast nokkuð loðið. Heldur ekki nema von, „Atvinnumálastefna" Sjálfstæðisflokksins og því mið- ur einnig hinna framboðanna er enginn leiðarvísir um það hvem- ig bregðast á við svona vanda. Það er því um tvennt að velja nú á laugardaginn. Markvissa stefnu Alþýðubandalagsins eða óljósa loforðalista hinna. Valið getur varla verið erfitL Kjóstu G-listann til góðra verka. Jóhann Geirdal Keflavíkurbær kaupir Atlantor Á fúndi bæjarráðs Kefla- víkur 13. maí sl. var sam- þykkt að heimila bæjarstjóra að ganga til samninga við Hraðfrystihús Keflavíkur um kaup á Atlantor fyrir allt að kr. 4,6 milljónir enda skuldajafnist það við bæjar- gjöld. Einnig var samþykkt á sama fundi að kaupa lóðina að Aðalgötu 11 á kr. 250 þús- und, en hún er u.þ.b. 863 fer- metrar. -epj. Skemmdir frá vatnsleka í síðustu viku þurfti lög- reglan að hafa afskipti af vatnsleka frá efstu hæð- inni að Suðurgötu 27 í Keflavík. Hafði lekinn orsakað skemmdir á lofti eldhússins á miðhæð hússins. - epj

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.