Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.05.1986, Síða 12

Víkurfréttir - 29.05.1986, Síða 12
12 Fimmtudagur 29. maí 1986 VÍKUR-fréttir Skúffukerfið Það hefur verið allnokkur reynsla að taka þátt í kosn- ingabaráttu til sveitarstjórnar, enginn á lista okkar hefur gert það áður og það koma upp hin merkilegustu atriði. Er það ætlunin að sýna það í frekar spaugilegu ljósi. Þegar farið var af stað Maður verður að byrja á að kynna stefnu sína og skrifa ein- hvern bækling, það er alveg nauðsynlegt. Og það er sest við ritvélina. Og eftir fjóra tíma er bæklingurinn skrifað- ur. Það er farið út í prent- smiðju og legið yfir útliti, heyrðu settu blóm þama neðantil, til að stríða krötun- um. Bíddu aðeins ég þarf að byggja veikan punkt inn í bæklinginn til þess að ég stjórni því á hvaða forsendum ráðist verði á mig. Sko, settu að við verðum að vinna Kefla- vík í fótbolta, þeir sem verða reiðir segja þá að við séum asn- ar sem tali bara um fótbolta, en það gerir ekkert til, það vita allir Njarðvíkingar að það er eina sviðið sem Keflvíkingar eru okkur fremri og það er smáatriði sem þarf að laga. Farið út að dreifa bæklingum, farið með þrjá stráka, þið fáið tvöhundruð kall og tomma og franskar. Strákarnir eru tvo tíma með bæjarfélagið, heyrðu er það ekki stærra en þetta? Og tíminn líður Það kemur krati og segir, af hverju eruð þið ekki með okkur? Heyrðu góði, þegar klofningsafl sameiningarafls vinstri manna fer úr Alþýðu- bandalaginu, en það fór þang- að frá okkur, og það kemur til ykkar, þá lendirðu í þeirri lífs- reynslu að ekki er um að ræða neitt sem heitir sameiginleg pólitík á vinstri vængnum eins og þið sem hugsið í hægri og vinstri haldið stundum. Og það kom Framsóknarmaður, já Steini minn ég veit það að þú ert samvinnumaður í eðli þínu, hættu nú þessari vitleysu. Hvað á maður að segja við því, jú jú maður hefur áhuga á sam- vinnufélögum, en án deilda- skiptingar. Það er farið á stað að stilla upp, það gengur erfið- lega, fólk vill ekki vera á lista, en ætlar að skrifa uppá, hringt í Kjörstjórn, hvað þarf marga menn á listann til að geta feng- ið meirihluta. Þú þarft átta, fjóra aðalmenn og fjóra vara- menn, en ég vara þig við, fáirðu fimmta manninn kjör- inn þá mun kjörstjórn úr- skurða það ómark því það er ekki varamaður á bak við hann. Guð láti gott á vita að viðvörunin sé raunhæf hugsa ég. Listinn tilbúinn, kl. ellefu skilafrestsdaginn. Þá er að fara út að fá skrifað uppá, farið út í Samkaup og setið fyrir fólki, bara Gunnar kaupfélagsstjóri rekist ekki inn, sá yrði nú al- deilis. Það er eins og Stefán Pétursson frá Húsavík sagði, það er miklu betra að fara með þorskinn til fólksins en fólkið til þorsksins og hafði frystihús langt inni í landi í Kópavogi. Það er betra að tara þar sem fólkið kemur til að fá skrifað uppá. 47 skrifa uppá, best að fara á fund kjörstjórnar, æ heyrðu, annar maður á listan- um er ekki búinn að skrifa, far- ið í hvelli að ná honum, heppni, hann er að koma ofan úr fjalli, skrifar uppá. Mætt á fund kjömefndar korter fyrir tólf, fjórflokksmenn andvarpa nú þurfa þeir að reikna öll at- kvæðin upp á nýtt, hver fær hvað. Þeir jafna sig, en viti menn, fimm mínútum fyrir tólf kemur flokkur mannsins. Nú þarf enn að reikna og eng- inn veit neitt. Og pólitíkin rennur uþp fyrir manni Og maður fer að lesa áróð- urinn frá hinum, og við sem höfum aldrei verið í sveitar- stjómarpólitík í alvöm lend- um í því að fara að hugsa í þeim hugsunum sem andstæðing- arnir hugsa. Við uppgötvum að þannig firrast stjórnmála- menn, þeir gleyma fólkinu og hugsa hvað hinir ætla að gera. Haldinn fundur, við ætlum að hætta að hugsa eins og hinir, að er ljóst að samkeppnin við á beygir okkur frá aðalatrið- um. Hætta að hugsa um millj- ónir hér og milljónir þar, hætta að hugsa um hver gerði hvað og ekki hvað, ekki segja hve margir fermetrar af mal- biki, ekki segja hve mörg dag- vistunarrými og ekki segja hve margir fermetrar fyrir aldraða, því það er verið að tala um fólk og fólk er ekki mælieiningar. Pólitískar kommóðuskúffur Pólitíkin setur fólk í skúffur svo stjórnmálamenn geti með- höndlað það eins og tölur, dagvistun til fimm ára, skóli til sextán, framhaldsskóli næst, út að byggja og vinna, ala upp böm, geyma börnin í skúffum meðan verið er að vinna, láta fólk hætta að vinna og setja í ævikvöldsskúffuna, setja í kistu og grafa. Þetta er póli- tíkin líflaus og ómannleg. Þetta er vont, verðum að breyta. Við byggjum smábáta- höfn þar sem eldri menn geta verið með trilluna sína, kannske saman, setjum upp aðstöðu við smábátahöfnina þar sem hægt er að hlýja sér og hitta náungann. Aðstöðu þar sem afi getur tekið barnabörn- in með og þau geta hlaupið á klósett og fengið að hlýja sér. Setja upp aðstöðu þar sem amma getur farið með krakkana út á leikvöll og talað við aðrar konur í hlýju og feng- ið sér kaffi. Afleggja skúffu- kerfið og leyfa mismunandi aldurshópum að vera saman. Elliheimili á að byggja nálægt aðstöðu sem komið verður upp fyrir marga aldurshópa, þar sem eitthvað er að gerast. Sko, nær alla eldri menn dreymir um trillu, til að hafa Kökur & brauð Sjálfboðaliðar óskast til að baka kökur og smyrja brauð fyrir hina árlegu skemmtun þroskaheftra á Suðumesjum n.k. sunnudag 1. júní. Þeir sem vilja leggja okkur lið vinsamlegast mæti með góðgætið kl. 13 þann dag. Þorsteinn Hákonarson til að grípa í þegar aldurinn færist yfir, því þar geta þeir losnað við kerfisfræðinga sem segja þeim hvernig þeir eiga að lifa, síðan er hægt að fiska dá- lítið. Reyna að koma á lifandi samfélagi ekki samfélagi sem setur alla í bása til að gera kerf- inu auðvelt að meðhöndla fólk eins og tölur. Við ákveðum að vera ekkert að hugsa öðruvísi en ópólitískt fólk og ætlum að reyna að hafa hlutina eins og ópólitískt fólk vill hafa þá. Við ákveðum að vinna með fólki frekar en að reyna að stjórna því í einhverju kerfi. Og ætli við fáum nokkur atkvæði út á það? Það verður bara að koma í ljós. Þorsteinn Hákonarson Slys við Vogaskóla Á fimmtudag í síðustu viku vöru börn að príla á marki við Stóru-Vogaskóla í Vogum. Féll þá markið og varð eitt barnið undir því. Var lögregla og sjúkrabíll kölluð á vettvang og var barnið flutt á Sjúkra- hús Keflavíkurlæknishéraðs og lagt þar inn eftir laeknisskoðun með innvortis meiðsli. - epj. FRAMSÓKN TIL FRAMFARA Kjósum fjölþætta reynslu í félagsmálum. Hjördís Árnadóttir X- B fyrir Betri i Bæ Drífa Sigfúsdóttir

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.